Íslenski boltinn

Helena Ólafsdóttir hætt hjá FH

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Stefán
Helena Ólafsdóttir er hætt þjálfun meistaraflokksliðs kvenna í knattspyrnu hjá FH. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu hennar og meistaraflokksráðs Fimleikafélagsins sem birt var á heimasíðu félagsins í dag.

Helena stýrði liði FH til sigurs í 1. deild á síðustu leiktíð þar sem liðið vann alla deildarleikina. Liðið situr sem stendur í 7. sæti Pepsi-deildar kvenna með tíu stig. Liðið vann afar óvæntan 3-2 sigur á Breiðabliki í síðustu umferð deildarinnar en tapaði svo stórt, 6-1, gegn Val í Borgunarbikarnum á föstudagskvöldið.

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, sem aðstoðað hefur Helenu við þjálfun liðsins, tekur við stjórn FH-liðsins.



Yfirlýsinguna á vef FH má sjá hér
.


Tengdar fréttir

Árni: Ég harma það að missa Helenu

Helena Ólafsdóttir hætti með FH þrátt fyrir ósk FH-inga um að hún héldi áfram starfi sínu hjá félaginu. Þetta staðfesti Árni Guðmundsson, formaður rekstrarstjórnar meistaraflokks kvenna hjá FH, í samtali við Vísi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×