Druslufantasíur Hildur Sverrisdóttir skrifar 27. júlí 2013 07:00 Eldgamalt, landlægt og óþolandi er eitt fyrirbæri sem á ensku kallast „victim blaming“. Það er þegar fundnar eru fordómafullar og ómálefnalegar ástæður til að skella skuldinni á þolendur ofbeldis. Í dag kl. 14 leggur Druslugangan af stað frá Hallgrímskirkju. Sú ganga er liður í að minna á að kynferðisbrot eru á ábyrgð gerandans burtséð frá því hvort konan sé drukkin, í skuggasundi, á útihátíð eða í stuttum kjól. Sem betur fer heyrast æ sjaldnar vangaveltur um hvort þolandi geti á einhvern hátt sjálfum sér um kennt en slíkir ábyrgðarfordómar eru svo rótgrónir að þeir leynast enn víða. Í fyrra ritstýrði ég bók í þeim tilgangi að varpa ljósi á og fagna fjölbreytileikanum í kynferðislegum fantasíum kvenna. Í kjölfar útgáfunnar heyrðust skoðanir þar sem fallið var í þá gryfju að konur ættu að sitja á sér og ritskoða sig í þessum sagnaheimi huga síns. Ein rökin voru, jú, að með því að gera heiðarlega grein fyrir ýmiss konar fantasíum kvenna gætu karlmenn haldið að konur vildu upplifa þær fantasíur í raunveruleikanum án þess að gefa fyrir því samþykki. Að það væri sumsé réttlætanlegt að konur þegðu um slíkt til að setja sig ekki í hættu. Fantasíur eru hliðartilvera sem skemmtir og styrkir konur í kynferðislegri tilveru sem þær ráða alfarið yfir. Það er synd ef þar þarf að þagga niður í konum svo karlmenn „misskilji“ ekki langanir þeirra í raunveruleikanum – í raunveruleika með skýrum reglum þar sem við vitum vel hvernig á að haga sér. Þessar lúmsku en vafalítið velmeinandi áhyggjur ýja enn og aftur að því að konur beri ábyrgð á að karlmenn misskilji ekki langanir þeirra – hvort sem það er út af fantasíum eða fatatísku. Druslumst nú til að gefa konum það svigrúm að vera þær sjálfar á allan hátt án þess að kalla yfir sig ábyrgð og fordæmingu vegna þess ofbeldis sem þær verða fyrir. Druslumst til þess að færa þá ábyrgð til þeirra sem eiga með réttu að axla hana. Druslumst til þess gott fólk, þá verður heimurinn betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Eldgamalt, landlægt og óþolandi er eitt fyrirbæri sem á ensku kallast „victim blaming“. Það er þegar fundnar eru fordómafullar og ómálefnalegar ástæður til að skella skuldinni á þolendur ofbeldis. Í dag kl. 14 leggur Druslugangan af stað frá Hallgrímskirkju. Sú ganga er liður í að minna á að kynferðisbrot eru á ábyrgð gerandans burtséð frá því hvort konan sé drukkin, í skuggasundi, á útihátíð eða í stuttum kjól. Sem betur fer heyrast æ sjaldnar vangaveltur um hvort þolandi geti á einhvern hátt sjálfum sér um kennt en slíkir ábyrgðarfordómar eru svo rótgrónir að þeir leynast enn víða. Í fyrra ritstýrði ég bók í þeim tilgangi að varpa ljósi á og fagna fjölbreytileikanum í kynferðislegum fantasíum kvenna. Í kjölfar útgáfunnar heyrðust skoðanir þar sem fallið var í þá gryfju að konur ættu að sitja á sér og ritskoða sig í þessum sagnaheimi huga síns. Ein rökin voru, jú, að með því að gera heiðarlega grein fyrir ýmiss konar fantasíum kvenna gætu karlmenn haldið að konur vildu upplifa þær fantasíur í raunveruleikanum án þess að gefa fyrir því samþykki. Að það væri sumsé réttlætanlegt að konur þegðu um slíkt til að setja sig ekki í hættu. Fantasíur eru hliðartilvera sem skemmtir og styrkir konur í kynferðislegri tilveru sem þær ráða alfarið yfir. Það er synd ef þar þarf að þagga niður í konum svo karlmenn „misskilji“ ekki langanir þeirra í raunveruleikanum – í raunveruleika með skýrum reglum þar sem við vitum vel hvernig á að haga sér. Þessar lúmsku en vafalítið velmeinandi áhyggjur ýja enn og aftur að því að konur beri ábyrgð á að karlmenn misskilji ekki langanir þeirra – hvort sem það er út af fantasíum eða fatatísku. Druslumst nú til að gefa konum það svigrúm að vera þær sjálfar á allan hátt án þess að kalla yfir sig ábyrgð og fordæmingu vegna þess ofbeldis sem þær verða fyrir. Druslumst til þess að færa þá ábyrgð til þeirra sem eiga með réttu að axla hana. Druslumst til þess gott fólk, þá verður heimurinn betri.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun