Vöntun á plani Þórður snær júlíusson skrifar 12. júní 2012 06:00 Ferðamönnum sem heimsækja Ísland fer ört fjölgandi. Í fyrra komu hingað 566.600 manns sem var um 15,7 prósentum fleiri en árið áður. Fjöldi þeirra hefur nær tvöfaldast frá aldamótum. Samhliða hefur ferðaþjónusta orðin ein af meginstoðum Íslands við öflun gjaldeyristekna. Í Fréttablaðinu í síðustu viku kom hins vegar fram að hver einstakur ferðamaður sem kemur til landsins er að eyða minna fé hérlendis. Samkvæmt tölum frá DataMarket, sem sýna kortaveltu erlendra ferðamanna, eyddi hver ferðamaður rúmum tíu prósentum minna í evrum talið á Íslandi í fyrra en hann gerði árið 2007. Ef borið er saman við árið 2003 er munurinn enn meiri, eða tæp þrettán prósent. Okkur er því að takast að fjölga ferðamönnum, en hver þeirra er að skapa minni gjaldeyristekjur fyrir okkur. Auðvitað leikur fall íslensku krónunnar stóra rullu í þessari þróun. Fyrir bankahrun var gengi hennar skráð afar hátt á baki bóluhagkerfisins og því mjög dýrt að heimsækja landið. Í dag er það orðið hræódýrt að mörgu leyti og gerlegt fyrir efnaminni ferðamenn að sækja það heim. Vegna mikilvægis ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið mætti ætla að það væri til stórtækt gagnasafn um þennan geira og að skýr stefna væri til staðar meðal stjórnvalda um með hvaða hætti ætti að nýta þá auðlind sem ferðaþjónustan er. Svo er þó ekki. Fagaðilar segja að tilfinnanlega skorti meiri rannsóknir og betri greiningar á geiranum. Einhverjar markhópagreiningar og viðhorfskannanir hafa verið gerðar og átökum á borð við „Ísland allt árið" og „Inspired by Iceland" hefur verið ýtt úr vör. En það er fjarri því að vera nóg. Ör fjölgun ferðamanna er nefnilega að stuðla að auknum ágangi á vinsæla ferðamannastaði og gætir vaxandi óánægju meðal þeirra með mannmergðina sem myndast á þeim. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður sagði í Fréttablaðinu í síðustu viku að ferðaþjónustugeirinn þyrfti að taka sér tak og leggja sitt af mörkum í þessum málum. „Það má ekki ríkja gullgrafaraástand í ferðaþjónustunni," sagði Ólína. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar, svaraði þingmanninum og sagði viðbrögð kosta peninga. Hvorki hafi verið sett mikið fé í rannsóknir né uppbyggingu á ferðamannastöðum og að stjórnsýslan þyrfti að setja peninga í ferðaþjónustuna þegar hún er orðin svona öflug. Það er löngu orðið tímabært að bæði hið opinbera og þeir sem starfa innan ferðaþjónustunnar taki höndum saman og nálgist umgjörð hennar sem atvinnuvegar heildrænt. Það er orðið tímabært að þeir átti sig á að náttúra landsins, sem dregur að 80 prósent allra erlendra ferðamanna, er auðlind sem getur eyðst ef ekki er hlúð almennilega að henni. Á sama hátt og við höfum sett á fót kvótakerfi til að vernda sjálfbærni sjávarútvegs og erum að smíða rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma þurfum við að ákveða til langs tíma hvað við ætlum okkur í ferðaþjónustu, hvaða svæði við ætlum undir það og hvernig við ætlum að byggja upp þau svæði til að ráða við þann ágang sem fylgir auknum ferðamannastraumi. Á sama hátt og við reynum að fá sem best verð fyrir sjávarafurðir og kílóvattstundir þá verðum við skipulega að auka arðsemi okkar af hverjum ferðamanni. Við þurfum að hugsa um gæði, ekki magn. Annars gæti ferðaþjónustustoðin horfið jafn snöggt og hún birtist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Ferðamönnum sem heimsækja Ísland fer ört fjölgandi. Í fyrra komu hingað 566.600 manns sem var um 15,7 prósentum fleiri en árið áður. Fjöldi þeirra hefur nær tvöfaldast frá aldamótum. Samhliða hefur ferðaþjónusta orðin ein af meginstoðum Íslands við öflun gjaldeyristekna. Í Fréttablaðinu í síðustu viku kom hins vegar fram að hver einstakur ferðamaður sem kemur til landsins er að eyða minna fé hérlendis. Samkvæmt tölum frá DataMarket, sem sýna kortaveltu erlendra ferðamanna, eyddi hver ferðamaður rúmum tíu prósentum minna í evrum talið á Íslandi í fyrra en hann gerði árið 2007. Ef borið er saman við árið 2003 er munurinn enn meiri, eða tæp þrettán prósent. Okkur er því að takast að fjölga ferðamönnum, en hver þeirra er að skapa minni gjaldeyristekjur fyrir okkur. Auðvitað leikur fall íslensku krónunnar stóra rullu í þessari þróun. Fyrir bankahrun var gengi hennar skráð afar hátt á baki bóluhagkerfisins og því mjög dýrt að heimsækja landið. Í dag er það orðið hræódýrt að mörgu leyti og gerlegt fyrir efnaminni ferðamenn að sækja það heim. Vegna mikilvægis ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið mætti ætla að það væri til stórtækt gagnasafn um þennan geira og að skýr stefna væri til staðar meðal stjórnvalda um með hvaða hætti ætti að nýta þá auðlind sem ferðaþjónustan er. Svo er þó ekki. Fagaðilar segja að tilfinnanlega skorti meiri rannsóknir og betri greiningar á geiranum. Einhverjar markhópagreiningar og viðhorfskannanir hafa verið gerðar og átökum á borð við „Ísland allt árið" og „Inspired by Iceland" hefur verið ýtt úr vör. En það er fjarri því að vera nóg. Ör fjölgun ferðamanna er nefnilega að stuðla að auknum ágangi á vinsæla ferðamannastaði og gætir vaxandi óánægju meðal þeirra með mannmergðina sem myndast á þeim. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður sagði í Fréttablaðinu í síðustu viku að ferðaþjónustugeirinn þyrfti að taka sér tak og leggja sitt af mörkum í þessum málum. „Það má ekki ríkja gullgrafaraástand í ferðaþjónustunni," sagði Ólína. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar, svaraði þingmanninum og sagði viðbrögð kosta peninga. Hvorki hafi verið sett mikið fé í rannsóknir né uppbyggingu á ferðamannastöðum og að stjórnsýslan þyrfti að setja peninga í ferðaþjónustuna þegar hún er orðin svona öflug. Það er löngu orðið tímabært að bæði hið opinbera og þeir sem starfa innan ferðaþjónustunnar taki höndum saman og nálgist umgjörð hennar sem atvinnuvegar heildrænt. Það er orðið tímabært að þeir átti sig á að náttúra landsins, sem dregur að 80 prósent allra erlendra ferðamanna, er auðlind sem getur eyðst ef ekki er hlúð almennilega að henni. Á sama hátt og við höfum sett á fót kvótakerfi til að vernda sjálfbærni sjávarútvegs og erum að smíða rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma þurfum við að ákveða til langs tíma hvað við ætlum okkur í ferðaþjónustu, hvaða svæði við ætlum undir það og hvernig við ætlum að byggja upp þau svæði til að ráða við þann ágang sem fylgir auknum ferðamannastraumi. Á sama hátt og við reynum að fá sem best verð fyrir sjávarafurðir og kílóvattstundir þá verðum við skipulega að auka arðsemi okkar af hverjum ferðamanni. Við þurfum að hugsa um gæði, ekki magn. Annars gæti ferðaþjónustustoðin horfið jafn snöggt og hún birtist.