Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 30-26 Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 13. febrúar 2013 13:35 Akureyri er komið í undanúrslit Símabikarsins eftir sannfærandi sigur á FH-ingum fyrir norðan. Það var nokkuð sérstök stemming í húsinu rétt áður en hin árlega bikarhefð hófst en þetta var eins og hefur komið fram í fjölmiðlum áður í fimmta sinn í röð sem þessi lið mætast í bikarnum. Einhver tæknileg vandamál voru í gangi með hljóðið í húsinu þannig að lið hituðu upp að mestu leiki án tónlistar og ekki bætti úr mæting kvöldsins en hún hefur oft verið betri norðan heiða. Þetta hafði þó ekki áhrif á leikmenn sem mættu grimmir til leiks og tilbúnir í bikarslag. Jafnt var á öllum tölum og bæði lið að skila flottri varnarvinnu með markmenn í fínu standi bakvið þá. Heimamenn voru með yfirhöndina fram að 19. mínútu en þá komust gestirnir í FH í fyrsta sinn yfir en þar var á ferðinni Þorkell Magnússon með laglegt mark úr horninu. Áfram hélt að vera jafnt á flestum tölum en þegar dómarar leiksins flautuðu til hálfleiks voru gestirnir einu marki yfir, 13-14. Ásbjörn Friðriksson var þá búinn að skora sex mörk fyrir FH en næstur á eftir honum kom Ragnar Jóhannsson með fjögur. Hjá heimamönnum voru það Geir Guðmundsson og Guðmundur H. Helgason sem voru markahæstir með fjögur mörk hvor. Það var þó aðeins eitt lið sem mætti af krafti inn í seinnihálfleikinn og það voru heimamenn. Gestirnir í FH fóru að lenda í vandræðum með að koma boltanum framhjá bæði sterkri vörn Akureyringa sem og Jovan Kukobat í markinu sem hefur hreinlega verið annar markmaður eftir pásu. Á meðan leikmenn FH virtust missa einbeitingu og takt í leik sínum gengum heimamenn á lagið og náðu að breyta stöðunni úr 13-14 í 21-15 á aðeins um tíu mínútum. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu en náðu aldrei að vinna sig almennilega inn í leikinn þrátt fyrir smá spennu undir lokin en þá mætti Stefán „Uxi“ Guðnason í markið og gerði endanlega út um allar vonir FH. Leikurinn endaði með fjögurra marka sigri Akureyrar 30-26 sem eru því á leið suður í Laugardalshöll. Einar Andri Einarsson: Upphaf seinni hálfleiks gerði útslagið „Við spiluðum alveg ágætis fyrri hálfleik,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH strax eftir leik. „Fyrstu tíu eða ellefu mínúturnar í seinni hálfleik er það sem gerir útslagið fyrir okkur, lendum sex mörkum undir. Annars var leikurinn í ágætis jafnvægi.“ Einar kaus að skipta markmanninum Daníel Frey útaf í seinni hálfleik rétt eftir að hann varði tvisvar í röð „Já við þurftum bara að gera breytingar, leikurinn okkar var í molum. Breytingarnar skiluðu árangri að því leiti að ná að koma okkur inn í leikinn. Fengum tvisvar séns á því að koma þessu niður í tvö mörk og þá hefði þetta hugsanlega orðið ennþá jafnara en Akureyringar voru betri en við í dag og vildu þetta meira.“ Geir Guðmundsson: Getum unnið alla „Þetta er bara gjörsamlega frábært“ sagði Geir Guðmundsson brosmildur eftir leik. „Við erum að uppskera það við höfum verið að setja niður og æfa gríðarlega vel. Undirbúningurinn hjá Bjarna var alveg hrikalega góður fyrir leikinn og við vissum alveg nákvæmlega hvað við ætluðum að gera. Við bara framkvæmdum það sem við plönuðum og þetta er útkoman.“ Er þetta sérstaklega sætt í ljósi þess að það vantar mjög sterka leikmenn í þetta lið í augnablikinu? „Já og sérstaklega útaf þessu „hæpi“ í kringum FH talandi um að þetta sé heitasta lið landsins og við vængbrotnir og það vanti lykilmenn í þetta lið okkar en við komum bara inn hrikalega sterkir með okkar hóp og vinnum leikinn. Við værum betur settir með Hödda, Odd og alla þessa kalla en ég er bara hrikalega ánægður með hópinn sem við erum með núna. Þetta er bara flottur hópur og við erum bara að sýna það hérna í dag að við getum unnið alla í þessari deild.“ Bjarni Fritzson: Mættu bara eins og alvöru töffarar „Ótrúlega stoltur af strákunum“ sagði Bjarni Fritzson annar þjálfari Akureyrar eftir leik. „Við lögðum mikið í undirbúning fyrir leikinn og áttum frábærar æfingar. Strákarnir voru þvílíkt einbeittir og búið að líða vel komandi inn í leikinn og svo mættu þeir bara eins og alvöru töffarar með sigurviljann í botni. Við kláruðum þetta bara eins og sannir leikmenn Akureyrar.“ Hvað var það sem skilaði Akureyri sigri í þessum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum? „Við erum að spila frábæra vörn allan leikinn. Hún hélt bara áfram og bætti jafnvel í svo í seinni hálfleik. Við í raun héldum okkar striki á meðan þeir fóru að gera mistök, þetta kom bara svona hægt og rólega.“ Geir Guðmundsson talaði um það eftir leik að það hefði kveikt aðeins í mönnum þetta umtal um að FH væri heitasta lið landsins. „Þeir eru augljóslega með frábært lið. Góða þjálfara og marga góða leikmenn í hverri stöðu en við erum bara líka með góða leikmenn. Við höfum verið að bæta okkur með hverjum leiknum eftir áramót. Áttum fínan leik á móti Haukum, betri leik á móti Val og svo enn betri hér í dag. Liðið er bara að koma tilbúið til leiks og við vorum alveg klárir á því að við gætum unnið en við vorum að spila á móti besta liðinu um þessar mundir. Það sýnir okkur bara hvað við getum gert ef við gerum þetta allt rétt.“ Þitt gamla lið afgreiddi Hauka nokkuð sannfærandi í kvöld, eru þeir óska mótherjar í úrslitum eða skiptir það hugsanlega minna máli útaf þessu „final four“ fyrirkomulagi? „Ég bara hef aldrei upplifað svona fyrirkomulag áður, þetta eru bara tveir úrslitaleikir eins og þessi hér var úrslitaleikur. Ég er bara ánægður fyrir hönd strákana og félagsins að þeir komust líka í höllina. Þetta er auðvitað gott fyrir klúbbinn líka fjárhagslega og bara æðislegt að þeir ná að spyrna sér frá draslinu sem þeir lentu í. Hvort að við mætum þeim næst eða bara yfir höfuð skiptir í raun engu máli, það þýðir ekkert að pæla í þessu. Tökum bara því sem kemur og gerum okkar besta.“ Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
Akureyri er komið í undanúrslit Símabikarsins eftir sannfærandi sigur á FH-ingum fyrir norðan. Það var nokkuð sérstök stemming í húsinu rétt áður en hin árlega bikarhefð hófst en þetta var eins og hefur komið fram í fjölmiðlum áður í fimmta sinn í röð sem þessi lið mætast í bikarnum. Einhver tæknileg vandamál voru í gangi með hljóðið í húsinu þannig að lið hituðu upp að mestu leiki án tónlistar og ekki bætti úr mæting kvöldsins en hún hefur oft verið betri norðan heiða. Þetta hafði þó ekki áhrif á leikmenn sem mættu grimmir til leiks og tilbúnir í bikarslag. Jafnt var á öllum tölum og bæði lið að skila flottri varnarvinnu með markmenn í fínu standi bakvið þá. Heimamenn voru með yfirhöndina fram að 19. mínútu en þá komust gestirnir í FH í fyrsta sinn yfir en þar var á ferðinni Þorkell Magnússon með laglegt mark úr horninu. Áfram hélt að vera jafnt á flestum tölum en þegar dómarar leiksins flautuðu til hálfleiks voru gestirnir einu marki yfir, 13-14. Ásbjörn Friðriksson var þá búinn að skora sex mörk fyrir FH en næstur á eftir honum kom Ragnar Jóhannsson með fjögur. Hjá heimamönnum voru það Geir Guðmundsson og Guðmundur H. Helgason sem voru markahæstir með fjögur mörk hvor. Það var þó aðeins eitt lið sem mætti af krafti inn í seinnihálfleikinn og það voru heimamenn. Gestirnir í FH fóru að lenda í vandræðum með að koma boltanum framhjá bæði sterkri vörn Akureyringa sem og Jovan Kukobat í markinu sem hefur hreinlega verið annar markmaður eftir pásu. Á meðan leikmenn FH virtust missa einbeitingu og takt í leik sínum gengum heimamenn á lagið og náðu að breyta stöðunni úr 13-14 í 21-15 á aðeins um tíu mínútum. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu en náðu aldrei að vinna sig almennilega inn í leikinn þrátt fyrir smá spennu undir lokin en þá mætti Stefán „Uxi“ Guðnason í markið og gerði endanlega út um allar vonir FH. Leikurinn endaði með fjögurra marka sigri Akureyrar 30-26 sem eru því á leið suður í Laugardalshöll. Einar Andri Einarsson: Upphaf seinni hálfleiks gerði útslagið „Við spiluðum alveg ágætis fyrri hálfleik,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH strax eftir leik. „Fyrstu tíu eða ellefu mínúturnar í seinni hálfleik er það sem gerir útslagið fyrir okkur, lendum sex mörkum undir. Annars var leikurinn í ágætis jafnvægi.“ Einar kaus að skipta markmanninum Daníel Frey útaf í seinni hálfleik rétt eftir að hann varði tvisvar í röð „Já við þurftum bara að gera breytingar, leikurinn okkar var í molum. Breytingarnar skiluðu árangri að því leiti að ná að koma okkur inn í leikinn. Fengum tvisvar séns á því að koma þessu niður í tvö mörk og þá hefði þetta hugsanlega orðið ennþá jafnara en Akureyringar voru betri en við í dag og vildu þetta meira.“ Geir Guðmundsson: Getum unnið alla „Þetta er bara gjörsamlega frábært“ sagði Geir Guðmundsson brosmildur eftir leik. „Við erum að uppskera það við höfum verið að setja niður og æfa gríðarlega vel. Undirbúningurinn hjá Bjarna var alveg hrikalega góður fyrir leikinn og við vissum alveg nákvæmlega hvað við ætluðum að gera. Við bara framkvæmdum það sem við plönuðum og þetta er útkoman.“ Er þetta sérstaklega sætt í ljósi þess að það vantar mjög sterka leikmenn í þetta lið í augnablikinu? „Já og sérstaklega útaf þessu „hæpi“ í kringum FH talandi um að þetta sé heitasta lið landsins og við vængbrotnir og það vanti lykilmenn í þetta lið okkar en við komum bara inn hrikalega sterkir með okkar hóp og vinnum leikinn. Við værum betur settir með Hödda, Odd og alla þessa kalla en ég er bara hrikalega ánægður með hópinn sem við erum með núna. Þetta er bara flottur hópur og við erum bara að sýna það hérna í dag að við getum unnið alla í þessari deild.“ Bjarni Fritzson: Mættu bara eins og alvöru töffarar „Ótrúlega stoltur af strákunum“ sagði Bjarni Fritzson annar þjálfari Akureyrar eftir leik. „Við lögðum mikið í undirbúning fyrir leikinn og áttum frábærar æfingar. Strákarnir voru þvílíkt einbeittir og búið að líða vel komandi inn í leikinn og svo mættu þeir bara eins og alvöru töffarar með sigurviljann í botni. Við kláruðum þetta bara eins og sannir leikmenn Akureyrar.“ Hvað var það sem skilaði Akureyri sigri í þessum leik og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum? „Við erum að spila frábæra vörn allan leikinn. Hún hélt bara áfram og bætti jafnvel í svo í seinni hálfleik. Við í raun héldum okkar striki á meðan þeir fóru að gera mistök, þetta kom bara svona hægt og rólega.“ Geir Guðmundsson talaði um það eftir leik að það hefði kveikt aðeins í mönnum þetta umtal um að FH væri heitasta lið landsins. „Þeir eru augljóslega með frábært lið. Góða þjálfara og marga góða leikmenn í hverri stöðu en við erum bara líka með góða leikmenn. Við höfum verið að bæta okkur með hverjum leiknum eftir áramót. Áttum fínan leik á móti Haukum, betri leik á móti Val og svo enn betri hér í dag. Liðið er bara að koma tilbúið til leiks og við vorum alveg klárir á því að við gætum unnið en við vorum að spila á móti besta liðinu um þessar mundir. Það sýnir okkur bara hvað við getum gert ef við gerum þetta allt rétt.“ Þitt gamla lið afgreiddi Hauka nokkuð sannfærandi í kvöld, eru þeir óska mótherjar í úrslitum eða skiptir það hugsanlega minna máli útaf þessu „final four“ fyrirkomulagi? „Ég bara hef aldrei upplifað svona fyrirkomulag áður, þetta eru bara tveir úrslitaleikir eins og þessi hér var úrslitaleikur. Ég er bara ánægður fyrir hönd strákana og félagsins að þeir komust líka í höllina. Þetta er auðvitað gott fyrir klúbbinn líka fjárhagslega og bara æðislegt að þeir ná að spyrna sér frá draslinu sem þeir lentu í. Hvort að við mætum þeim næst eða bara yfir höfuð skiptir í raun engu máli, það þýðir ekkert að pæla í þessu. Tökum bara því sem kemur og gerum okkar besta.“
Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira