Samkeppniseftirlitið úrskurðar WOW air í hag Hanna Run Sverrisdóttir skrifar 1. nóvember 2013 19:43 Skúli Mogesen, stofnandi og forstjóri WOW Air, segist fagna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Með þessari niðurstöðu sé staðið vörð um hagsmuni neytenda með því að tryggja að samkeppni geti ríkt á áætlunarflugi til og frá Íslandi. mynd/Anton Brink Samkeppniseftirlitið hefur beint þeim fyrirmælum til Isavia að tryggja WOW Air aðgang að samkeppnislega mikilvægum afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Isavia ber ábyrgð á rekstri flugvallarins. Þetta kom fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var í dag. Í fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins segir að núverandi fyrirkomulag úthlutunar á afgreiðslutímum leitt til þess að Icelandair hafi haft forgang að næstum öllum mikilvægustu afgreiðslutímum á flugvellinum. Í ákvörðuninni kemur fram að WOW Air telji að úthlutunin á afgreiðslutíma komi í veg fyrir að flugfélagið geti keppt við Icelandair um flug til Norður-Ameríku þar sem Keflavíkur flugvöllur sé miðstöð tengiflugs milli Evrópu og Norður-Ameríku. WOW Air hefur haldið því fram að forsenda þess að geta sett upp slíkt leiðakerfi í samkeppni við Icelandair sé sú að fá úthlutað afgreiðslutímum á álagstímum. Þeir tímar séu á morgnana og síðdegis, helst á milli klukkan sjö og átta og 16 og 17:30. Samkvæmt fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins segir að úthlutunarfyrirkomulagið eins og það sé í dag eigi einnig við vegna breytinga sem leitt hafi til fjölgunar afgreiðslutíma á flugvellinum.„Úthlutunarfyrirkomulag Isavia hefur því takmarkað mjög möguleika annarra flugfélaga til þess að keppa við Icelandair og þannig skaðað samkeppni á mikilvægu sviði, sem er farþegaflug til og frá landinu.“ Skúli Mogesen, stofnandi og forstjóri WOW Air, segist fagna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Með þessari niðurstöðu sé staðið vörð um hagsmuni neytenda með því að tryggja að samkeppni geti ríkt á áætlunarflugi til og frá Íslandi. Með þessari ákvörðun sé tryggt að WOW Air geti áfram boðið neytendum samkeppnishæf flug til Norður-Ameríku. Hann segir hins vegar mikið verk óunnið enn og að margar aðgangshindranir séu til staðar. Þrátt fyrir það fagni WOW Air sannarlega þessari ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Í dag er Icelandair með einokun á öllu flugi til og frá Íslandi til Norður-Ameríku frá september til maí. Það er forsenda fyrir því að WOW Air geti veitt heilbrigða samkeppni í flugi til og frá Norður-Ameríku að við fáum aðgang að tilskyldum afgreiðslutímum. Þessi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er ekki aðeins fagnaðarefni fyrir okkar unga flugfélag heldur einnig fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi í heild sinni,“ segir Skúli. Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur beint þeim fyrirmælum til Isavia að tryggja WOW Air aðgang að samkeppnislega mikilvægum afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Isavia ber ábyrgð á rekstri flugvallarins. Þetta kom fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var í dag. Í fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins segir að núverandi fyrirkomulag úthlutunar á afgreiðslutímum leitt til þess að Icelandair hafi haft forgang að næstum öllum mikilvægustu afgreiðslutímum á flugvellinum. Í ákvörðuninni kemur fram að WOW Air telji að úthlutunin á afgreiðslutíma komi í veg fyrir að flugfélagið geti keppt við Icelandair um flug til Norður-Ameríku þar sem Keflavíkur flugvöllur sé miðstöð tengiflugs milli Evrópu og Norður-Ameríku. WOW Air hefur haldið því fram að forsenda þess að geta sett upp slíkt leiðakerfi í samkeppni við Icelandair sé sú að fá úthlutað afgreiðslutímum á álagstímum. Þeir tímar séu á morgnana og síðdegis, helst á milli klukkan sjö og átta og 16 og 17:30. Samkvæmt fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins segir að úthlutunarfyrirkomulagið eins og það sé í dag eigi einnig við vegna breytinga sem leitt hafi til fjölgunar afgreiðslutíma á flugvellinum.„Úthlutunarfyrirkomulag Isavia hefur því takmarkað mjög möguleika annarra flugfélaga til þess að keppa við Icelandair og þannig skaðað samkeppni á mikilvægu sviði, sem er farþegaflug til og frá landinu.“ Skúli Mogesen, stofnandi og forstjóri WOW Air, segist fagna niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Með þessari niðurstöðu sé staðið vörð um hagsmuni neytenda með því að tryggja að samkeppni geti ríkt á áætlunarflugi til og frá Íslandi. Með þessari ákvörðun sé tryggt að WOW Air geti áfram boðið neytendum samkeppnishæf flug til Norður-Ameríku. Hann segir hins vegar mikið verk óunnið enn og að margar aðgangshindranir séu til staðar. Þrátt fyrir það fagni WOW Air sannarlega þessari ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. „Í dag er Icelandair með einokun á öllu flugi til og frá Íslandi til Norður-Ameríku frá september til maí. Það er forsenda fyrir því að WOW Air geti veitt heilbrigða samkeppni í flugi til og frá Norður-Ameríku að við fáum aðgang að tilskyldum afgreiðslutímum. Þessi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er ekki aðeins fagnaðarefni fyrir okkar unga flugfélag heldur einnig fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi í heild sinni,“ segir Skúli.
Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira