Fjölbreytni í framhaldsskólum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. janúar 2012 06:00 Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að menntamálaráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að ákveða að taka frá 45 prósent fyrir forgangshópa sem voru nemendur úr grunnskólum í nágrenni framhaldsskólanna. Tilefnið var kvörtun tveggja nemenda sem voru að útskrifast úr grunnskóla og töldu að nemendum væri með ákvörðun ráðuneytisins mismunað eftir búsetu vegna þess að ekki stæði sams konar nám til boða í öllum framhaldsskólum. Frelsi þeirra til náms að eigin vali væri því skert. Ákvörðun ráðuneytisins var tilkomin til að mæta skyldum stjórnvalda frá 2008 til þess að sjá öllum nemendum undir átján ára aldri fyrir tilboði um framhaldsmenntun. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra bendir á í frétt hér í blaðinu að innritun árið 2009 hafi ekki gengið sem skyldi og ekki verið lokið fyrr en um það bil sem skólastarf hófst. Á þeim forsendum hafi verið ákveðið að breyta innritunarreglum. Samkvæmt áliti umboðsmanns var ákvörðunin hins vegar íþyngjandi fyrir nemendur og vegna þess að hún takmarkaði aðgang borgara að þjónustu þá hafi lagastoð þurft að vera mjög skýr sem hún er ekki í þessu tilviki. Álit umboðsmanns leiðir til þess að hafðar verða hraðar hendur til þess að tryggja að ekki ríki óvissa þegar farið verður að innrita í vor. Í framhaldinu verður svo horft til lengri tíma varðandi mótun innritunarreglna. Það skiptir auðvitað miklu að eyða óvissu sem fyrst þannig að þeir nemendur sem ljúka grunnskólanámi sínu í vor vita að hverju þeir ganga. Í framhaldinu skiptir svo máli að stöðugleiki ríki um það eftir hvaða reglum nemendur eru teknir inn í framhaldsskóla. Hitt er svo kjarni málsins að öllum nemendum standi að loknum grunnskóla til boða nám sem þeir geta notið sín í, nám þar sem þeim er gefinn kostur á að rækta hæfileika sína og uppgötva nýja, nám sem undirbýr þá undir að takast á við fjölbreytt nám og störf í framtíðinni. Í framhaldsskólum verður sá listræni að geta stundað nám þar sem áhersla er lögð á sköpun, sú handlagna að eiga kost á námi þar sem áhersla er lögð á handverk, sá tónelski að geta iðkað og numið tónlist og áfram mætti lengi telja og sú sem hefur áhuga á bóknámi að geta einbeitt sér að því. Námsframboð íslenskra framhaldsskóla er býsna fjölbreytt. Þó virðist sem hlutur og einsleitni bóknáms sé fullmikill. Einnig má ætla að sú virðing sem borin er fyrir bóknámi umfram verknám standi að einhverju leyti nemendum fyrir þrifum varðandi val á framhaldsskólanámi. Mikilvægt er að auka fremur við fjölbreytni í námsframboði framhaldsskóla en draga úr henni og að framhaldsskólanámið nýtist sem flestum nemendum sem best. Það verður áreiðanlega betur gert með því að beita öðrum reglum við val á nemendum inn í framhaldsskóla en að miða við þann grunnskóla sem barnið sótti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að menntamálaráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að ákveða að taka frá 45 prósent fyrir forgangshópa sem voru nemendur úr grunnskólum í nágrenni framhaldsskólanna. Tilefnið var kvörtun tveggja nemenda sem voru að útskrifast úr grunnskóla og töldu að nemendum væri með ákvörðun ráðuneytisins mismunað eftir búsetu vegna þess að ekki stæði sams konar nám til boða í öllum framhaldsskólum. Frelsi þeirra til náms að eigin vali væri því skert. Ákvörðun ráðuneytisins var tilkomin til að mæta skyldum stjórnvalda frá 2008 til þess að sjá öllum nemendum undir átján ára aldri fyrir tilboði um framhaldsmenntun. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra bendir á í frétt hér í blaðinu að innritun árið 2009 hafi ekki gengið sem skyldi og ekki verið lokið fyrr en um það bil sem skólastarf hófst. Á þeim forsendum hafi verið ákveðið að breyta innritunarreglum. Samkvæmt áliti umboðsmanns var ákvörðunin hins vegar íþyngjandi fyrir nemendur og vegna þess að hún takmarkaði aðgang borgara að þjónustu þá hafi lagastoð þurft að vera mjög skýr sem hún er ekki í þessu tilviki. Álit umboðsmanns leiðir til þess að hafðar verða hraðar hendur til þess að tryggja að ekki ríki óvissa þegar farið verður að innrita í vor. Í framhaldinu verður svo horft til lengri tíma varðandi mótun innritunarreglna. Það skiptir auðvitað miklu að eyða óvissu sem fyrst þannig að þeir nemendur sem ljúka grunnskólanámi sínu í vor vita að hverju þeir ganga. Í framhaldinu skiptir svo máli að stöðugleiki ríki um það eftir hvaða reglum nemendur eru teknir inn í framhaldsskóla. Hitt er svo kjarni málsins að öllum nemendum standi að loknum grunnskóla til boða nám sem þeir geta notið sín í, nám þar sem þeim er gefinn kostur á að rækta hæfileika sína og uppgötva nýja, nám sem undirbýr þá undir að takast á við fjölbreytt nám og störf í framtíðinni. Í framhaldsskólum verður sá listræni að geta stundað nám þar sem áhersla er lögð á sköpun, sú handlagna að eiga kost á námi þar sem áhersla er lögð á handverk, sá tónelski að geta iðkað og numið tónlist og áfram mætti lengi telja og sú sem hefur áhuga á bóknámi að geta einbeitt sér að því. Námsframboð íslenskra framhaldsskóla er býsna fjölbreytt. Þó virðist sem hlutur og einsleitni bóknáms sé fullmikill. Einnig má ætla að sú virðing sem borin er fyrir bóknámi umfram verknám standi að einhverju leyti nemendum fyrir þrifum varðandi val á framhaldsskólanámi. Mikilvægt er að auka fremur við fjölbreytni í námsframboði framhaldsskóla en draga úr henni og að framhaldsskólanámið nýtist sem flestum nemendum sem best. Það verður áreiðanlega betur gert með því að beita öðrum reglum við val á nemendum inn í framhaldsskóla en að miða við þann grunnskóla sem barnið sótti.