Gerir ráð fyrir 30 milljarða framlagi frá ríki vegna SpKef 21. mars 2012 07:00 Landsbankinn bókfærði 30,6 milljarða króna kröfu á ríkissjóð í ársreikningi sínum fyrir árið 2011 vegna yfirtöku bankans á SpKef sparisjóði í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsbankans sem birtur var á föstudag. Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að skera úr um verðmæti eigna SpKef hefur þó ekki skilað niðurstöðu og því alls óljóst hver raunveruleg krafa bankans á ríkissjóð, sem telur sig skulda honum um 11 milljarða króna, verður. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið sagði bankinn að „ef niðurstaða úrskurðarnefndarinnar verður sú að ríkissjóður á að borga minna en þessi krafa er bókuð á, þá er hugsanlegt að framkvæma þurfi virðisrýrnun.[…] Á móti virðisrýrnun kröfunnar á ríkissjóð, kæmi þá væntanlega virðisaukning lánasafnsins, þar sem það myndi þá teljast verðmætara en við töldum það vera." Málflutningur fyrir úrskurðarnefnd sem á að skera úr um verðmæti eigna SpKef verður dagana 28. og 29. mars næstkomandi. Í kjölfarið mun nefndin taka sér umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu og er búist við að hún skili niðurstöðum í apríl. Landsbankinn tók starfsemi SpKef sparisjóðs yfir í byrjun mars 2011, eða fyrir rúmu ári. Þá voru innlán og eignir færðar yfir í Landsbankann. Síðan hefur komið í ljós að þær eignir voru mun lakari en lagt var upp með. Íslenska ríkið, sem tryggir öll innlán vegna yfirlýsingar sem gefin var út við efnahagshrunið haustið 2008, telur að það eigi að greiða 11,1 milljarð króna með innlánunum. Landsbankinn metur upphæðina hins vegar um 30,6 milljarða króna. Til að leysa þennan ágreining var sett á fót úrskurðarnefnd í lok síðasta árs. Í henni sitja Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nefndarinnar, Sigríður Guðmundsdóttir endurskoðandi og Jón Bjarnason endurskoðandi. Á þessu ári hefur verið unnið að undirbúningi málsins og málsaðilar hafa skilað inn greinargerðum til nefndarinnar. Hvorki Landsbankinn né fjármálaráðuneytið hafa viljað gera þær greinargerðir opinberar. - þsj Fréttir Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Sjá meira
Landsbankinn bókfærði 30,6 milljarða króna kröfu á ríkissjóð í ársreikningi sínum fyrir árið 2011 vegna yfirtöku bankans á SpKef sparisjóði í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsbankans sem birtur var á föstudag. Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að skera úr um verðmæti eigna SpKef hefur þó ekki skilað niðurstöðu og því alls óljóst hver raunveruleg krafa bankans á ríkissjóð, sem telur sig skulda honum um 11 milljarða króna, verður. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið sagði bankinn að „ef niðurstaða úrskurðarnefndarinnar verður sú að ríkissjóður á að borga minna en þessi krafa er bókuð á, þá er hugsanlegt að framkvæma þurfi virðisrýrnun.[…] Á móti virðisrýrnun kröfunnar á ríkissjóð, kæmi þá væntanlega virðisaukning lánasafnsins, þar sem það myndi þá teljast verðmætara en við töldum það vera." Málflutningur fyrir úrskurðarnefnd sem á að skera úr um verðmæti eigna SpKef verður dagana 28. og 29. mars næstkomandi. Í kjölfarið mun nefndin taka sér umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu og er búist við að hún skili niðurstöðum í apríl. Landsbankinn tók starfsemi SpKef sparisjóðs yfir í byrjun mars 2011, eða fyrir rúmu ári. Þá voru innlán og eignir færðar yfir í Landsbankann. Síðan hefur komið í ljós að þær eignir voru mun lakari en lagt var upp með. Íslenska ríkið, sem tryggir öll innlán vegna yfirlýsingar sem gefin var út við efnahagshrunið haustið 2008, telur að það eigi að greiða 11,1 milljarð króna með innlánunum. Landsbankinn metur upphæðina hins vegar um 30,6 milljarða króna. Til að leysa þennan ágreining var sett á fót úrskurðarnefnd í lok síðasta árs. Í henni sitja Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nefndarinnar, Sigríður Guðmundsdóttir endurskoðandi og Jón Bjarnason endurskoðandi. Á þessu ári hefur verið unnið að undirbúningi málsins og málsaðilar hafa skilað inn greinargerðum til nefndarinnar. Hvorki Landsbankinn né fjármálaráðuneytið hafa viljað gera þær greinargerðir opinberar. - þsj
Fréttir Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Sjá meira