Olíudraumurinn úti á Skjálfanda Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2013 19:26 Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. Orkustofnun ætlar að leita næst í Öxarfirði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Þórarin Svein Arnarson, verkefnisstjóra olíuleitar hjá Orkustofnun. Rannsóknaskip var í haust notað til að ná tuttugu borkjarnasýnum af hafsbotni á þremur svæðum í Skjálfanda en þetta var samstarfsverkefni Orkustofnunar, ÍSOR og Háskóla Íslands. Olíurannsóknastofa í Noregi hefur nú greint sýnin.Skip Djúptækni, Kafari Ak, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa i október sl.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Á svæðinu næst Húsavík fannst reyndar metangas, en það myndast við niðurbrot á lífrænum efnum í setinu. Hins vegar sáust hvorki merki um jarðgas né jarðolíu í sýnunum. Á svæðum fjær Húsavík fundust engin ummerki um gas, ekki einu sinni metangas, og voru niðurstöðurnar afgerandi. Ráðist var í rannsóknirnar á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti vorið 2011 og mælti fyrir um að tryggðir yrðu fjármunir til markvissra rannsókna á því hvort olía eða gas fyndist á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi. Lengi hafði verið þrýst á slíkar rannsóknir en árið 1982 var boruð rannsóknarhola í Flatey í Skjálfanda. Merkja um olíu eða gas hefur einnig verið leitað í borholum í Grímsey án árangurs. Skjálfandaflói var talinn einna vænlegastur að þessu leyti en þar höfðu jarðvísindamenn kortlagt mörghundruð holur á hafsbotni sem þóttu minna á grópir sem einkenna þekkt olíusvæði, eins og í Norðursjó. „Það er því ljóst að ekki eru líkur á því að jarðgas sé að finna í Skjálfandanum," segir Orkustofnun um niðurstöðurnar og telur að uppstreymi jarðhitavatns eða grunnvatns geti skýrt holurnar.Borkjarnasýnin voru send til olíurannsóknastofu í Noregi.Menn hafa þó ekki gefið upp vonina. „Það er ennþá möguleiki í Öxarfirðinum enda hefur fundist þar jarðgas í sýnum. Við förum núna og skoðum það betur,“ sagði Þórarinn Sveinn Arnarson. Tengdar fréttir Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37 Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. Orkustofnun ætlar að leita næst í Öxarfirði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Þórarin Svein Arnarson, verkefnisstjóra olíuleitar hjá Orkustofnun. Rannsóknaskip var í haust notað til að ná tuttugu borkjarnasýnum af hafsbotni á þremur svæðum í Skjálfanda en þetta var samstarfsverkefni Orkustofnunar, ÍSOR og Háskóla Íslands. Olíurannsóknastofa í Noregi hefur nú greint sýnin.Skip Djúptækni, Kafari Ak, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa i október sl.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Á svæðinu næst Húsavík fannst reyndar metangas, en það myndast við niðurbrot á lífrænum efnum í setinu. Hins vegar sáust hvorki merki um jarðgas né jarðolíu í sýnunum. Á svæðum fjær Húsavík fundust engin ummerki um gas, ekki einu sinni metangas, og voru niðurstöðurnar afgerandi. Ráðist var í rannsóknirnar á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi samþykkti vorið 2011 og mælti fyrir um að tryggðir yrðu fjármunir til markvissra rannsókna á því hvort olía eða gas fyndist á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi. Lengi hafði verið þrýst á slíkar rannsóknir en árið 1982 var boruð rannsóknarhola í Flatey í Skjálfanda. Merkja um olíu eða gas hefur einnig verið leitað í borholum í Grímsey án árangurs. Skjálfandaflói var talinn einna vænlegastur að þessu leyti en þar höfðu jarðvísindamenn kortlagt mörghundruð holur á hafsbotni sem þóttu minna á grópir sem einkenna þekkt olíusvæði, eins og í Norðursjó. „Það er því ljóst að ekki eru líkur á því að jarðgas sé að finna í Skjálfandanum," segir Orkustofnun um niðurstöðurnar og telur að uppstreymi jarðhitavatns eða grunnvatns geti skýrt holurnar.Borkjarnasýnin voru send til olíurannsóknastofu í Noregi.Menn hafa þó ekki gefið upp vonina. „Það er ennþá möguleiki í Öxarfirðinum enda hefur fundist þar jarðgas í sýnum. Við förum núna og skoðum það betur,“ sagði Þórarinn Sveinn Arnarson.
Tengdar fréttir Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37 Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37
Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08