Ein milljón Hyundai Santa Fe Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2013 08:45 Ný kynslóð Hyundai Santa Fe Í fyrradag náði S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai þeim áfanga að framleiða milljónasta Santa Fe bílinn. Jepplingurinn Santa Fe var fyrst kynntur árið 2000. Santa Fe bíllinn er alger lykilbíll í markaðssetningu Hyundai í Bandaríkjunum og selst þar vel, sem og víða um heiminn, svo sem hér á Íslandi. Ný og gerbreytt kynslóð hans kom á markað í fyrra og hefur bíllinn fengið lofsamlega dóma bílablaðamanna um allan heim. Áður en Santa Fe kom á markað var Hyundai þekkt fyrir framleiðslu smærri fólksbíla á lágu verði, svo tilkoma hans breytti miklu fyrir Hyundai. Hyundai framleiðir Santa Fe fyrir Bandaríkjamarkað í Gergíufylki og þar framleiðir Hyundai 500.000 bíla á ári og það þrjár bílgerðir sínar, þ.e. Hyundai Elantra, Sonata og Santa Fe . Hyundai áætlar að selja 700.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og því eru 200.000 þeirra fluttir inn frá S-Kóreu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent
Í fyrradag náði S-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai þeim áfanga að framleiða milljónasta Santa Fe bílinn. Jepplingurinn Santa Fe var fyrst kynntur árið 2000. Santa Fe bíllinn er alger lykilbíll í markaðssetningu Hyundai í Bandaríkjunum og selst þar vel, sem og víða um heiminn, svo sem hér á Íslandi. Ný og gerbreytt kynslóð hans kom á markað í fyrra og hefur bíllinn fengið lofsamlega dóma bílablaðamanna um allan heim. Áður en Santa Fe kom á markað var Hyundai þekkt fyrir framleiðslu smærri fólksbíla á lágu verði, svo tilkoma hans breytti miklu fyrir Hyundai. Hyundai framleiðir Santa Fe fyrir Bandaríkjamarkað í Gergíufylki og þar framleiðir Hyundai 500.000 bíla á ári og það þrjár bílgerðir sínar, þ.e. Hyundai Elantra, Sonata og Santa Fe . Hyundai áætlar að selja 700.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og því eru 200.000 þeirra fluttir inn frá S-Kóreu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent