Loðin fortíð Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. júní 2012 06:00 Sjálfsmynd er skemmtilegt fyrirbæri. Tilvera okkar er uppfull af táknum sem eiga að minna okkur á hver við erum og hvaðan við komum og hvers vegna við tilheyrum þeim klúbbum sem við teljum okkur tilheyra; hvort sem um Samtök örvhentra frímerkjasafnara eða íslensku þjóðina er að ræða. Eða útvegsmenn. Eða landsbyggðarfólk. Eða Reykvíkinga. Eða íbúa í einhverju póstnúmeri. Eða Dire Straits-aðdáendur. Eða félaga í stuðningshópi um bætta umræðumenningu, en það er hópur sem hittist reglulega á Alþingi og úttalar sig um ýmis mál. Íslenska lopapeysan er eitt af þessum táknum. Trauðla finnst sú auglýsingaherferð erlendis sem heilla á ferðamenn sem ekki inniheldur að minnsta kosti eina fyrirsætu í íslenskri lopapeysu. Okkur finnst fátt verra en að hún sé prjónuð í Kína og þingmaður nokkur telur aldagamla sögu hennar samofna íslenskri þjóðarvitund. Þeir sem vilja ekki breyta kvótakerfinu hafa síðan fundið samnefnara fyrir andstæðinga sína í kaffi latté, en vandfundinn er drykkur sem oftar hefur verið skrifað um en það mjólkursull. Raunar sýnir leit á internetinu að strax árið 1958 er byrjað að skrifa um lattéið og þá algjörlega ótengt fiskveiðum. Í Vísi er sagt frá opnun nýrrar kaffistofu, Mokka, en Guðmundur Baldvinsson, sem ræður fyrir henni, kynnti sér kaffimenningu Ítala, þar með talið „Café-latte" og bauð upp á það á Mokka. Lattéið og lopapeysan eiga sér því svipað langa sögu hér á landi, en á heimasíðu Handprjónasambands Íslands segir að peysan góða hafi skotið upp kollinum á sjötta áratug síðustu aldar. Engu að síður er, í hugum sumra, lopapeysan tákn fyrir allt sem íslenskt er, hinn sjálfstæða bónda í fagurri nátturu, sjómanninn saltbarða sem tekst á við úfnar öldur Ægis. Lattéið er hins vegar, í hugum þeirra sömu, tákn um leti og ómennsku borgarbarna sem orðið hafa sollinum að bráð. Reyndar eru margir á Mokka í lopapeysum og segja má að lopapeysan og lattéið hafi runni saman í eitt á kaffihúsum í 101. Tákn eru fín til síns brúks, en þau eru ekkert meira en tákn. Það fólk sem byggir tilveru sína og hugmyndir á þeim er pínulítið týnt. Það segir kannski sína sögu um ótta margra um hvert við stefnum að þeir vita ekki einu sinni hvaðan við komum og halda sér dauðahaldi í tákn eins og lopapeysuna. Sem er ekkert annað en sniðug flík til að halda á sér hita. Ásunnudaginn stígur síðan tákn táknanna, sjálf fjallkonan, fram á sviðið. Það er fínt, hún er verseruð sem þjóðartákn um alla Evrópu í rómantík 19. aldar og kann sitt fag, bæði hér á Íslandi sem annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðanir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sjálfsmynd er skemmtilegt fyrirbæri. Tilvera okkar er uppfull af táknum sem eiga að minna okkur á hver við erum og hvaðan við komum og hvers vegna við tilheyrum þeim klúbbum sem við teljum okkur tilheyra; hvort sem um Samtök örvhentra frímerkjasafnara eða íslensku þjóðina er að ræða. Eða útvegsmenn. Eða landsbyggðarfólk. Eða Reykvíkinga. Eða íbúa í einhverju póstnúmeri. Eða Dire Straits-aðdáendur. Eða félaga í stuðningshópi um bætta umræðumenningu, en það er hópur sem hittist reglulega á Alþingi og úttalar sig um ýmis mál. Íslenska lopapeysan er eitt af þessum táknum. Trauðla finnst sú auglýsingaherferð erlendis sem heilla á ferðamenn sem ekki inniheldur að minnsta kosti eina fyrirsætu í íslenskri lopapeysu. Okkur finnst fátt verra en að hún sé prjónuð í Kína og þingmaður nokkur telur aldagamla sögu hennar samofna íslenskri þjóðarvitund. Þeir sem vilja ekki breyta kvótakerfinu hafa síðan fundið samnefnara fyrir andstæðinga sína í kaffi latté, en vandfundinn er drykkur sem oftar hefur verið skrifað um en það mjólkursull. Raunar sýnir leit á internetinu að strax árið 1958 er byrjað að skrifa um lattéið og þá algjörlega ótengt fiskveiðum. Í Vísi er sagt frá opnun nýrrar kaffistofu, Mokka, en Guðmundur Baldvinsson, sem ræður fyrir henni, kynnti sér kaffimenningu Ítala, þar með talið „Café-latte" og bauð upp á það á Mokka. Lattéið og lopapeysan eiga sér því svipað langa sögu hér á landi, en á heimasíðu Handprjónasambands Íslands segir að peysan góða hafi skotið upp kollinum á sjötta áratug síðustu aldar. Engu að síður er, í hugum sumra, lopapeysan tákn fyrir allt sem íslenskt er, hinn sjálfstæða bónda í fagurri nátturu, sjómanninn saltbarða sem tekst á við úfnar öldur Ægis. Lattéið er hins vegar, í hugum þeirra sömu, tákn um leti og ómennsku borgarbarna sem orðið hafa sollinum að bráð. Reyndar eru margir á Mokka í lopapeysum og segja má að lopapeysan og lattéið hafi runni saman í eitt á kaffihúsum í 101. Tákn eru fín til síns brúks, en þau eru ekkert meira en tákn. Það fólk sem byggir tilveru sína og hugmyndir á þeim er pínulítið týnt. Það segir kannski sína sögu um ótta margra um hvert við stefnum að þeir vita ekki einu sinni hvaðan við komum og halda sér dauðahaldi í tákn eins og lopapeysuna. Sem er ekkert annað en sniðug flík til að halda á sér hita. Ásunnudaginn stígur síðan tákn táknanna, sjálf fjallkonan, fram á sviðið. Það er fínt, hún er verseruð sem þjóðartákn um alla Evrópu í rómantík 19. aldar og kann sitt fag, bæði hér á Íslandi sem annars staðar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun