Lífið

Hita upp fyrir Chili Peppers

spennandi sumar Árni Hjörvar og félagar hita upp fyrir Red Hot Chili Peppers í sumar.
spennandi sumar Árni Hjörvar og félagar hita upp fyrir Red Hot Chili Peppers í sumar.
Breska hljómsveitin The Vaccines með Árna Hjörvar Árnason á bassanum hitar upp fyrir hinar heimsfrægu hljómsveitir Red Hot Chili Peppers og The Stone Roses í sumar.

Alls hitar sveitin níu sinnum upp fyrir Red Hot Chili Peppers í sumar, þar á meðal á þjóðarleikvangi Frakka, State de France, og á stórum leikvöngum í Rússlandi, Finnlandi og víðar. Rokkararnir í The Stone Roses hyggja á endurkomu eftir langt hlé með tónleikum í Manchester og verður The Vaccines á meðal upphitunaratriða 29. júní.

The Vaccines er greinilega eftirsótt því hún hitar einnig upp fyrir Noel Gallagher úr Oasis í Gdansk í Póllandi 20. júní. Tónleikarnir eru haldnir af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, í tilefni af Evrópukeppninni í fótbolta sem fer fram þar í landi.

Auk þess að hita upp fyrir þekkta flytjendur spila Árni Hjörvar og félagar á flestum stærstu tónlistarhátíðunum í sumar, þar á meðal Rock Werchter í Belgíu, Benicassim á Spáni, Reading á Englandi og Summersonic í Japan.

Hljómsveitin gefur út fyrsta smáskífulagið af næstu plötu sinni 8. júlí. Lagið nefnist No Hope en platan kallast The Vaccines Come Of Age. Hún lítur dagsins ljós 3. september. Fyrsta plata sveitarinnar, What Did You Expect from the Vaccines?, kom út í fyrra og náði fjórða sæti breska breiðskífulistans.-fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.