Viðskipti innlent

19 milljónir í ESB umfjöllun

EvrópumálAlþingi hefur úthlutað styrkjum að upphæð 19 milljónir króna til að stuðla að „opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu" um ESB. Styrkjum er skipt jafnt milli ESB-sinna og ESB-andstæðinga.

Í fyrri hópnum fær Sterkara Ísland fimm milljónir og Evrópusamtökin, Sjálfstæðir Íslendingar og Ungir Evrópusinnar fá 1,5 milljónir hvert.

Í þeim seinni fær Heimssýn 4,5 milljónir, Evrópuvaktin og Ísafold fá 1,5 milljónir hvort og Samstaða þjóðar og Samtök um rannsóknir á ESB fá 1 milljón hvort.

Verkefnin eru margvísleg, meðal annars fundaraðir, gerð kynningarefnis og úttektir á kostum og göllum ESB-aðildar. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×