Íslenski boltinn

Danskur landsliðsmaður til Vals

Kolbein Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Danski framherjinn Johanna Rasmussen er gengin í raðir Valskvenna á láni frá Kristianstad í Svíþjóð. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

Rasmussen er komin með leikheimild og getur því leikið með Valskonum sem taka á móti ÍBV á Vodafone-vellinum annað kvöld. Hlé hefur verið gert á sænska kvennaboltanum þar til um miðjan ágúst. Kristianstad leikur næst 19. ágúst svo Rasmussen yfirgefur herbúðir Vals fyrir þann tíma.

Rasmussen er margreynd landsliðskona sem hefur skorað 24 mörk í 81 landsleik. Hún mun að öllum líkindum styrkja Valskonur mikið en gengi liðsins hefur verið undir væntingum. Liðið tapaði meðal annars á heimavelli gegn Aftureldingu í síðustu umferð.

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, þekkir vel til á Hlíðarenda enda þjálfaði hún kvennalið félagsins um árabil. Þá er Brett Maron, bandaríski markvörður Vals, kærasta Rasmussen svo af tengingum dönsku landsliðskonunar við Hlíðarendafélagið er nóg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×