Tónlist

Cheek Mountain Thief ferðast um Frakkland

Hljómsveitin Cheek Mountain Thief er á leið í stóra tónleikaferð um Frakkland um miðjan mars.

Hljómplata sveitarinnar hefur fengið stórgóðar viðtökur þar í landi en hún var gefin þar út af breska útgáfufélaginu Full Time Hobby síðastliðið haust. Platan endaði meðal annars á árslista tónlistartímaritsins Les Inrock. Hægt er að skoða listann hér á vefsíðu tímaritsins.

Tónleikaferðin hefst með tónleikum í París 15. mars og svo mun hljómsveitin ferðast vítt og breitt um Frakkland og leika á síðustu tónleikunum í borginni Vannes hinn 23. mars. Forsprakki Cheek Mountain Thief er Mike Lindsay sem hefur verið búsettur á Íslandi síðustu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×