Lífið

Roberts beit kærasta sinn

Emma Roberts og Evan Peters eru enn saman þrátt fyrir ofbeldisfullt samband.
Emma Roberts og Evan Peters eru enn saman þrátt fyrir ofbeldisfullt samband. Nordicphotos/getty
Leikkonan Emma Roberts var handtekin í Montreal þann 7. júlí síðastliðinn eftir að henni lenti saman við kærasta sinn, leikarann Evan Peters. Starfsfólk hótelsins sem parið dvaldi á hringdi í lögreglu sem kom á staðinn og handtók hina 22 ára gömlu leikkonu. Hún hefur ekki verið kærð.

Samkvæmt heimildum The Daily Mail lét parið höggin dynja hvort á öðru þegar lögreglu bar að garði. Peters var með blóðnasir og bitfar eftir kærustu sína. Roberts og Peters voru mynduð viku síðar, leikkonan grét sáran á meðan Peters reyndi að hugga hana. Parið hefur verið saman frá því í fyrravor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.