Viltu koma í sjómann? Svavar Hávarðsson skrifar 9. janúar 2013 06:00 Stuttu fyrir áramótin ræddi ég við tvo menn um sjómennsku. Þetta spjall leiddi okkur í ýmsar áttir en eitt gátum við þó ekki verið sammála um og voru það kjör sjómannastéttarinnar. Báðir viðmælendur mínir voru þeirrar skoðunar að sjómenn bæru meira úr býtum en starfið gæfi tilefni til. Þeir voru vel vopnaðir af dæmum um mettúra íslenskra skipa og hvað veiðiferðin hefði gefið í hásetahlut; jafnvel var búið að reikna aukahlutinn hjá bátsmönnum og kokki til að gefa skýrari mynd af „gullmokstrinum", svo ég vitni til annars viðmælanda míns. Ég er þeim ósammála, og taldi mig standa nokkuð styrkum fótum í röksemdafærslu minni um að sjómenn fengju ekki meira en þeir ættu skilið. Á það var ekki hlustað og ég sá reyndar að það var vonlaust að taka þennan slag. „Viltu koma í sjómann", var tilboð frá öðrum þeirra sem staðfesti það. Tilboðið um aflraunir helgaðist af því að röksemdafærsla mín um laun sjómanna grundvallast á þeim rúma áratug sem ég var á togara, og ég sagði þeim frá. Þeirra sjómennska afmarkast hins vegar, hingað til, af nokkrum ferðum með ferjunni Herjólfi síðsumars, sem báðir höfðu bara gaman af. Þetta atriði taldi ég vega þungt, og örugglega þyngra en vitneskjan um að þeir væru báðir handsterkari en ég og gætu, að sögn, lyft miklu af lóðum. Þarna glitti í viðtekna ranghugmynd; að það sé samasemmerki á milli þess að starfa á sjó og að vera rammur að afli. Þeir sem starfa á sjó, karlar og konur, eru ekki tröllabörn sem taka ekki eftir bílfelgum í vösunum, og þumbast um bölvandi og bjóðandi næsta manni í hryggspennu. Nei, flotinn er mannaður af venjulegu fólki sem hefur upplifað allan andskotann á sjó, flest allavega. Þar á meðal dauða og djöfulinn án þess að snúa baki við því starfi sem þau völdu sér. Þeir sem þreyttu þorrann eru í uppgripum þessi misserin, þó það sé alls ekki algilt. Nú veit ég ekki hvort margir deila þeirri skoðun að sjómenn séu yfirborgaðir en mín tilfinning er að svo sé ekki. Ég fullyrði hins vegar að fljótlega tæki að elna af mönnum öfundarsóttin eftir nokkra sólarhringa, vikur eða mánuði á Íslandsmiðum í látlausum brælum. Þetta gætu menn haft á bak við eyrað á meðan verið er að skafa af bílnum; á jöxlunum af pirringi yfir vosbúðinni á harðbýlu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Stuttu fyrir áramótin ræddi ég við tvo menn um sjómennsku. Þetta spjall leiddi okkur í ýmsar áttir en eitt gátum við þó ekki verið sammála um og voru það kjör sjómannastéttarinnar. Báðir viðmælendur mínir voru þeirrar skoðunar að sjómenn bæru meira úr býtum en starfið gæfi tilefni til. Þeir voru vel vopnaðir af dæmum um mettúra íslenskra skipa og hvað veiðiferðin hefði gefið í hásetahlut; jafnvel var búið að reikna aukahlutinn hjá bátsmönnum og kokki til að gefa skýrari mynd af „gullmokstrinum", svo ég vitni til annars viðmælanda míns. Ég er þeim ósammála, og taldi mig standa nokkuð styrkum fótum í röksemdafærslu minni um að sjómenn fengju ekki meira en þeir ættu skilið. Á það var ekki hlustað og ég sá reyndar að það var vonlaust að taka þennan slag. „Viltu koma í sjómann", var tilboð frá öðrum þeirra sem staðfesti það. Tilboðið um aflraunir helgaðist af því að röksemdafærsla mín um laun sjómanna grundvallast á þeim rúma áratug sem ég var á togara, og ég sagði þeim frá. Þeirra sjómennska afmarkast hins vegar, hingað til, af nokkrum ferðum með ferjunni Herjólfi síðsumars, sem báðir höfðu bara gaman af. Þetta atriði taldi ég vega þungt, og örugglega þyngra en vitneskjan um að þeir væru báðir handsterkari en ég og gætu, að sögn, lyft miklu af lóðum. Þarna glitti í viðtekna ranghugmynd; að það sé samasemmerki á milli þess að starfa á sjó og að vera rammur að afli. Þeir sem starfa á sjó, karlar og konur, eru ekki tröllabörn sem taka ekki eftir bílfelgum í vösunum, og þumbast um bölvandi og bjóðandi næsta manni í hryggspennu. Nei, flotinn er mannaður af venjulegu fólki sem hefur upplifað allan andskotann á sjó, flest allavega. Þar á meðal dauða og djöfulinn án þess að snúa baki við því starfi sem þau völdu sér. Þeir sem þreyttu þorrann eru í uppgripum þessi misserin, þó það sé alls ekki algilt. Nú veit ég ekki hvort margir deila þeirri skoðun að sjómenn séu yfirborgaðir en mín tilfinning er að svo sé ekki. Ég fullyrði hins vegar að fljótlega tæki að elna af mönnum öfundarsóttin eftir nokkra sólarhringa, vikur eða mánuði á Íslandsmiðum í látlausum brælum. Þetta gætu menn haft á bak við eyrað á meðan verið er að skafa af bílnum; á jöxlunum af pirringi yfir vosbúðinni á harðbýlu landi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun