Íslenski boltinn

Kate Deines: Getustigið svipað | Myndasyrpa úr Garðabænum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Daníel
Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Þór/KA í framlengdum leik í Garðabænum.

Stjarnan tefldi fram tveimur nýjum erlendum leikmönnum í kvöld. Kate Deines og Veronica Perez, sem voru síðast á mála hjá Seattle Sounders í Bandaríkjunum, stóðu sig vel í kvöld.

„Mér líður frábærlega af þeirri ástæðu einni að við lönduðum sigri eftir þvílíka baráttu allan leikinn. Ég er stolt af okkur að hafa klárað þetta," sagði Deines í leikslok.

Deines átti frábæran leik með Stjörnunni, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hún réð gangi mála á miðjunni.

„Ég man ekki eftir því hvenær ég spilaði síðast í framlengingu þ.a. seinustu þrjátíu mínúturnar voru erfiðar. En stelpurnar voru allar orkumiklar og hjálpuðu mér í gegnum þetta," segir Deines.

Hún segir þær Perez hafa leikið saman sem hálfatvinnumenn hjá Seattle Sounders FC en tímabilinu þar sé nýlokið.

„Eftir að atvinnumannadeildin var lögð niður vildum við reyna fyrir okkur utan landsteinanna og því komum við hingað," segir Deines og vill meina að getustigið hjá Sounders.

„Ég myndi segja að meira sé um baráttu og vinnslu hérna eins og sást í framlengingunni þar sem allar gáfu allt sem þær áttu í leikinn," sagði Bandaríkjakonan geðþekka.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti í Garðabæinn í kvöld og tók þessar myndir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×