Rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga í óskráðum bréfum Magnús Halldórsson skrifar 25. febrúar 2013 19:02 Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að gera breytingar á lögum um fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða, sem gerir þeim kleift að stórauka fjárfestingar sínar í óskráðum verðbréfum. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða fagnar boðuðum breytingum, en frumvarp um þetta efni er nú til meðferðar hjá þingflokkum stjórnarflokkanna. Breytingin sem nú er í bígerð, og verður lögð fyrir þingið innan tíðar, felur í sér að heimild lífeyrissjóðanna til þess að fjárfesta í óskráðum verðbréfum verði aukin úr 20 prósent af heildareignum í 25 prósent. Til marks um hversu mikið fé það er, sem heimildaraukningin tekur til, í hlutfalli við heildareignir lífeyrissjóðanna, þá nemur hún um 120 milljörðum króna. Gunnar Baldvinsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir breytingar á þessum fjárfestingaheimildum vera mikilvægar við núverandi aðstæður. „Það eru nokkrir sjóðir sem eru komnir í efri mörkin þegar kemur að fjárfestingum í óskráðum verðbréfum, og rýmkun á þessum heimildum mun auðvelda þeim að fjárfesta við þær aðstæður sem eru í hagkerfinu núna. Möguleikar til fjárfestinga í skráðum verðbréfum eru takmarkaðir, og fjármagnshöftin eru einnig til þess fallin að takmarka möguleika til fjárfestinga, þannig að þessi rýmkun á heimildum getur gert mikið gagn fyrir sjóðina og þjóðfélagið allt." Gunnar segir að lífeyrissjóðir vilji oftast nær eiga sem mest í skráðum verðbréfum, en í ljósi aðstæðna hér á landi sé einnig gott að eiga traustar óskráðar eignir. „Skráðar verðbréfaeign hér á landi gufaði næstum alveg upp í hruninu, á meðan óskráða verðbréfaeignin hélt næstum alveg verðgildi sínu. Ég er viss um að lífeyrissjóðirnir muni vanda til verka þegar kemur að fjárfestingum í óskráðum verðbréfum." Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að gera breytingar á lögum um fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða, sem gerir þeim kleift að stórauka fjárfestingar sínar í óskráðum verðbréfum. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða fagnar boðuðum breytingum, en frumvarp um þetta efni er nú til meðferðar hjá þingflokkum stjórnarflokkanna. Breytingin sem nú er í bígerð, og verður lögð fyrir þingið innan tíðar, felur í sér að heimild lífeyrissjóðanna til þess að fjárfesta í óskráðum verðbréfum verði aukin úr 20 prósent af heildareignum í 25 prósent. Til marks um hversu mikið fé það er, sem heimildaraukningin tekur til, í hlutfalli við heildareignir lífeyrissjóðanna, þá nemur hún um 120 milljörðum króna. Gunnar Baldvinsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir breytingar á þessum fjárfestingaheimildum vera mikilvægar við núverandi aðstæður. „Það eru nokkrir sjóðir sem eru komnir í efri mörkin þegar kemur að fjárfestingum í óskráðum verðbréfum, og rýmkun á þessum heimildum mun auðvelda þeim að fjárfesta við þær aðstæður sem eru í hagkerfinu núna. Möguleikar til fjárfestinga í skráðum verðbréfum eru takmarkaðir, og fjármagnshöftin eru einnig til þess fallin að takmarka möguleika til fjárfestinga, þannig að þessi rýmkun á heimildum getur gert mikið gagn fyrir sjóðina og þjóðfélagið allt." Gunnar segir að lífeyrissjóðir vilji oftast nær eiga sem mest í skráðum verðbréfum, en í ljósi aðstæðna hér á landi sé einnig gott að eiga traustar óskráðar eignir. „Skráðar verðbréfaeign hér á landi gufaði næstum alveg upp í hruninu, á meðan óskráða verðbréfaeignin hélt næstum alveg verðgildi sínu. Ég er viss um að lífeyrissjóðirnir muni vanda til verka þegar kemur að fjárfestingum í óskráðum verðbréfum."
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira