ÓL-Pistill: Ég keppi í eltingaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2012 07:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Í dag verða Ólympíuleikarnir settir og er ekki annað að sjá en að allt sé til reiðu hjá Bretunum. Þetta er mesta íþróttahátíð heimsins og teljast Ólympíuleikarnir til heimsviðburða, hvort sem er á sviði íþróttanna eða ekki. Hér eru allir bestu íþróttamenn heims samankomnir en þó svo að athyglin beinist að þeim sem keppa um verðlaunin er sjálft íþróttafólkið aðeins brotabrot af þeim gríðarmikla fjölda sem tengist Ólympíuleikunum á einn eða annan hátt. Ég er nú búinn að vera hér í Lundúnum í tvo daga og því rétt svo byrjaður að kynnast starfseminni – þá helst þeirri sem snýr að fjölmiðlamönnum. Og það fyrsta sem mér datt í hug við komuna hingað í Ólympíugarðinn er hvernig í ósköpunum mönnum tókst að skipuleggja þetta allt saman. Umfangið er gríðarlega mikið og við fyrstu sýn einfaldlega yfirþyrmandi. Á aðalsvæðinu, sem nefnist Olympic Park, eru átta leikvangar þar sem keppt er í ellefu íþróttagreinum en þar er líka sjálft Ólympíuþorpið þar sem eru vistaverur íþróttamanna og þeirra fylgifólks. Svæðið er 2,5 ferkílómetrar á stærð eða á við 357 knattspyrnuvelli. Fyrir blaðamenn og ljósmyndara er búið að reisa risastórt hús sem verður minn heimavöllur á meðan á leikunum stendur. Við hliðina á því húsi er annað (og miklu stærra) hús sem er eingöngu fyrir þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá leikunum. Hótelið sem ég dvelst á er miðsvæðis í Lundúnum, í Covent Garden. Í þeirri grennd er Russel Square og er þar búið að koma upp stærðarinnar umferðarmiðstöð þar sem rútur flytja fjölmiðlamenn á keppnisstaðina. Það er nefnilega keppt í 39 íþróttagreinum á leikunum á sautján stöðum víðs vegar um borgina, ef Ólympíugarðurinn er frátalinn. Innan Ólympíugarðsins sjálfs eru svo einnig rútur sem ferja fjölmiðlamenn á milli keppnishalla, enda væri ég líklega um klukkustund að labba í sundhöllina sem er í hinum enda garðsins. Það er þó ekki gert ráð fyrir því að taka rútu í Koparboxið, þar sem riðlakeppni handboltans fer fram, enda í göngufæri. Samt tekur það mig um 20 mínútur að labba þessa leið, sem virtist svo stutt á kortinu sem ég kynnti mér áður en ég hélt utan. Við komuna í blaðamannahöllina fékk ég leiðarvísi fyrir rútusamgöngurnar. Hann er tæplega 200 blaðsíður. En samgöngur fyrir fjölmiðlamenn og aðra starfsmenn eru aðeins brot af þeirri starfsemi sem búið er að setja á laggirnar fyrir leikana en þetta ætti að veita innsýn í hversu mikið umfangið er. Ballið byrjar svo á morgun. Íslendingarnir 27 keppa í samtals sex greinum og í þremur þeirra (badminton, júdó og skotfimi) utan Ólympíugarðsins. Kári Steinn Karlsson keppir svo í maraþoni karla á lokakeppnisdeginum og geri ég nú ekki ráð fyrir að fylgja honum eftir hvert fótmál – nema þá að ég verði í það góðri æfingu eftir að hafa elt uppi hina íslensku keppendurna í rúmar tvær vikur. Pistillinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Í dag verða Ólympíuleikarnir settir og er ekki annað að sjá en að allt sé til reiðu hjá Bretunum. Þetta er mesta íþróttahátíð heimsins og teljast Ólympíuleikarnir til heimsviðburða, hvort sem er á sviði íþróttanna eða ekki. Hér eru allir bestu íþróttamenn heims samankomnir en þó svo að athyglin beinist að þeim sem keppa um verðlaunin er sjálft íþróttafólkið aðeins brotabrot af þeim gríðarmikla fjölda sem tengist Ólympíuleikunum á einn eða annan hátt. Ég er nú búinn að vera hér í Lundúnum í tvo daga og því rétt svo byrjaður að kynnast starfseminni – þá helst þeirri sem snýr að fjölmiðlamönnum. Og það fyrsta sem mér datt í hug við komuna hingað í Ólympíugarðinn er hvernig í ósköpunum mönnum tókst að skipuleggja þetta allt saman. Umfangið er gríðarlega mikið og við fyrstu sýn einfaldlega yfirþyrmandi. Á aðalsvæðinu, sem nefnist Olympic Park, eru átta leikvangar þar sem keppt er í ellefu íþróttagreinum en þar er líka sjálft Ólympíuþorpið þar sem eru vistaverur íþróttamanna og þeirra fylgifólks. Svæðið er 2,5 ferkílómetrar á stærð eða á við 357 knattspyrnuvelli. Fyrir blaðamenn og ljósmyndara er búið að reisa risastórt hús sem verður minn heimavöllur á meðan á leikunum stendur. Við hliðina á því húsi er annað (og miklu stærra) hús sem er eingöngu fyrir þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá leikunum. Hótelið sem ég dvelst á er miðsvæðis í Lundúnum, í Covent Garden. Í þeirri grennd er Russel Square og er þar búið að koma upp stærðarinnar umferðarmiðstöð þar sem rútur flytja fjölmiðlamenn á keppnisstaðina. Það er nefnilega keppt í 39 íþróttagreinum á leikunum á sautján stöðum víðs vegar um borgina, ef Ólympíugarðurinn er frátalinn. Innan Ólympíugarðsins sjálfs eru svo einnig rútur sem ferja fjölmiðlamenn á milli keppnishalla, enda væri ég líklega um klukkustund að labba í sundhöllina sem er í hinum enda garðsins. Það er þó ekki gert ráð fyrir því að taka rútu í Koparboxið, þar sem riðlakeppni handboltans fer fram, enda í göngufæri. Samt tekur það mig um 20 mínútur að labba þessa leið, sem virtist svo stutt á kortinu sem ég kynnti mér áður en ég hélt utan. Við komuna í blaðamannahöllina fékk ég leiðarvísi fyrir rútusamgöngurnar. Hann er tæplega 200 blaðsíður. En samgöngur fyrir fjölmiðlamenn og aðra starfsmenn eru aðeins brot af þeirri starfsemi sem búið er að setja á laggirnar fyrir leikana en þetta ætti að veita innsýn í hversu mikið umfangið er. Ballið byrjar svo á morgun. Íslendingarnir 27 keppa í samtals sex greinum og í þremur þeirra (badminton, júdó og skotfimi) utan Ólympíugarðsins. Kári Steinn Karlsson keppir svo í maraþoni karla á lokakeppnisdeginum og geri ég nú ekki ráð fyrir að fylgja honum eftir hvert fótmál – nema þá að ég verði í það góðri æfingu eftir að hafa elt uppi hina íslensku keppendurna í rúmar tvær vikur.
Pistillinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti