Ásdís Rán og Conlin eiga sameiginlega vini í Los Angeles þar sem leikkonan býr og starfar en Ásdís aðstoðaði Conlin þegar hún kom fyrst til landsins í haust. "Það er oft haft samband við mig þegar verið er að fara að heimsækja Ísland og ég beðin um að mæla með hvað er best að gera og gerði ég það fyrir Michaelu," segir Ásdís, sem er stödd hér á landi í stuttu jólafríi en heldur aftur til Búlgaríu eftir nokkra daga.
Conlin, sem á ættir sínar að rekja til Kína og Írlands, er hvað frægust fyrir hlutverk sitt sem meinatæknirinn Angela Montenegro í sjónvarpsþáttaröðinni Bones sem sýnd er á Stöð 2. Conlin hefur leikið í þáttunum frá því að þeir byrjuðu árið 2005. Einnig hefur hún farið með hlutverk í kvikmyndunum The Lincoln Lawyer, Enchanted og Open Window. Arnar Gunnlaugs er hins vegar þekktur fyrir færni sína á fótboltavellinum og sem einn af eigendum umboðsskrifstofunnar Total Football.

Arnar vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gær.
alfrun@frettabladid.is
- Hér má sjá mynd af leikkonunni fagna á Austur (mynd #2 í myndasafni).