Sundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir úr Firði/SH stórbætti Íslandsmet Báru Bergmann Erlingsdóttur í 400 metra fjórsundi á Íslandsmótinu um helgina.
Kolbrún Alda var í banastuði um helgina og bætti alls fimm Íslandsmet. Metið hennar Báru frá árinu 1999 var 6:21,82 mínútur en Kolbrún Alda kom í mark á 5:50,69 mínútum.
Kolbrún setti metið í mótshluta Sundsambandsins en þau Jón Margeir Sverrisson kepptu bæði í hluta fatlaðra og móti SSÍ um helgina.
Hin 42 ára gamla Bára Bergmann lætur deigan ekki síga og tók þátt í mótinu um síðastliðna helgi, glæsileg fyrirmynd fyrir unga íþróttamenn og ómetanlegt að hafa viðlíka reynslubolta ennþá við iðkun íþrótta.
