Lífið

Trúlofunin var uppspuni

Marilyn Manson er ekki trúlofaður Seraphim Ward. Samkvæmt talsmanni Mansons hefur hann aldrei hitt konuna.
Marilyn Manson er ekki trúlofaður Seraphim Ward. Samkvæmt talsmanni Mansons hefur hann aldrei hitt konuna. nordicphotos/getty
Tónlistarmaðurinn Marilyn Manson er ekki trúlofaður kvikmyndagerðakonunni Seraphim Ward líkt og kom fram í tímaritinu Life & Style.

Ward sendi frá sér tilkynningu um trúlofun sína og Manson til tímaritsins sem birti fréttina án þess að fá hana staðfesta frá Manson sjálfum. Talsmaður rokkarans hafði samband við tímaritið og leiðrétti misskilninginn. „Fréttin er ekki rétt. Manson hefur aldrei hitt umrædda konu," sagði talsmaður Manson.

Söngvarinn er því enn laus og liðugur sem ætti án efa að gleðja einhverja aðdáendur kappans.


Tengdar fréttir

Trúlofuð eftir 5 vikur

Rokkarinn Marilyn Manson trúlofaðist kvikmyndagerðarkonunni Seraphim Ward fyrir helgi. Parið hefur þekkst í fimm vikur en vill ekkert fremur en að eyða ævinni saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.