Bakarinn á Nørregade Halldór Halldórsson skrifar 10. maí 2013 12:00 Ég hafði gaman af dönsku í grunnskóla. Mál og menning þjóðarinnar lagðist vel í mig, mamma hlýddi mér yfir og yfirleitt fékk ég hæstu einkunnirnar í dönsku. Þetta dönsku-lán elti mig svo í framhaldsskóla. Eftir stúdentspróf í dönsku bætti ég við mig fleiri áföngum. TókH.C Andersen áfanga – danska 403. Þar var aðeins ég og krakkar sem höfðu búið í Danmörku og smitast af danska yfirlætinu. Öll kennslan fór fram á dönsku og yfirleitt leið mér eins og ég væri innflytjandinn í bekknum. Samttala ég glataða dönsku. Þrátt fyrir að ferðast um það bil tvisvar á ári til Kaupmannahafnar. Alltaf jafn vongóður um að nú muni þeir skilja mig. Mesta sjokkið kom eiginlega síðasta sumar þegar við í Mið-Íslandi fórum út til Hafnar (eins og Fjölnismenn) að vinna grín með einhverjum Dönum. Bláeygðir reyndum að tala þeirra tungu og ganga í augun á þeim en allt kom fyrir ekki. Þeir hlógu upp í opið geðið á okkur þegar við reyndum að tala við þá. Svona eins og þeir væru að horfa á hund sem einhver hafði sett á derhúfu. Og við móðguðumst svo að samstarfið fór aldrei á flug. Seinna, þegar við leituðum skjóls uppi á hóteli, þá stoppaði hótelstýran okkur. Við enduðum á að spjalla við hana í 45 mínútur – og það á dönsku. Hún var 75 ára. Við lærum nefnilega ekki nútímadönsku á Íslandi. Við lærum einhverja Tívolí – Matador dönsku. Dönsku sem var töluð miklu hægar og skýrar en hún er gerð í dag. Þess vegna svimar okkur þegar við horfum á Borgen án texta. Danskan sem við lærum var töluð af ligeglad Dönum, sem er næstum útdauður stofn. Við lærum síldardönsku, ekki sushi-dönsku. Svo í guðanna bænum hættið að kenna íslenskum ungmennum að það sé bakari á Nørregade sem bakar kringlur og jólakökur því hann er farinn. Þar eru í mesta lagi tveir útskúffaðir innflytjendur, framagjörn bissnesskona og hipster með pirrandi hárgreiðslu og tattúeraða framhandleggi. Og hann skilur ekki orð af því sem þú segir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun
Ég hafði gaman af dönsku í grunnskóla. Mál og menning þjóðarinnar lagðist vel í mig, mamma hlýddi mér yfir og yfirleitt fékk ég hæstu einkunnirnar í dönsku. Þetta dönsku-lán elti mig svo í framhaldsskóla. Eftir stúdentspróf í dönsku bætti ég við mig fleiri áföngum. TókH.C Andersen áfanga – danska 403. Þar var aðeins ég og krakkar sem höfðu búið í Danmörku og smitast af danska yfirlætinu. Öll kennslan fór fram á dönsku og yfirleitt leið mér eins og ég væri innflytjandinn í bekknum. Samttala ég glataða dönsku. Þrátt fyrir að ferðast um það bil tvisvar á ári til Kaupmannahafnar. Alltaf jafn vongóður um að nú muni þeir skilja mig. Mesta sjokkið kom eiginlega síðasta sumar þegar við í Mið-Íslandi fórum út til Hafnar (eins og Fjölnismenn) að vinna grín með einhverjum Dönum. Bláeygðir reyndum að tala þeirra tungu og ganga í augun á þeim en allt kom fyrir ekki. Þeir hlógu upp í opið geðið á okkur þegar við reyndum að tala við þá. Svona eins og þeir væru að horfa á hund sem einhver hafði sett á derhúfu. Og við móðguðumst svo að samstarfið fór aldrei á flug. Seinna, þegar við leituðum skjóls uppi á hóteli, þá stoppaði hótelstýran okkur. Við enduðum á að spjalla við hana í 45 mínútur – og það á dönsku. Hún var 75 ára. Við lærum nefnilega ekki nútímadönsku á Íslandi. Við lærum einhverja Tívolí – Matador dönsku. Dönsku sem var töluð miklu hægar og skýrar en hún er gerð í dag. Þess vegna svimar okkur þegar við horfum á Borgen án texta. Danskan sem við lærum var töluð af ligeglad Dönum, sem er næstum útdauður stofn. Við lærum síldardönsku, ekki sushi-dönsku. Svo í guðanna bænum hættið að kenna íslenskum ungmennum að það sé bakari á Nørregade sem bakar kringlur og jólakökur því hann er farinn. Þar eru í mesta lagi tveir útskúffaðir innflytjendur, framagjörn bissnesskona og hipster með pirrandi hárgreiðslu og tattúeraða framhandleggi. Og hann skilur ekki orð af því sem þú segir.