Hætti á sjónum og varð jógakennari Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. nóvember 2013 09:38 Hann segist ekki sakna þess að vera á sjó. "Ég var ótrúlega heppinn með vinnufélaga og hef ekki yfir neinu að kvarta. En sjómannslífið er erfitt. Maður tapar svo miklu á því, það er erfitt að þroskast og þróast þegar maður er alltaf fastur í sama farinu,“ segir Arnór. Fréttablaðið/Stefán Líf Arnórs Sveinssonar tók stakkaskiptum þegar hann var staddur í borginni Ríga í Lettlandi ásamt vinnufélögum sínum á frystitogaranum Venusi árið 2010. Frændi hans, sem einnig var áhafnarmeðlimur, lést í vinnuslysi. Arnór, sem hafði verið á sjó í áratug, ákvað þá að leita á önnur mið. Hann hafði alltaf haft áhuga á andlegum málefnum; hugleiðslu og jóga. Hann ákvað að helga sig áhugamálum sínum. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa ákvörðun mína. Þarna rann upp fyrir mér hvað lífið er stutt. Mér fannst ekki hægt að gera neitt annað en það sem maður elskar,“ segir Arnór. Í leit að hugljómun setti Arnór stefnuna á Taíland. „Ég setti mig í samband við mann í gegnum netið. Hann var að byggja upp heilsusetur og ég fór út til að aðstoða hann. Þegar ég kom á staðinn fann ég að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Síðan birtist nýlátinn frændi minn mér í draumi og fleiri fjölskyldumeðlimir. Ég yfirgaf svæðið eftir ráðleggingar þeirra.“ Upphófst þá atburðarás sem er ævintýri líkust. „Ég var staddur á kaffihúsi í bænum Pai. Afgreiðsludaman gaf sig á tal við mig og eftir stutt spjall kom hún mér í samband við munk sem bjó í fjöllunum þarna skammt hjá.“ Þessi munkur reyndist Arnóri afar vel. Arnór fékk að gista í hofi sem munkurinn hafði afnot af og síðar höfðust þeir við í helli. Samband þeirra tveggja var sérstakt því munkurinn talaði enga ensku. „Við vorum farnir að skilja hvor annan með bendingum og handamáli einhvers konar. En við eyddum líka svo miklum tíma saman.“ Arnór kynntist fleiri merkilegum einstaklingum á för sinni. „Ég stundaði jóga með 45 ára gamalli konu sem einnig bjó í bænum Pai. Við ferðuðumst yfir Taíland endilangt og ég elti hana til Indlands. Við tókum upp ástarsamband. Þetta var æðisleg upplifun.“ Í bland við þessi óvæntu ævintýri Arnórs lauk hann fjölda námskeiða í Taílandi og á Indlandi. Hann var því staðráðinn í því að gerast jógakennari við heimkomuna. „Ég komst í samband við góða kennara hérna heima og lærði líka af þeim.“ Í kjölfar þessa andlega ferðalags hefur Arnór gjörbreytt lífsstíl sínum. „Ég byrjaði á því að losa mig við sófann minn og setti upp tvö hengirúm í stofuna. Ég er líka búinn að taka mataræðið í gegn, horfi mjög lítið á sjónvarpið og eyði nokkrum tímum á dag í líkamlega og andlega uppbyggingu. Ég starfa á frístundaheimili og fæ að láta gott af mér leiða þar. Jógakennslan er að komast á fullt og það er allt að ganga upp,“ segir Arnór. Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Líf Arnórs Sveinssonar tók stakkaskiptum þegar hann var staddur í borginni Ríga í Lettlandi ásamt vinnufélögum sínum á frystitogaranum Venusi árið 2010. Frændi hans, sem einnig var áhafnarmeðlimur, lést í vinnuslysi. Arnór, sem hafði verið á sjó í áratug, ákvað þá að leita á önnur mið. Hann hafði alltaf haft áhuga á andlegum málefnum; hugleiðslu og jóga. Hann ákvað að helga sig áhugamálum sínum. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa ákvörðun mína. Þarna rann upp fyrir mér hvað lífið er stutt. Mér fannst ekki hægt að gera neitt annað en það sem maður elskar,“ segir Arnór. Í leit að hugljómun setti Arnór stefnuna á Taíland. „Ég setti mig í samband við mann í gegnum netið. Hann var að byggja upp heilsusetur og ég fór út til að aðstoða hann. Þegar ég kom á staðinn fann ég að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Síðan birtist nýlátinn frændi minn mér í draumi og fleiri fjölskyldumeðlimir. Ég yfirgaf svæðið eftir ráðleggingar þeirra.“ Upphófst þá atburðarás sem er ævintýri líkust. „Ég var staddur á kaffihúsi í bænum Pai. Afgreiðsludaman gaf sig á tal við mig og eftir stutt spjall kom hún mér í samband við munk sem bjó í fjöllunum þarna skammt hjá.“ Þessi munkur reyndist Arnóri afar vel. Arnór fékk að gista í hofi sem munkurinn hafði afnot af og síðar höfðust þeir við í helli. Samband þeirra tveggja var sérstakt því munkurinn talaði enga ensku. „Við vorum farnir að skilja hvor annan með bendingum og handamáli einhvers konar. En við eyddum líka svo miklum tíma saman.“ Arnór kynntist fleiri merkilegum einstaklingum á för sinni. „Ég stundaði jóga með 45 ára gamalli konu sem einnig bjó í bænum Pai. Við ferðuðumst yfir Taíland endilangt og ég elti hana til Indlands. Við tókum upp ástarsamband. Þetta var æðisleg upplifun.“ Í bland við þessi óvæntu ævintýri Arnórs lauk hann fjölda námskeiða í Taílandi og á Indlandi. Hann var því staðráðinn í því að gerast jógakennari við heimkomuna. „Ég komst í samband við góða kennara hérna heima og lærði líka af þeim.“ Í kjölfar þessa andlega ferðalags hefur Arnór gjörbreytt lífsstíl sínum. „Ég byrjaði á því að losa mig við sófann minn og setti upp tvö hengirúm í stofuna. Ég er líka búinn að taka mataræðið í gegn, horfi mjög lítið á sjónvarpið og eyði nokkrum tímum á dag í líkamlega og andlega uppbyggingu. Ég starfa á frístundaheimili og fæ að láta gott af mér leiða þar. Jógakennslan er að komast á fullt og það er allt að ganga upp,“ segir Arnór.
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp