Kerecis fólk fjárfestir í flugi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2024 10:44 Guðmundur og Fanney eru komin í flugbransann. Leiguflugið ehf. (Air Broker Iceland), sem sérhæfir sig í útleigu flugvéla og þyrlna til einstaklinga, hópa, fyrirtækja og stofnana innanlands og utan, hefur lokið hlutafjáraukningu með þátttöku FnFI ehf. og Vesturflatar ehf. sem eignast 49% í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leiguflugi ehf. Stofnendur fyrirtækisins eru Ásgeir Örn Þorsteinsson og Einar Hermannson, sem báðir búa að áratugareynslu úr greininni gegnum störf sín hjá Icelandair, Flugfélagi Íslands og Flugfélaginu Erni. Þeir telja tækifærin í greininni margvísleg, enda sé leiguflugsmarkaður vaxandi um allan heim og eftirspurn innanlands hafi aukist. FnFI ehf. er fjárfestingarfélag í eigu hjónanna Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar stofnanda og forstjóra Kerecis og Fanneyjar Kr. Hermannsdóttur framkvæmdastjóra félagsins. Vesturflöt ehf. er fjárfestingarfélag í eigu hjónanna Guðmundar Óskarssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair og núverandi framkvæmdastjóra vöru- og markaðsmála hjá Kerecis og Kristínar Þorleifsdóttur. Kerecis-fólk á nú 49 prósent í félaginu. Ásgeir og Einar við flugvél. „Fyrir okkur er mikill styrkur fólginn í því að fá Fanneyju, Fertram, Guðmund og Kristínu um borð. Félagið er í góðum vexti og við hlökkum til að byggja það upp til framtíðar í samstilltum eigendahópi,“ segir Ásgeir Örn framkvæmdastjóri. „Markaðurinn fyrir flug á Íslandi er að taka miklum breytingum, við sjáum aukna eftirspurn á ýmsum sviðum, t.d. í sjúkraflugi þar sem við bjóðum sérútbúnar sjúkraþotur sem tryggja betri þjónustu við sjúklinga, betri vinnuaðstöðu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og stytta verulega sjúkraflugtímann frá því sem Íslendingar eru vanir. Opnun nýrra flugvalla á Grænlandi opnar líka ýmis tækifæri í auknum flugsamgöngum milli þjóðanna.“ Kristín Þorleifsdóttir og Guðmundur Óskarsson. Guðmundur Fertram segir bæði viðskipta- og samfélagslegar forsendur vera fyrir fjárfestingu þeirra hjóna. „Við höfum trú á flugmarkaðnum og stofnendum félagsins, en líka mikinn áhuga á samgöngumálum í stærra samhengi. Flugsamgöngur eru mikilvægar fyrir land og þjóð, og við teljum að aukið fjárhagslegt bolmagn þessa metnaðarfulla félags skili samfélagslegum ávinningi,“ segir hann. „Leiguflug er mikilvægur valkostur fyrir hópa, fyrirtæki og íþróttafélög, hvort sem þeir þurfa að komast til Ísafjarðar eða stórborga erlendis.“ Samstarfsaðilar Leiguflugsins ehf. eru yfir hundrað talsins, sem tryggir félaginu aðgengi að flugvélum og þyrlum af öllum stærðum og gerðum með stuttum fyrirvara. „Við getum mætt svo til öllum óskum viðskiptavina, bæði þeirra sem vilja fljúga á milli staða í Grænlandi eða komast til Afríku. Við eigum samleið með þeim sem vilja skoða heiminn,“ segir Ásgeir Örn. Fréttir af flugi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leiguflugi ehf. Stofnendur fyrirtækisins eru Ásgeir Örn Þorsteinsson og Einar Hermannson, sem báðir búa að áratugareynslu úr greininni gegnum störf sín hjá Icelandair, Flugfélagi Íslands og Flugfélaginu Erni. Þeir telja tækifærin í greininni margvísleg, enda sé leiguflugsmarkaður vaxandi um allan heim og eftirspurn innanlands hafi aukist. FnFI ehf. er fjárfestingarfélag í eigu hjónanna Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar stofnanda og forstjóra Kerecis og Fanneyjar Kr. Hermannsdóttur framkvæmdastjóra félagsins. Vesturflöt ehf. er fjárfestingarfélag í eigu hjónanna Guðmundar Óskarssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair og núverandi framkvæmdastjóra vöru- og markaðsmála hjá Kerecis og Kristínar Þorleifsdóttur. Kerecis-fólk á nú 49 prósent í félaginu. Ásgeir og Einar við flugvél. „Fyrir okkur er mikill styrkur fólginn í því að fá Fanneyju, Fertram, Guðmund og Kristínu um borð. Félagið er í góðum vexti og við hlökkum til að byggja það upp til framtíðar í samstilltum eigendahópi,“ segir Ásgeir Örn framkvæmdastjóri. „Markaðurinn fyrir flug á Íslandi er að taka miklum breytingum, við sjáum aukna eftirspurn á ýmsum sviðum, t.d. í sjúkraflugi þar sem við bjóðum sérútbúnar sjúkraþotur sem tryggja betri þjónustu við sjúklinga, betri vinnuaðstöðu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og stytta verulega sjúkraflugtímann frá því sem Íslendingar eru vanir. Opnun nýrra flugvalla á Grænlandi opnar líka ýmis tækifæri í auknum flugsamgöngum milli þjóðanna.“ Kristín Þorleifsdóttir og Guðmundur Óskarsson. Guðmundur Fertram segir bæði viðskipta- og samfélagslegar forsendur vera fyrir fjárfestingu þeirra hjóna. „Við höfum trú á flugmarkaðnum og stofnendum félagsins, en líka mikinn áhuga á samgöngumálum í stærra samhengi. Flugsamgöngur eru mikilvægar fyrir land og þjóð, og við teljum að aukið fjárhagslegt bolmagn þessa metnaðarfulla félags skili samfélagslegum ávinningi,“ segir hann. „Leiguflug er mikilvægur valkostur fyrir hópa, fyrirtæki og íþróttafélög, hvort sem þeir þurfa að komast til Ísafjarðar eða stórborga erlendis.“ Samstarfsaðilar Leiguflugsins ehf. eru yfir hundrað talsins, sem tryggir félaginu aðgengi að flugvélum og þyrlum af öllum stærðum og gerðum með stuttum fyrirvara. „Við getum mætt svo til öllum óskum viðskiptavina, bæði þeirra sem vilja fljúga á milli staða í Grænlandi eða komast til Afríku. Við eigum samleið með þeim sem vilja skoða heiminn,“ segir Ásgeir Örn.
Fréttir af flugi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira