Vöggugjöf Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 2. febrúar 2012 06:00 Kynjamunur á námsárangri í Reykjavík er fyrst og fremst í íslensku. Munurinn kemur afdráttarlaust fram í lesskimun í 2. bekk grunnskóla og er ekki nýr af nálinni. Kennarar vita þetta vel og misræmið kemur glöggt fram í alþjóðlegum greiningum. Í greiningu starfshóps borgarinnar um stráka og námsárangur kemur fram að einn sterkasti forspárþátturinn fyrir árangri í íslensku hjá bæði hjá stúlkum og drengjum er ánægja af lestri. Ánægja af lestriÁnægja af lestri er því lykilþáttur sem þarf að hafa í huga þegar við ræðum allt of hátt hlutfall ungmenna sem les sér ekki til gagns. Margir hafa nefnt að rafrænar bækur gætu vakið upp meiri ánægju og áhuga og leyst af hendi „drepleiðinlegar" námsbækur sem oft og tíðum eru úreltar. Aðrir benda réttilega á fjársvelti og að námsbókagerð megi ekki verða fyrir niðurskurði, þvert á móti þurfi að tryggja að áhugasamir og frjóir höfundar semji efni sem dragi fram staðreyndir með fallegum texta og myndum til að vekja áhuga. Í þessu ljósi þarf að benda á að ánægja af lestri var sterklega tengd árangri í rafrænu lestrarprófi PISA, þ.e. nemendur sem hafa aðgang að fjölbreyttu lesefni stóðu sig betur í rafrænum lestri og að þeir sem lesa mikið af rafrænu efni lesa einnig mikið af hefðbundnu efni. Niðurstöður benda þannig til þess að þeir sem lesa á annað borð styrkja sig með aðkomu aukinnar tækni og fjölbreytileika, en ekki endilega öfugt. Lesum - strax við vöggunaBörn, strax frá fæðingu, elska bækur, sögur, vísur og rím. Lestur gefur börnum kost á nærveru við þá sem lesa, þau heyra hljóð sem heilinn er forritaður til að nema, þau sjá myndir, tölur, stafi og form og kynnast eigin tilfinningum í gegnum lesefnið. Fljótlega, nokkurra mánaða gömul, hlakka þau til að setjast niður t.d. fyrir svefntíma og sýna eftirvæntingu með hljóðum og hreyfingum. Að naga bókina eftir lestur og reyna að snúa henni við og jafnvel rífa er hluti af ánægjunni. Ánægjan fer ekki fram hjá neinum og þetta eru fyrstu skrefin í lestrarkennslu. Ef lestur og samskipti með orðum eru regluleg er líklegt að barnið, um eins árs gamalt, sé búið að læra öll þau hljóð sem það þarf að kunna til að tala íslensku. Fáir vaxa upp úr því að vilja hlusta á sögur, ljúka góðri bók, hlusta á góða sögu í útvarpi eða heyra lítinn leikþátt. Því eiga engin viðmið að vera um aldurstakmörk, við eigum að lesa upphátt fyrir börn á öllum aldri og sérstaklega þau sem eiga við leserfiðleika að stríða. Lesa allir með sínum börnum?Reiknum ekki með neinu öðru en okkur sjálfum til að laga það sem laga þarf í lestri barnanna okkar. Tölvur eru vissulega komnar til að vera og skólar og opinberir aðilar hafa skýr verkefni til að leysa vandann en það erum fyrst og fremst við sem stöndum börnunum næst, foreldrarnir, sem skipta mestu máli í verkefninu að bæta læsi ungrar kynslóðar. Hvert og eitt okkar þarf að tryggja að börnin okkar, börn vina, barnabörn, frændur og frænkur læri að meta bækur, hafi ánægju af því að lesa og læri að njóta þeirrar gjafar sem það er að lesa sjálfur. Sumir velta eðlilega fyrir sér, eins uppteknir og þeir eru, hvort það hafi nokkur áhrif að lesa fyrir börn. Kannski eru þetta þeir foreldrar sem lesa lítið sjálfir og eiga erfitt með að lesa upphátt. Aðrir eru ekki af íslensku bergi brotnir og telja sig ekki lesa nógu vel. Sumir telja jafnvel að nýjustu tækin geti verið áhugaverðari og lærdómsríkari fyrir börnin en lestur bókar. Enn aðrir velta fyrir sér hvort lítið barn barn skilji yfirhöfuð nokkuð af því sem lesið er fyrir það. Strax frá fæðinguEkki myndum við vilja bíða með að tala við barnið þar til það skilur allt sem sagt er? Og ekki sleppum við því að syngja fyrir börnin þar til þau geta sungið sjálf? Þvert á móti! Okkar verkefni er að minna aðra á að allir geti lesið, sagt vísur eða sögur fyrir börn og að við öll getum lagt okkar af mörkum. Mikilvægt er einnig að gera sér grein fyrir að hlutverki okkar er síður en svo lokið þó barnið byrji í skóla og hefji sitt formlega lestrarnám. Við fullorðna fólkið erum fyrirmyndirnar. Sýnum þeim að við lesum líka, höfum bækur á náttborðinu og allt í kringum okkur. Barnið upplifir sterk áhrif þess að þú og þeir sem standa því næst sýni því og bókinni áhuga á sömu stundu og fær skýr skilaboð um að lestur sé hæfileiki sem sé þess virði að læra. Þátttaka okkar er mikilvæg og getur skipt sköpum. Notum stundir okkar með börnum til að lesa, segja sögur eða vísur og spjalla. Lesum fyrir öll börn, fjölbreytt efni, hvenær sem er og hvar sem er og gefum börnunum ánægju af lestri í vöggugjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Kynjamunur á námsárangri í Reykjavík er fyrst og fremst í íslensku. Munurinn kemur afdráttarlaust fram í lesskimun í 2. bekk grunnskóla og er ekki nýr af nálinni. Kennarar vita þetta vel og misræmið kemur glöggt fram í alþjóðlegum greiningum. Í greiningu starfshóps borgarinnar um stráka og námsárangur kemur fram að einn sterkasti forspárþátturinn fyrir árangri í íslensku hjá bæði hjá stúlkum og drengjum er ánægja af lestri. Ánægja af lestriÁnægja af lestri er því lykilþáttur sem þarf að hafa í huga þegar við ræðum allt of hátt hlutfall ungmenna sem les sér ekki til gagns. Margir hafa nefnt að rafrænar bækur gætu vakið upp meiri ánægju og áhuga og leyst af hendi „drepleiðinlegar" námsbækur sem oft og tíðum eru úreltar. Aðrir benda réttilega á fjársvelti og að námsbókagerð megi ekki verða fyrir niðurskurði, þvert á móti þurfi að tryggja að áhugasamir og frjóir höfundar semji efni sem dragi fram staðreyndir með fallegum texta og myndum til að vekja áhuga. Í þessu ljósi þarf að benda á að ánægja af lestri var sterklega tengd árangri í rafrænu lestrarprófi PISA, þ.e. nemendur sem hafa aðgang að fjölbreyttu lesefni stóðu sig betur í rafrænum lestri og að þeir sem lesa mikið af rafrænu efni lesa einnig mikið af hefðbundnu efni. Niðurstöður benda þannig til þess að þeir sem lesa á annað borð styrkja sig með aðkomu aukinnar tækni og fjölbreytileika, en ekki endilega öfugt. Lesum - strax við vöggunaBörn, strax frá fæðingu, elska bækur, sögur, vísur og rím. Lestur gefur börnum kost á nærveru við þá sem lesa, þau heyra hljóð sem heilinn er forritaður til að nema, þau sjá myndir, tölur, stafi og form og kynnast eigin tilfinningum í gegnum lesefnið. Fljótlega, nokkurra mánaða gömul, hlakka þau til að setjast niður t.d. fyrir svefntíma og sýna eftirvæntingu með hljóðum og hreyfingum. Að naga bókina eftir lestur og reyna að snúa henni við og jafnvel rífa er hluti af ánægjunni. Ánægjan fer ekki fram hjá neinum og þetta eru fyrstu skrefin í lestrarkennslu. Ef lestur og samskipti með orðum eru regluleg er líklegt að barnið, um eins árs gamalt, sé búið að læra öll þau hljóð sem það þarf að kunna til að tala íslensku. Fáir vaxa upp úr því að vilja hlusta á sögur, ljúka góðri bók, hlusta á góða sögu í útvarpi eða heyra lítinn leikþátt. Því eiga engin viðmið að vera um aldurstakmörk, við eigum að lesa upphátt fyrir börn á öllum aldri og sérstaklega þau sem eiga við leserfiðleika að stríða. Lesa allir með sínum börnum?Reiknum ekki með neinu öðru en okkur sjálfum til að laga það sem laga þarf í lestri barnanna okkar. Tölvur eru vissulega komnar til að vera og skólar og opinberir aðilar hafa skýr verkefni til að leysa vandann en það erum fyrst og fremst við sem stöndum börnunum næst, foreldrarnir, sem skipta mestu máli í verkefninu að bæta læsi ungrar kynslóðar. Hvert og eitt okkar þarf að tryggja að börnin okkar, börn vina, barnabörn, frændur og frænkur læri að meta bækur, hafi ánægju af því að lesa og læri að njóta þeirrar gjafar sem það er að lesa sjálfur. Sumir velta eðlilega fyrir sér, eins uppteknir og þeir eru, hvort það hafi nokkur áhrif að lesa fyrir börn. Kannski eru þetta þeir foreldrar sem lesa lítið sjálfir og eiga erfitt með að lesa upphátt. Aðrir eru ekki af íslensku bergi brotnir og telja sig ekki lesa nógu vel. Sumir telja jafnvel að nýjustu tækin geti verið áhugaverðari og lærdómsríkari fyrir börnin en lestur bókar. Enn aðrir velta fyrir sér hvort lítið barn barn skilji yfirhöfuð nokkuð af því sem lesið er fyrir það. Strax frá fæðinguEkki myndum við vilja bíða með að tala við barnið þar til það skilur allt sem sagt er? Og ekki sleppum við því að syngja fyrir börnin þar til þau geta sungið sjálf? Þvert á móti! Okkar verkefni er að minna aðra á að allir geti lesið, sagt vísur eða sögur fyrir börn og að við öll getum lagt okkar af mörkum. Mikilvægt er einnig að gera sér grein fyrir að hlutverki okkar er síður en svo lokið þó barnið byrji í skóla og hefji sitt formlega lestrarnám. Við fullorðna fólkið erum fyrirmyndirnar. Sýnum þeim að við lesum líka, höfum bækur á náttborðinu og allt í kringum okkur. Barnið upplifir sterk áhrif þess að þú og þeir sem standa því næst sýni því og bókinni áhuga á sömu stundu og fær skýr skilaboð um að lestur sé hæfileiki sem sé þess virði að læra. Þátttaka okkar er mikilvæg og getur skipt sköpum. Notum stundir okkar með börnum til að lesa, segja sögur eða vísur og spjalla. Lesum fyrir öll börn, fjölbreytt efni, hvenær sem er og hvar sem er og gefum börnunum ánægju af lestri í vöggugjöf.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun