Ungir kaupa kóreska bíla í stað japanskra Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2013 16:25 Ung kona ekur BMW bíl Hlutdeild bandarískra og evrópskra bíla fer einnig stækkandi á kostnað þeirra japönsku. Fólk á aldrinum 18 til 34 í Bandaríkjunum kaupir enn mikið af japönskum bílum en hlutfallið fer þó sífellt lækkandi og hlutur kóreskra, bandarískra og þýskra bíla fer að sama skapi hækkandi. Kaupendur á aldrinum 18 til 24 völdu að 42,6% hluta japanska bíla en fyrir fjórum árum voru það 52,3% þeirra. Hlutur bandarískra bíla jókst um 2%, evrópskra um 1% en kóreskra um 7%. Nú eru kóreskir bílar með 12,6% hlutdeild í þessum aldurshópi. Fólk á aldrinum 25 til 34 keypti aðeins að 5% hluta kóreskra bíla árið 2008 en nú að 10% hluta. Það má því segja að sigurvegarnir undanfarin ár í Bandaríkjunum séu kóreskir. Ástæður þessa eru helst taldar gæði kóreskra bíla og hversu vel þeir koma út úr öllum könnunum hvað varðar bilanir, verðfall og endingu. Það eru bílar eins og Hyundai Accent og Elantra og Kia Rio, Soul og Forte sem eiga stærstu bitana í góðri sölu kóreskra bíla vestanhafs. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent
Hlutdeild bandarískra og evrópskra bíla fer einnig stækkandi á kostnað þeirra japönsku. Fólk á aldrinum 18 til 34 í Bandaríkjunum kaupir enn mikið af japönskum bílum en hlutfallið fer þó sífellt lækkandi og hlutur kóreskra, bandarískra og þýskra bíla fer að sama skapi hækkandi. Kaupendur á aldrinum 18 til 24 völdu að 42,6% hluta japanska bíla en fyrir fjórum árum voru það 52,3% þeirra. Hlutur bandarískra bíla jókst um 2%, evrópskra um 1% en kóreskra um 7%. Nú eru kóreskir bílar með 12,6% hlutdeild í þessum aldurshópi. Fólk á aldrinum 25 til 34 keypti aðeins að 5% hluta kóreskra bíla árið 2008 en nú að 10% hluta. Það má því segja að sigurvegarnir undanfarin ár í Bandaríkjunum séu kóreskir. Ástæður þessa eru helst taldar gæði kóreskra bíla og hversu vel þeir koma út úr öllum könnunum hvað varðar bilanir, verðfall og endingu. Það eru bílar eins og Hyundai Accent og Elantra og Kia Rio, Soul og Forte sem eiga stærstu bitana í góðri sölu kóreskra bíla vestanhafs.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent