Jarðalýðskrumið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. febrúar 2013 06:00 Fréttablaðið hefur undanfarið birt flokk fréttaskýringa um eignarhald á jörðum á Íslandi. Hugmyndin að honum vaknaði og vinnan hófst þegar Huang Nubo sóttist fyrst eftir að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Afraksturinn lítur fyrst nú dagsins ljós, enda kom á daginn að erfitt og flókið reyndist að nálgast upplýsingar um íslenzkar jarðeignir, sem er umhugsunarefni út af fyrir sig. Umfjöllunin hittir þó á ágætan tímapunkt, þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur nýverið lagt fram frumvarpsdrög þar sem lagt er til að þrengt verði mjög að rétti útlendinga til að kaupa jarðir á Íslandi. Úttekt Fréttablaðsins sýnir fram á að ekkert er til í áhyggjum af því að jarðir safnist á fáar hendur. Eignarhald bújarða er mjög dreift og meirihlutinn er í eigu fleiri en eins einstaklings. Langstærstu jarðeigendurnir eru ríkið og sveitarfélög. Úttektin rennir heldur engum stoðum undir þá kenningu að jarðakaup útlendinga séu eða gætu orðið vandamál. Jarðir í fullri eigu erlendra einstaklinga eru 0,37 prósent af heildarfjölda bújarða og sé jörðum þar sem útlendingar eiga hlut með Íslendingum bætt við fer hlutfallið í 1,33 prósent. Enginn kippur hefur komið í jarðakaup útlendinga allra síðustu ár. Ef menn eru á annað borð þeirrar skoðunar að það sé vandamál að erlendir menn eigi jarðir hér á landi, svona eins og Íslendingar eiga jarðeignir í útlöndum, er það að minnsta kosti pínulítið vandamál og vandséð að sérstaka lagasetningu þurfi til að koma á það böndum. Í Fréttablaðinu í janúar sagði Ögmundur Jónasson: „Það eru brögð að því að auðkýfingar séu að safna hér jörðum án þess að hafa nokkurn tilgang með því að sinni annan en að safna eignarlandi á Íslandi." Ráðherrann nefndi sérstaklega landakaup Svisslendingsins Rudolfs Lamprecht í Mýrdal, en bætti því við að hann hygði „að þetta sé líka að gerast annars staðar án þess að ég vilji á þessu stigi fara nánar út í það". Gögnin sem Fréttablaðið hefur safnað saman sýna að fullyrðingar ráðherrans eru í meira lagi hæpnar. Og áhugavert er að skoða sérstaklega dæmið um Lamprecht, sem rætt var við í helgarblaði Fréttablaðsins. Hann bendir á að reglur um landnotkun og skipulag á Íslandi séu ekki nógu strangar út frá sjónarmiðum náttúruverndar. Það vandamál á að sjálfsögðu við, sama hvort landeigandinn er Íslendingur eða útlendingur. Kaup Lamprechts á jörðum í Heiðardal eru knúin áfram af brennandi áhuga á náttúruvernd. Hann hefur lagt stórfé í skógrækt (meira að segja með innlendum tegundum, sem eru VG þóknanlegar), girt fyrir ágang sauðfjár og hyggst fylla aftur upp í frárennslisskurði til að endurheimta votlendi. Þetta vonast hann til að bæti gróðurfarið og lífsskilyrði fugla og fiska og færi landið í sem upprunalegast horf. Er það nú orðið vont í augum VG að menn friði land í þágu náttúruverndar? Sérstaklega þegar það liggur fyrir að það þarf alls ekki að nýta allt ræktarland á Íslandi til að uppfylla eftirspurn eftir búvörum? Eða er það kannski bara vont þegar útlendingar standa að slíkri friðun? Þessi pólitík VG um að hefta fjárfestingar útlendinga í bújörðum er ekta gamaldags lýðskrum, sem elur á ótta og andúð á útlendingum. Hún er líka full af mótsögnum og tvískinnungi, þar sem hefðbundin þjóðernishyggja kemur og bítur hinn alþjóðasinnaða umhverfisverndarflokk í afturendann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðakaup útlendinga Ólafur Stephensen Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Fréttablaðið hefur undanfarið birt flokk fréttaskýringa um eignarhald á jörðum á Íslandi. Hugmyndin að honum vaknaði og vinnan hófst þegar Huang Nubo sóttist fyrst eftir að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Afraksturinn lítur fyrst nú dagsins ljós, enda kom á daginn að erfitt og flókið reyndist að nálgast upplýsingar um íslenzkar jarðeignir, sem er umhugsunarefni út af fyrir sig. Umfjöllunin hittir þó á ágætan tímapunkt, þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur nýverið lagt fram frumvarpsdrög þar sem lagt er til að þrengt verði mjög að rétti útlendinga til að kaupa jarðir á Íslandi. Úttekt Fréttablaðsins sýnir fram á að ekkert er til í áhyggjum af því að jarðir safnist á fáar hendur. Eignarhald bújarða er mjög dreift og meirihlutinn er í eigu fleiri en eins einstaklings. Langstærstu jarðeigendurnir eru ríkið og sveitarfélög. Úttektin rennir heldur engum stoðum undir þá kenningu að jarðakaup útlendinga séu eða gætu orðið vandamál. Jarðir í fullri eigu erlendra einstaklinga eru 0,37 prósent af heildarfjölda bújarða og sé jörðum þar sem útlendingar eiga hlut með Íslendingum bætt við fer hlutfallið í 1,33 prósent. Enginn kippur hefur komið í jarðakaup útlendinga allra síðustu ár. Ef menn eru á annað borð þeirrar skoðunar að það sé vandamál að erlendir menn eigi jarðir hér á landi, svona eins og Íslendingar eiga jarðeignir í útlöndum, er það að minnsta kosti pínulítið vandamál og vandséð að sérstaka lagasetningu þurfi til að koma á það böndum. Í Fréttablaðinu í janúar sagði Ögmundur Jónasson: „Það eru brögð að því að auðkýfingar séu að safna hér jörðum án þess að hafa nokkurn tilgang með því að sinni annan en að safna eignarlandi á Íslandi." Ráðherrann nefndi sérstaklega landakaup Svisslendingsins Rudolfs Lamprecht í Mýrdal, en bætti því við að hann hygði „að þetta sé líka að gerast annars staðar án þess að ég vilji á þessu stigi fara nánar út í það". Gögnin sem Fréttablaðið hefur safnað saman sýna að fullyrðingar ráðherrans eru í meira lagi hæpnar. Og áhugavert er að skoða sérstaklega dæmið um Lamprecht, sem rætt var við í helgarblaði Fréttablaðsins. Hann bendir á að reglur um landnotkun og skipulag á Íslandi séu ekki nógu strangar út frá sjónarmiðum náttúruverndar. Það vandamál á að sjálfsögðu við, sama hvort landeigandinn er Íslendingur eða útlendingur. Kaup Lamprechts á jörðum í Heiðardal eru knúin áfram af brennandi áhuga á náttúruvernd. Hann hefur lagt stórfé í skógrækt (meira að segja með innlendum tegundum, sem eru VG þóknanlegar), girt fyrir ágang sauðfjár og hyggst fylla aftur upp í frárennslisskurði til að endurheimta votlendi. Þetta vonast hann til að bæti gróðurfarið og lífsskilyrði fugla og fiska og færi landið í sem upprunalegast horf. Er það nú orðið vont í augum VG að menn friði land í þágu náttúruverndar? Sérstaklega þegar það liggur fyrir að það þarf alls ekki að nýta allt ræktarland á Íslandi til að uppfylla eftirspurn eftir búvörum? Eða er það kannski bara vont þegar útlendingar standa að slíkri friðun? Þessi pólitík VG um að hefta fjárfestingar útlendinga í bújörðum er ekta gamaldags lýðskrum, sem elur á ótta og andúð á útlendingum. Hún er líka full af mótsögnum og tvískinnungi, þar sem hefðbundin þjóðernishyggja kemur og bítur hinn alþjóðasinnaða umhverfisverndarflokk í afturendann.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun