Ytri-Rangá: Níu komnir í gegnum teljarann Trausti Hafliðason skrifar 12. júní 2012 15:02 Við Ægissíðufoss. Mynd / Trausti Hafliðason Óhætt er að segja að útlitið sé gott fyrir Ytri-Rangá í sumar. Nú þegar eru níu laxar komnir í gegnum laxastigann við Ægissíðufoss og enn eru tvær vikur í opnun. Stefán Sigurðsson, hjá Lax-Á, segir þetta góðar fréttir. "Venjulega þegar áin er opnuð, 24. júní, hafa verið komnir svona á bilinu 5 til 7 laxar í gegnum stigann. Núna eru níu laxar farnir upp og júní ekki hálfnaður. Þetta veit á gott." Matthías Þorsteinsson, sem hefur verið veiðivörður í Ytri-Rangá síðustu fjögur sumur og á þeim tíma fært tæplega 37 þúsund laxa til bókar, man ekki eftir svona mörgum snemmgengnum löxum áður. "Það er ómögulegt að segja hvað veldur, ætli líklegasta skýringin sé ekki sú að skilyrðin í sjónum séu óvenju góð," segir Matthías. "Af þeim níu sem komnir eru í gegnum teljarann er enginn undir 70 sentímetrum. Fyrsti laxinn fór í gegn þann 30. maí. Tveir komu 31. maí, einn 9. júní og síðan komu fimm í gær." Matthías segir að þó erfitt sé að spá fyrir um veiðina í sumar séu góðar líkur á að opnunin í Ytri-Rangá verði góð. Mest hafi veiðst 9 laxar í opnuninni en það hafi gerst nokkrum sinnum. Eins og flestir vita er mikið af gönguseiðum sleppt í Ytri-Rangá. Matthías segir að seiðin hafi verið sett í tjarnir í lok apríl og nú sé hann að gefa þeim kvölds og morgna. Hann segir að venjulega fari þau til sjávar upp úr miðjum júlí, það gæti þó breyst í sumar ef áfram verði hlýtt veðri. Þá kunni þau að fara mun fyrr. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Óhætt er að segja að útlitið sé gott fyrir Ytri-Rangá í sumar. Nú þegar eru níu laxar komnir í gegnum laxastigann við Ægissíðufoss og enn eru tvær vikur í opnun. Stefán Sigurðsson, hjá Lax-Á, segir þetta góðar fréttir. "Venjulega þegar áin er opnuð, 24. júní, hafa verið komnir svona á bilinu 5 til 7 laxar í gegnum stigann. Núna eru níu laxar farnir upp og júní ekki hálfnaður. Þetta veit á gott." Matthías Þorsteinsson, sem hefur verið veiðivörður í Ytri-Rangá síðustu fjögur sumur og á þeim tíma fært tæplega 37 þúsund laxa til bókar, man ekki eftir svona mörgum snemmgengnum löxum áður. "Það er ómögulegt að segja hvað veldur, ætli líklegasta skýringin sé ekki sú að skilyrðin í sjónum séu óvenju góð," segir Matthías. "Af þeim níu sem komnir eru í gegnum teljarann er enginn undir 70 sentímetrum. Fyrsti laxinn fór í gegn þann 30. maí. Tveir komu 31. maí, einn 9. júní og síðan komu fimm í gær." Matthías segir að þó erfitt sé að spá fyrir um veiðina í sumar séu góðar líkur á að opnunin í Ytri-Rangá verði góð. Mest hafi veiðst 9 laxar í opnuninni en það hafi gerst nokkrum sinnum. Eins og flestir vita er mikið af gönguseiðum sleppt í Ytri-Rangá. Matthías segir að seiðin hafi verið sett í tjarnir í lok apríl og nú sé hann að gefa þeim kvölds og morgna. Hann segir að venjulega fari þau til sjávar upp úr miðjum júlí, það gæti þó breyst í sumar ef áfram verði hlýtt veðri. Þá kunni þau að fara mun fyrr.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði