Lífið

Átti erfitt með að fóta sig í bransanum

Heidi Klum segist hafa átt erfitt með að fá vinnu þegar hún hóf feril sinn sem fyrirsæta.
Heidi Klum segist hafa átt erfitt með að fá vinnu þegar hún hóf feril sinn sem fyrirsæta. nordicphotos/getty
Fyrirsætan Heidi Klum átti í miklum erfiðleikum með að fá vinnu í upphafi ferils síns. Þetta segir Klum í nýju viðtali við Allure Magazine.

„Ég tók ekki þátt í tískusýningum í París, Berlín eða New York. Ég reyndi mitt ýtrasta en enginn vildi ráða mig því ég þótti of brjóstgóð og aðeins of stutt. Í hátískunni sér maður ekki stúlkur með stór brjóst og það eina sem ég vildi verða var fyrirsæta,“ sagði Klum sem ákvað í kjölfarið að leita annarra leiða til að láta draum sinn rætast og fann sinn stað hjá Victoria‘s Secret.

Í viðtalinu segist Klum einnig eiga erfitt með að takast á við skilnað sinn við tónlistarmanninn Seal en að hún sjái ekki eftir neinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.