Ásdís Rán: Ég var svoddan villingur 13. apríl 2012 17:15 Fatnaður Ásdísar: Júník Smáralind myndir/arnold Björnsson Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir skildi nýverið við eiginmann sinn og barnsföður, knattspyrnumanninn Garðar Gunnlaugsson. Þau hófu sambúð fyrir níu árum og eiga saman börnin Hektor 6 ára og Victoriu Rán 5 ára. Hér má sjá hverju Ásdís svaraði í viðtali í Lífinu, fylgiblaði Fréttablaðsins, spurð um uppeldið og móðurhlutverkið. En hvernig hefur móðurhlutverkið breytt þér og viðhorfum þínum? Erfitt að segja, þar sem ég var bara krakki þegar ég varð mamma. Ég var sautján ára gömul en það mótaði mig. Gerði mig sterkari en samt umhyggjusamari. Maður lærir svo margt gott. Ég var svoddan villingur á þessum tíma og móðurstarfið róaði mig og kenndi mér auðmýkt, umhyggju og að vera ekki eigingjörn. Ég man að fólk dæmdi mig mikið af þessari ákvörðun að eiga barn svona ung og ég heyrði stanslaust tuggið á því að nú væri líf mitt búið, að það yrði aldrei neitt úr mér og draumarnir mínir búnir að vera. Ég man að ég reiddist oft mikið en sagði ekkert. Þetta pumpaði svolítið upp eldmóðinn í mér og ég hef alltaf trúað því að maður geti gert allt sem maður vill bara ef maður setur nógu mikla vinnu og ákveðni í það. Ég fæ svo mikið af bréfum mánaðarlega frá ungum stelpum í sömu aðstæðum og ég var á þessum tíma. Ég fæ oft smá sting í magann þegar ég hugsa til þess því þetta var ekki auðvelt. Þessar stúlkur vantar leiðbeiningar og ráð og langar til að fara sömu braut og ég gerði. Því miður næ ég ekki að svara öllum bréfunum en ég gæti eflaust komið upp ágætri ráðgjafaþjónustu á þessu sviði. Ég hef alltaf lagt mikinn metnað í allt sem ég geri og ég passa að gera allt 100% því ég er smá fullkomnunarsinni í mér. Til að mynda þegar ég fer í myndatökur þá vinn ég frekar eins og listamaður. Ég passa upp á að vera bara með rétta fólkið í kringum mig sem ég vel sjálf til að fá rétta útkomu hverju sinni. Hvernig var uppeldi þitt og hafði það áhrif á þig sem barn? Foreldrar mínir skildu þegar ég var þriggja ára og ég man voða lítið eftir því. Ég hef alist upp með foreldrum mínum hvoru í sínu lagi þannig að það hafði ekki mikil áhrif á mig sem barn. Þau eru bæði yndisleg og standa við bakið á mér í gegnum súrt og sætt. Pabbi, Gunnar Vignisson, og Birna konan hans búa á Egilsstöðum þar sem ég ólst upp að stóru leyti og mamma, Eygló, sem flestir þekkja, býr í 101 Reykjavík núna og við erum bestu vinkonur alltaf. Sambandið við þau bæði er gott. Pabbi er svona alvarlegri týpan og mamma er svoddan villingur þannig að ég hef fengið gott af hvoru tveggja. Hvernig upplifir þú tilveruna í kjölfar skilnaðarins við Garðar? Tilveran er alltaf yndisleg, maður verður bara að taka því sem lífið gefur manni. Eins og vinir mínir segja þá gengur tígrisdýrið laust og það segir allt sem segja þarf. Hvernig hlúir þú að sjálfri þér? Ég fer aðallega í ræktina. Kannski nudd eða spa, slappa af með góðum vinum, fer út að borða, nýt lífsins og hef gaman. Áttu góða að sem styðja þig í gegnum skilnaðinn? Þetta er kannski erfiðasti parturinn. Ég er ein úti með enga fjölskyldu og er búin að fara alveg ein í gegnum þetta ferli. Fjölskyldan auðvitað stendur við bakið á mér hérna á Íslandi og ég heyri í þeim á Skype og þannig. Garðar er í töluvert betri aðstæðum með alla familíuna og vinina hjá sér. En það getur líka verið þroskandi og gott að takast á við svona erfiðleika ein. Ég hugsa að það styrki mig bara og mér hefur tekist þetta ótrúlega vel.Ertu í góðu jafnvægi í þessari rússíbanareið Ásdís?Já, ég er alveg í ótrúlega góðu jafnvægi og get ekkert kvartað. Lífið á Facebook. Lífið fylgir Fréttablaðinu á föstudögum. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir skildi nýverið við eiginmann sinn og barnsföður, knattspyrnumanninn Garðar Gunnlaugsson. Þau hófu sambúð fyrir níu árum og eiga saman börnin Hektor 6 ára og Victoriu Rán 5 ára. Hér má sjá hverju Ásdís svaraði í viðtali í Lífinu, fylgiblaði Fréttablaðsins, spurð um uppeldið og móðurhlutverkið. En hvernig hefur móðurhlutverkið breytt þér og viðhorfum þínum? Erfitt að segja, þar sem ég var bara krakki þegar ég varð mamma. Ég var sautján ára gömul en það mótaði mig. Gerði mig sterkari en samt umhyggjusamari. Maður lærir svo margt gott. Ég var svoddan villingur á þessum tíma og móðurstarfið róaði mig og kenndi mér auðmýkt, umhyggju og að vera ekki eigingjörn. Ég man að fólk dæmdi mig mikið af þessari ákvörðun að eiga barn svona ung og ég heyrði stanslaust tuggið á því að nú væri líf mitt búið, að það yrði aldrei neitt úr mér og draumarnir mínir búnir að vera. Ég man að ég reiddist oft mikið en sagði ekkert. Þetta pumpaði svolítið upp eldmóðinn í mér og ég hef alltaf trúað því að maður geti gert allt sem maður vill bara ef maður setur nógu mikla vinnu og ákveðni í það. Ég fæ svo mikið af bréfum mánaðarlega frá ungum stelpum í sömu aðstæðum og ég var á þessum tíma. Ég fæ oft smá sting í magann þegar ég hugsa til þess því þetta var ekki auðvelt. Þessar stúlkur vantar leiðbeiningar og ráð og langar til að fara sömu braut og ég gerði. Því miður næ ég ekki að svara öllum bréfunum en ég gæti eflaust komið upp ágætri ráðgjafaþjónustu á þessu sviði. Ég hef alltaf lagt mikinn metnað í allt sem ég geri og ég passa að gera allt 100% því ég er smá fullkomnunarsinni í mér. Til að mynda þegar ég fer í myndatökur þá vinn ég frekar eins og listamaður. Ég passa upp á að vera bara með rétta fólkið í kringum mig sem ég vel sjálf til að fá rétta útkomu hverju sinni. Hvernig var uppeldi þitt og hafði það áhrif á þig sem barn? Foreldrar mínir skildu þegar ég var þriggja ára og ég man voða lítið eftir því. Ég hef alist upp með foreldrum mínum hvoru í sínu lagi þannig að það hafði ekki mikil áhrif á mig sem barn. Þau eru bæði yndisleg og standa við bakið á mér í gegnum súrt og sætt. Pabbi, Gunnar Vignisson, og Birna konan hans búa á Egilsstöðum þar sem ég ólst upp að stóru leyti og mamma, Eygló, sem flestir þekkja, býr í 101 Reykjavík núna og við erum bestu vinkonur alltaf. Sambandið við þau bæði er gott. Pabbi er svona alvarlegri týpan og mamma er svoddan villingur þannig að ég hef fengið gott af hvoru tveggja. Hvernig upplifir þú tilveruna í kjölfar skilnaðarins við Garðar? Tilveran er alltaf yndisleg, maður verður bara að taka því sem lífið gefur manni. Eins og vinir mínir segja þá gengur tígrisdýrið laust og það segir allt sem segja þarf. Hvernig hlúir þú að sjálfri þér? Ég fer aðallega í ræktina. Kannski nudd eða spa, slappa af með góðum vinum, fer út að borða, nýt lífsins og hef gaman. Áttu góða að sem styðja þig í gegnum skilnaðinn? Þetta er kannski erfiðasti parturinn. Ég er ein úti með enga fjölskyldu og er búin að fara alveg ein í gegnum þetta ferli. Fjölskyldan auðvitað stendur við bakið á mér hérna á Íslandi og ég heyri í þeim á Skype og þannig. Garðar er í töluvert betri aðstæðum með alla familíuna og vinina hjá sér. En það getur líka verið þroskandi og gott að takast á við svona erfiðleika ein. Ég hugsa að það styrki mig bara og mér hefur tekist þetta ótrúlega vel.Ertu í góðu jafnvægi í þessari rússíbanareið Ásdís?Já, ég er alveg í ótrúlega góðu jafnvægi og get ekkert kvartað. Lífið á Facebook. Lífið fylgir Fréttablaðinu á föstudögum.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira