Hæsta bílverð í heimi Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2013 09:30 Við Íslendingar kvörtum oft sáran yfir verði á nýjum bílum og þeim óhagsstæða samanburði sem er til að mynda við Bandaríkin í þeim efnum. Tilefni til kvartana eiga þó vart rétt á sér ef samanburðurinn er hinsvegar við Singapore. Þar kostar Toyota Prius 154.000 dollara eða ríflega 19 milljónir króna. Honda Accord er á spottprís miðað við Priusinn, eða 16 milljónir króna. Ef gera á vel við sig og skreyta heimreiðina með BMW 6-línunni þarf að leggja fram 41 milljón. Þessar sláandi tölur skýrast af ofursköttum stjórnvalda sem lagðir eru á til að hefta frekari fjölgun farartækja á götum Singapore. Þar er víst næg ökutækjastappa fyrir. Þetta verð hefur náttúrulega orðið til þess að aðeins ofurríkt fólk getur leyft sér að eignast bíl í Singapore. Í myndskeiðinu er brugðið á leik með leikurum Fast and the Furious og þeir látnir giska á verð einstakra bílgerða í Singapore. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent
Við Íslendingar kvörtum oft sáran yfir verði á nýjum bílum og þeim óhagsstæða samanburði sem er til að mynda við Bandaríkin í þeim efnum. Tilefni til kvartana eiga þó vart rétt á sér ef samanburðurinn er hinsvegar við Singapore. Þar kostar Toyota Prius 154.000 dollara eða ríflega 19 milljónir króna. Honda Accord er á spottprís miðað við Priusinn, eða 16 milljónir króna. Ef gera á vel við sig og skreyta heimreiðina með BMW 6-línunni þarf að leggja fram 41 milljón. Þessar sláandi tölur skýrast af ofursköttum stjórnvalda sem lagðir eru á til að hefta frekari fjölgun farartækja á götum Singapore. Þar er víst næg ökutækjastappa fyrir. Þetta verð hefur náttúrulega orðið til þess að aðeins ofurríkt fólk getur leyft sér að eignast bíl í Singapore. Í myndskeiðinu er brugðið á leik með leikurum Fast and the Furious og þeir látnir giska á verð einstakra bílgerða í Singapore.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent