H2Og – fyrir lífið Sigurður Árni Þórðarson skrifar 29. október 2012 06:00 Hvað var í kringum þig þegar þú varst fóstur í móðurkviði? Það var vatn. Þú svamlaðir og fórst kollhnísa í legvökva. Hátíðnihljóðin, sem bárust eyrum þínum alla daga, voru frá hinu hraða rennsli blóðsins, vökvans, í æðum móður þinnar og í takti við slátt hjartans sem dældi. Svo þegar legvatnið fór var ekki lengur hægt að lifa inni í mömmu – þá fæddist þú. Þegar þú varst komin(n) í heiminn varstu þrifin(n) í vatni. Síðan varstu baðaður eða lauguð í vatni. Móðurmjólkin var að mestu vatn. Þú varst og ert vatnsósa. Svo héldu elskuarmar á þér við skírnarlaug. Glitrandi vatnið úr fontinum var borið að kollinum þínum og orðin um föður, son og heilagan anda voru nefnd með nafninu þínu. Síðan hefur vatnssagan haldið áfram. Þú hefur verið í vatni og notið vatns. Í þér er mikið vatn, sem hefur lengi verið til, jafnvel tugi milljóna ára. Það hefur farið um líkama fiska, sóleyja, trjáa, tígrisdýra, snigla og jafnvel risaeðla. Það hefur borist um allan heim, verið í Jórdan, íslenskum jökulám, í Kyrrahafinu, Dauðahafinu og Gvendarbrunnakrönum. Meðan þú lifir finnur þú fyrir vatnsbúskap líkama þíns. Vatnið er lífinu nauðsynlegt. Líf okkar slokknar ef vatnið hverfur eða fúlnar. Vatnið er samhengi og forsenda og okkar er að helga það og vernda. Vatnsskortur herjar víða í veröldinni og þess vegna megum við gjarnan styðja Hjálparstarf kirkjunnar við að gera brunna á þurrkasvæðum. Víða er til nóg vatn en það er óhæft til drykkjar vegna mengunar. Sjór og vötn eru víða svo illa spillt, að fólk getur ekki farið út í vatnið til að baða sig, hvað þá lotið niður og drukkið. Meira en einn milljarður manna hefur ekki aðgang að nægu og hreinu vatni. Ýmsum tegundum platna, skordýra og dýra er ógnað vegna vatnsmengunar, uppistöðulóna og námavinnslu. Kristin kirkja lætur sig varða velferð og líf fólks. Fermingarungmenni munu næstu daga ganga í hús og safna fé til stuðnings vatnsþurfandi fólki í Afríku. Takið þeim vel því þau safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Í gær lauk landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar undir yfirskriftinni H2Og. Þar voru meira en sex hundruð ungmenni sem styðja hjálparátak í vatnsmálum í Malaví. Margt smátt gerir gagn. Við Íslendingar erum rík því við njótum hreins vatns. Bensín og olía eru mikilvæg fyrir lífsþægindi en vatn er enn mikilvægara. Það er forsenda lífsins. Brunnar bjarga! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Hvað var í kringum þig þegar þú varst fóstur í móðurkviði? Það var vatn. Þú svamlaðir og fórst kollhnísa í legvökva. Hátíðnihljóðin, sem bárust eyrum þínum alla daga, voru frá hinu hraða rennsli blóðsins, vökvans, í æðum móður þinnar og í takti við slátt hjartans sem dældi. Svo þegar legvatnið fór var ekki lengur hægt að lifa inni í mömmu – þá fæddist þú. Þegar þú varst komin(n) í heiminn varstu þrifin(n) í vatni. Síðan varstu baðaður eða lauguð í vatni. Móðurmjólkin var að mestu vatn. Þú varst og ert vatnsósa. Svo héldu elskuarmar á þér við skírnarlaug. Glitrandi vatnið úr fontinum var borið að kollinum þínum og orðin um föður, son og heilagan anda voru nefnd með nafninu þínu. Síðan hefur vatnssagan haldið áfram. Þú hefur verið í vatni og notið vatns. Í þér er mikið vatn, sem hefur lengi verið til, jafnvel tugi milljóna ára. Það hefur farið um líkama fiska, sóleyja, trjáa, tígrisdýra, snigla og jafnvel risaeðla. Það hefur borist um allan heim, verið í Jórdan, íslenskum jökulám, í Kyrrahafinu, Dauðahafinu og Gvendarbrunnakrönum. Meðan þú lifir finnur þú fyrir vatnsbúskap líkama þíns. Vatnið er lífinu nauðsynlegt. Líf okkar slokknar ef vatnið hverfur eða fúlnar. Vatnið er samhengi og forsenda og okkar er að helga það og vernda. Vatnsskortur herjar víða í veröldinni og þess vegna megum við gjarnan styðja Hjálparstarf kirkjunnar við að gera brunna á þurrkasvæðum. Víða er til nóg vatn en það er óhæft til drykkjar vegna mengunar. Sjór og vötn eru víða svo illa spillt, að fólk getur ekki farið út í vatnið til að baða sig, hvað þá lotið niður og drukkið. Meira en einn milljarður manna hefur ekki aðgang að nægu og hreinu vatni. Ýmsum tegundum platna, skordýra og dýra er ógnað vegna vatnsmengunar, uppistöðulóna og námavinnslu. Kristin kirkja lætur sig varða velferð og líf fólks. Fermingarungmenni munu næstu daga ganga í hús og safna fé til stuðnings vatnsþurfandi fólki í Afríku. Takið þeim vel því þau safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Í gær lauk landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar undir yfirskriftinni H2Og. Þar voru meira en sex hundruð ungmenni sem styðja hjálparátak í vatnsmálum í Malaví. Margt smátt gerir gagn. Við Íslendingar erum rík því við njótum hreins vatns. Bensín og olía eru mikilvæg fyrir lífsþægindi en vatn er enn mikilvægara. Það er forsenda lífsins. Brunnar bjarga!