Björgólfi hafnað af föður sínum 2. apríl 2013 16:00 Björgólfur Takefusa missti sambandið við föður sinn sem sneri baki við fjölskyldunni þegar Björgólfur var aðeins fjögurra ára gamall. Mynd/Rafael Pinho Fótboltamaðurinn Björgólfur Hideaki Takefusa virðist í fljótu bragði hafa fengið allt sem nokkur maður gæti óskað sér. Hann er myndarlegur með afbrigðum, vel menntaður, fáránlega góður í fótbolta og afi hans var lengi vel einn ríkasti maður landsins. Björgólfur er í viðtali við Brynhildi Björnsdóttur í nýjasta tölublaði tímaritsins Nýtt líf þar sem hann segir að baki þeirri ímynd sé heilmikill sársauki og brostnar vonir. Í viðtalinu lýsir Björgólfur því hvernig faðir hans, Kenichi Takefusa, hefur alfarið snúið við honum bakinu: „Hann fór út úr lífi okkar þegar ég var fjögurra ára og þá var hann bara farinn. Hann er Japani og fluttur aftur til Japan og þar er það bara þannig að ef sambandi er lokið þá tekur við nýtt líf og hann lokaði á okkur. Þegar ég var yngri var erfitt að skilja að þessi maður sem aldrei hafði samband var pabbi minn og ég saknaði hans mjög, þrátt fyrir að þekkja hann ekki neitt." Björgólfur segir ennfremur að hann hafi alltaf þráð ást frá föður sínum. Hann hafi meira að farið til Japans í von um að samband þeirra gæti þróast. „Ég hitti hann þegar ég fór til Japan með mömmu og systrum mínum. En það var bara vegna þess að mamma sendi bréf heim til hans. Hann á konu og dóttur og konan hans veit af okkur en dóttirin, systir mín, veit ekki að við erum til. Ég hef stundum velt fyrir mér hvernig það verður fyrir hana að komast að því." Þessi langþráði fundur við föðurinn markaði ákveðin kaflaskil hjá Björgólfi. „Ég held að það séu mestu forréttindi í lífinu, og mesta ábyrgðin, að eignast börn. Hann var svo heppinn að eignast okkur en hann stóð aldrei undir því. Mér þykir miklu vænna um ýmsa sem eru ekki tengdir mér blóðböndum en hann. Virðingu og ást þarftu að vinna þér inn. Það eina sem ég vil frá honum er alvöruást og umhyggja og það er ekki í boði. Ég sakna þess enn að eiga ekki föður, en ég sakna ekki hans, Kenichi. Enda er, út frá mínum samskiptum við hann, ekki mikið þarna til að sakna."Þekktur í íslensku viðskiptalífi „Pabbi og afi stofnuðu saman JapÍs sem flutti inn japönsk hljómtæki og varð seinna hljómplötuútgáfa. Orðið er samsett úr Japan og Ísland og þannig er ég, ég er japís," segir hann og hlær. „Og auðvitað höfðu bæði afi, Björgólfur Guðmundsson, og Bjöggi Thor, frændi minn, áhrif og margt í þeirra fari sem ég vildi gjarnan tileinka mér þó að þeir séu ekkert endilega mínar fyrirmyndir. Mér finnst að í lífinu eigi maður að tileinka sér það besta frá sem flestum, óháð lit, aldri eða kyni. Beta systir mín er algjör engill og gleðigjafi með Asperger og misþroska að auki og býr á Sólheimum í Grímsnesi. Hún og félagar hennar þar eru meðal minna helstu fyrirmynda í jákvæðri framkomu við aðra og bjartsýni á lífið. Ég fer oft að heimsækja hana á Sólheima, ekki síður fyrir sjálfan mig en hana, og kem alltaf endurnærður og fullur af trú á lífið og fólk." Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
Fótboltamaðurinn Björgólfur Hideaki Takefusa virðist í fljótu bragði hafa fengið allt sem nokkur maður gæti óskað sér. Hann er myndarlegur með afbrigðum, vel menntaður, fáránlega góður í fótbolta og afi hans var lengi vel einn ríkasti maður landsins. Björgólfur er í viðtali við Brynhildi Björnsdóttur í nýjasta tölublaði tímaritsins Nýtt líf þar sem hann segir að baki þeirri ímynd sé heilmikill sársauki og brostnar vonir. Í viðtalinu lýsir Björgólfur því hvernig faðir hans, Kenichi Takefusa, hefur alfarið snúið við honum bakinu: „Hann fór út úr lífi okkar þegar ég var fjögurra ára og þá var hann bara farinn. Hann er Japani og fluttur aftur til Japan og þar er það bara þannig að ef sambandi er lokið þá tekur við nýtt líf og hann lokaði á okkur. Þegar ég var yngri var erfitt að skilja að þessi maður sem aldrei hafði samband var pabbi minn og ég saknaði hans mjög, þrátt fyrir að þekkja hann ekki neitt." Björgólfur segir ennfremur að hann hafi alltaf þráð ást frá föður sínum. Hann hafi meira að farið til Japans í von um að samband þeirra gæti þróast. „Ég hitti hann þegar ég fór til Japan með mömmu og systrum mínum. En það var bara vegna þess að mamma sendi bréf heim til hans. Hann á konu og dóttur og konan hans veit af okkur en dóttirin, systir mín, veit ekki að við erum til. Ég hef stundum velt fyrir mér hvernig það verður fyrir hana að komast að því." Þessi langþráði fundur við föðurinn markaði ákveðin kaflaskil hjá Björgólfi. „Ég held að það séu mestu forréttindi í lífinu, og mesta ábyrgðin, að eignast börn. Hann var svo heppinn að eignast okkur en hann stóð aldrei undir því. Mér þykir miklu vænna um ýmsa sem eru ekki tengdir mér blóðböndum en hann. Virðingu og ást þarftu að vinna þér inn. Það eina sem ég vil frá honum er alvöruást og umhyggja og það er ekki í boði. Ég sakna þess enn að eiga ekki föður, en ég sakna ekki hans, Kenichi. Enda er, út frá mínum samskiptum við hann, ekki mikið þarna til að sakna."Þekktur í íslensku viðskiptalífi „Pabbi og afi stofnuðu saman JapÍs sem flutti inn japönsk hljómtæki og varð seinna hljómplötuútgáfa. Orðið er samsett úr Japan og Ísland og þannig er ég, ég er japís," segir hann og hlær. „Og auðvitað höfðu bæði afi, Björgólfur Guðmundsson, og Bjöggi Thor, frændi minn, áhrif og margt í þeirra fari sem ég vildi gjarnan tileinka mér þó að þeir séu ekkert endilega mínar fyrirmyndir. Mér finnst að í lífinu eigi maður að tileinka sér það besta frá sem flestum, óháð lit, aldri eða kyni. Beta systir mín er algjör engill og gleðigjafi með Asperger og misþroska að auki og býr á Sólheimum í Grímsnesi. Hún og félagar hennar þar eru meðal minna helstu fyrirmynda í jákvæðri framkomu við aðra og bjartsýni á lífið. Ég fer oft að heimsækja hana á Sólheima, ekki síður fyrir sjálfan mig en hana, og kem alltaf endurnærður og fullur af trú á lífið og fólk."
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira