„Við komum fullir sjálfstrausts og ætluðum að komast 2-0 yfir. En við vorum á hælunum, létum ýta okkur út úr öllum hlutum og KR-ingar áttu þennan leik nánast allan tímann," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, eftir tapið gegn KR í kvöld.
Staðan í undanúrslitaeinvígi liðanna er nú jöfn 1-1 en þriðji leikurinn verður í Grindavík á sunnudag.
„Við komumst aldrei inn í leikinn svo það er fullt af hlutum sem við þurfum að fara yfir og laga fyrir næsta leik. Ég er ekki með skýringar núna á þessari spilamennsku í kvöld en stundum gerist það að hlutirnir virka ekki. Við vorum bara að gera okkur mjög erfitt fyrir."
„Varnarleikurinn arfaslakur og leikur okkar í heild. KR-ingar voru góðir í dag, miklu betri en í leiknum um daginn. "
Hægt er að horfa á viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Sverrir: Leikur okkar í heild arfaslakur
Elvar Geir Magnússon skrifar