Fegrunaraðgerðir Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 13. janúar 2012 06:00 Vandinn sem skapast hefur vegna PIP sílíkonfyllinga sem settar hafa verið í brjóst um 440 kvenna hér á landi er nokkuð stór. Óþægindin sem konurnar sem um ræðir verða fyrir eru mikil og fjárhagslegt tjón er talsvert þótt ekki sé komið í ljós hver mun á endanum bera það. Embætti landlæknis og Lyfjastofnun hafa brugðist við málinu og sent frá sér ítarlega yfirlýsingu þar sem greint er frá helstu þáttum málsins. Þar er réttilega lögð áhersla á að við gerð þessara tilteknu sílíkonpúða voru ekki gerð mistök og varan er ekki gölluð. Glæpur var framinn. Hins vegar má velta upp þeim spurningum hvort á öðrum stöðum hafi ekki verið gerð mistök, til dæmis í eftirlitskerfinu. Málið er þó ekki bara lögreglumál, heldur er það til dæmis líka heilbrigðismál og neytendamál. Embætti landlæknis rannsakar nú umfang þessara aðgerða hér á landi, engar nákvæmar tölur liggja fyrir um það hversu margar íslenskar konur hafa fengið sílíkon í brjóstin þó ljóst sé að fjöldinn hlaupi á mörgum þúsundum. Tölur um annars konar fegrunaraðgerðir liggja þá ekki heldur fyrir, þó er það í verkahring embættisins að halda utan um tölfræði af þessu tagi. Taka verður fram að ástæður sem konur hafa fyrir aðgerðunum eru mjög ólíkar. Nokkrar þeirra hafa þurft að fara í brjóstnám og fengið uppbyggingu á brjósti með þessum hætti. Þá eru mörg dæmi um annars konar slys eða lýti sem verða til þess að konur fara í aðgerðir af þessu tagi. Sumar vilja láta laga brjóstin sem hafa breyst mikið eftir brjóstagjöf og aðrar eru með minnimáttarkennd yfir þessum hluta líkama síns. Ekki á að áfellast neinar af þessum konum fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Aðgerðir fela alltaf í sér einhverja áhættu og konur sem taka ákvörðun um að fá sílíkon þurfa yfirleitt að fara í margar slíkar, til að endurnýja púðana. Þá geta púðarnir sprungið og þeir valdið talsverðum óþægindum. Sumar konur meta það sem svo að áhættan og þjáningin vegi ekki eins þungt og ávinningur af stærri eða öðruvísi laga brjóstum. Þetta gildir auðvitað um aðrar fegrunaraðgerðir líka, þær eru áhættusamar og geta verið sársaukafullar. Nú berast jafnvel fréttir af því í Bretlandi að minniháttar fegrunaraðgerðir, eins og efni sem sprautað er í andlit til að fjarlægja hrukkur, geti valdið sýkingum og afskræmingu. Talið er að 90 prósent allra fegrunaraðgerða séu framkvæmd á konum. Karlar auka hlut sinn þó hægt og bítandi. Áætlað er að á bilinu fimm til tíu milljónir kvenna séu með sílíkon í brjóstum í heildina. Aðgerðin er sú vinsælasta víða á Vesturlöndum, en í öðrum heimshlutum brýst útlitsdýrkunin út í öðrum aðgerðum. Í Kína, Japan og á Indlandi benda tölur til þess að þar sé fitusog, nefaðgerðir og breytingar á augnlokum vinsælla en brjóstaaðgerðir. Þannig er það breytilegt hvað telst eftirsóknarverðast og með hvaða líkamshluta fólk er óánægt með. Það er því tímabært í þeirri umræðu um sílíkon sem nú fer fram víða á Vesturlöndum, að minna á og velta fyrir sér hversu mikil áhrif útlitsdýrkun hefur á óánægju þúsunda kvenna hér á landi og milljóna um allan heim með þennan mikilvæga hluta líkama síns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir PIP-brjóstapúðar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vandinn sem skapast hefur vegna PIP sílíkonfyllinga sem settar hafa verið í brjóst um 440 kvenna hér á landi er nokkuð stór. Óþægindin sem konurnar sem um ræðir verða fyrir eru mikil og fjárhagslegt tjón er talsvert þótt ekki sé komið í ljós hver mun á endanum bera það. Embætti landlæknis og Lyfjastofnun hafa brugðist við málinu og sent frá sér ítarlega yfirlýsingu þar sem greint er frá helstu þáttum málsins. Þar er réttilega lögð áhersla á að við gerð þessara tilteknu sílíkonpúða voru ekki gerð mistök og varan er ekki gölluð. Glæpur var framinn. Hins vegar má velta upp þeim spurningum hvort á öðrum stöðum hafi ekki verið gerð mistök, til dæmis í eftirlitskerfinu. Málið er þó ekki bara lögreglumál, heldur er það til dæmis líka heilbrigðismál og neytendamál. Embætti landlæknis rannsakar nú umfang þessara aðgerða hér á landi, engar nákvæmar tölur liggja fyrir um það hversu margar íslenskar konur hafa fengið sílíkon í brjóstin þó ljóst sé að fjöldinn hlaupi á mörgum þúsundum. Tölur um annars konar fegrunaraðgerðir liggja þá ekki heldur fyrir, þó er það í verkahring embættisins að halda utan um tölfræði af þessu tagi. Taka verður fram að ástæður sem konur hafa fyrir aðgerðunum eru mjög ólíkar. Nokkrar þeirra hafa þurft að fara í brjóstnám og fengið uppbyggingu á brjósti með þessum hætti. Þá eru mörg dæmi um annars konar slys eða lýti sem verða til þess að konur fara í aðgerðir af þessu tagi. Sumar vilja láta laga brjóstin sem hafa breyst mikið eftir brjóstagjöf og aðrar eru með minnimáttarkennd yfir þessum hluta líkama síns. Ekki á að áfellast neinar af þessum konum fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Aðgerðir fela alltaf í sér einhverja áhættu og konur sem taka ákvörðun um að fá sílíkon þurfa yfirleitt að fara í margar slíkar, til að endurnýja púðana. Þá geta púðarnir sprungið og þeir valdið talsverðum óþægindum. Sumar konur meta það sem svo að áhættan og þjáningin vegi ekki eins þungt og ávinningur af stærri eða öðruvísi laga brjóstum. Þetta gildir auðvitað um aðrar fegrunaraðgerðir líka, þær eru áhættusamar og geta verið sársaukafullar. Nú berast jafnvel fréttir af því í Bretlandi að minniháttar fegrunaraðgerðir, eins og efni sem sprautað er í andlit til að fjarlægja hrukkur, geti valdið sýkingum og afskræmingu. Talið er að 90 prósent allra fegrunaraðgerða séu framkvæmd á konum. Karlar auka hlut sinn þó hægt og bítandi. Áætlað er að á bilinu fimm til tíu milljónir kvenna séu með sílíkon í brjóstum í heildina. Aðgerðin er sú vinsælasta víða á Vesturlöndum, en í öðrum heimshlutum brýst útlitsdýrkunin út í öðrum aðgerðum. Í Kína, Japan og á Indlandi benda tölur til þess að þar sé fitusog, nefaðgerðir og breytingar á augnlokum vinsælla en brjóstaaðgerðir. Þannig er það breytilegt hvað telst eftirsóknarverðast og með hvaða líkamshluta fólk er óánægt með. Það er því tímabært í þeirri umræðu um sílíkon sem nú fer fram víða á Vesturlöndum, að minna á og velta fyrir sér hversu mikil áhrif útlitsdýrkun hefur á óánægju þúsunda kvenna hér á landi og milljóna um allan heim með þennan mikilvæga hluta líkama síns.