Vala Matt: Skötuselur með beikoni 1. nóvember 2013 17:45 Sjöundi þáttur Sælkeraferðarinnar með Völu Matt var á dagskrá Stöðvar 2 í gær. Þar heimsótti Vala Drangsnes og lærði að steikja skötusel vafinn í beikon og með rjómasósu. „Hann tók þrjár mínútur að elda og var geggjaður með glænýjum kartöflum. Hvert sem ég fer í þáttunum er lygilegt að fá spriklandi fisk upp á diskinn og finna hjarta landsins slá í gegnum fiskinn, lambið og lífrænt ræktaða grænmetið, sem er engu öðru líkt,“ segir Vala. Skötuselur með beikoni Aðferð: Skerið skötuselinn í lengjur, um það bil 2 sentimetra breiðar og 10 sentimetra langar. Hver lengja af skötusel er síðan vafin inn í eina þunna sneið af beikoni. Örlítil olía er sett á pönnuna og bitarnir steiktir í aðeins tvær til þrjár mínútur eða þangað til beikonið er aðeins orðið brúnað og snúið við á meðan þannig að þær steikist jafnt. Að lokum er rjóma hellt yfir fiskbitana og pannan hrist örlítið til þess að rjómasósan fái bragð frá fiskinum og beikonsneiðunum. Borið fram með nýjum kartöflum og salati ef vill. Sigin grásleppa Grásleppan er skorin í parta eða klippt. Sett í sjóðandi vatn og soðin í 5 mínútur. Borin fram með karföflum og smjöri. Vala MattFréttablaðið/Stefán Karlsson Sjávarréttir Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Sjöundi þáttur Sælkeraferðarinnar með Völu Matt var á dagskrá Stöðvar 2 í gær. Þar heimsótti Vala Drangsnes og lærði að steikja skötusel vafinn í beikon og með rjómasósu. „Hann tók þrjár mínútur að elda og var geggjaður með glænýjum kartöflum. Hvert sem ég fer í þáttunum er lygilegt að fá spriklandi fisk upp á diskinn og finna hjarta landsins slá í gegnum fiskinn, lambið og lífrænt ræktaða grænmetið, sem er engu öðru líkt,“ segir Vala. Skötuselur með beikoni Aðferð: Skerið skötuselinn í lengjur, um það bil 2 sentimetra breiðar og 10 sentimetra langar. Hver lengja af skötusel er síðan vafin inn í eina þunna sneið af beikoni. Örlítil olía er sett á pönnuna og bitarnir steiktir í aðeins tvær til þrjár mínútur eða þangað til beikonið er aðeins orðið brúnað og snúið við á meðan þannig að þær steikist jafnt. Að lokum er rjóma hellt yfir fiskbitana og pannan hrist örlítið til þess að rjómasósan fái bragð frá fiskinum og beikonsneiðunum. Borið fram með nýjum kartöflum og salati ef vill. Sigin grásleppa Grásleppan er skorin í parta eða klippt. Sett í sjóðandi vatn og soðin í 5 mínútur. Borin fram með karföflum og smjöri. Vala MattFréttablaðið/Stefán Karlsson
Sjávarréttir Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið