Endurheimtur seiða betri en í fyrra Trausti Hafliðason skrifar 28. ágúst 2012 20:33 Lax dreginn á land í Eystri Rangá. Mynd / Lax-á Sjötíu laxar veiddust í Eystri Rangá á sunnudaginn. Veiði er áfram góð í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð og endurheimtur seiða betri en í fyrra. Einar Lúðvíksson, leigutaki ánna, segir að eftir flóðin í byrjun ágúst, þegar Eystri Rangá litaðist, hafi veiðin verið dræm í um viku. "Þetta er aftur á móti búið að ganga ágætlega síðan þá. Það veiddust til dæmis sjötíu laxar í Eystri á sunnudaginn sem verður að teljast mjög gott," segir Einar og bætir því við að endurheimtur seiða hafi verið betri í sumar en í fyrra. Einar segir veiðina í Affallinu hafa verið góða. Hollin séu að fá þetta 10 til 30 laxa og allt stefni í að áin fari í 600 laxa í sumar sem er töluvert betra en í fyrra þegar tæplega 500 laxar veiddust. Sumarið 2010 var reyndar ótrúlegt en þá veiddust ríflega 1.000 laxar í Affallinu en þar er veitt á fjórar stangir. Veiði í Þverá í Fljótshlíð er nú þegar orðinn miklu betri en í fyrra. Á miðvikudaginn fyrir viku voru 170 laxar komnir á land en í fyrra var heildarveiðin 119 laxar. Líkt og í Affallinu var veiðin mjög góð í Þverá sumarið 2010 en þá veiddust 303 laxar í ánni. "Síðasta holl í Þverá var með 15 laxa þannig að veiðin er bara fín," segir Einar. Eins og með Eystri segir Einar að endurheimtur seiða séu betri í Affallinu og Þverá í sumar en þær voru síðasta sumar.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði
Sjötíu laxar veiddust í Eystri Rangá á sunnudaginn. Veiði er áfram góð í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð og endurheimtur seiða betri en í fyrra. Einar Lúðvíksson, leigutaki ánna, segir að eftir flóðin í byrjun ágúst, þegar Eystri Rangá litaðist, hafi veiðin verið dræm í um viku. "Þetta er aftur á móti búið að ganga ágætlega síðan þá. Það veiddust til dæmis sjötíu laxar í Eystri á sunnudaginn sem verður að teljast mjög gott," segir Einar og bætir því við að endurheimtur seiða hafi verið betri í sumar en í fyrra. Einar segir veiðina í Affallinu hafa verið góða. Hollin séu að fá þetta 10 til 30 laxa og allt stefni í að áin fari í 600 laxa í sumar sem er töluvert betra en í fyrra þegar tæplega 500 laxar veiddust. Sumarið 2010 var reyndar ótrúlegt en þá veiddust ríflega 1.000 laxar í Affallinu en þar er veitt á fjórar stangir. Veiði í Þverá í Fljótshlíð er nú þegar orðinn miklu betri en í fyrra. Á miðvikudaginn fyrir viku voru 170 laxar komnir á land en í fyrra var heildarveiðin 119 laxar. Líkt og í Affallinu var veiðin mjög góð í Þverá sumarið 2010 en þá veiddust 303 laxar í ánni. "Síðasta holl í Þverá var með 15 laxa þannig að veiðin er bara fín," segir Einar. Eins og með Eystri segir Einar að endurheimtur seiða séu betri í Affallinu og Þverá í sumar en þær voru síðasta sumar.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði