Hætti á sjónum og varð jógakennari Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. nóvember 2013 09:38 Hann segist ekki sakna þess að vera á sjó. "Ég var ótrúlega heppinn með vinnufélaga og hef ekki yfir neinu að kvarta. En sjómannslífið er erfitt. Maður tapar svo miklu á því, það er erfitt að þroskast og þróast þegar maður er alltaf fastur í sama farinu,“ segir Arnór. Fréttablaðið/Stefán Líf Arnórs Sveinssonar tók stakkaskiptum þegar hann var staddur í borginni Ríga í Lettlandi ásamt vinnufélögum sínum á frystitogaranum Venusi árið 2010. Frændi hans, sem einnig var áhafnarmeðlimur, lést í vinnuslysi. Arnór, sem hafði verið á sjó í áratug, ákvað þá að leita á önnur mið. Hann hafði alltaf haft áhuga á andlegum málefnum; hugleiðslu og jóga. Hann ákvað að helga sig áhugamálum sínum. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa ákvörðun mína. Þarna rann upp fyrir mér hvað lífið er stutt. Mér fannst ekki hægt að gera neitt annað en það sem maður elskar,“ segir Arnór. Í leit að hugljómun setti Arnór stefnuna á Taíland. „Ég setti mig í samband við mann í gegnum netið. Hann var að byggja upp heilsusetur og ég fór út til að aðstoða hann. Þegar ég kom á staðinn fann ég að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Síðan birtist nýlátinn frændi minn mér í draumi og fleiri fjölskyldumeðlimir. Ég yfirgaf svæðið eftir ráðleggingar þeirra.“ Upphófst þá atburðarás sem er ævintýri líkust. „Ég var staddur á kaffihúsi í bænum Pai. Afgreiðsludaman gaf sig á tal við mig og eftir stutt spjall kom hún mér í samband við munk sem bjó í fjöllunum þarna skammt hjá.“ Þessi munkur reyndist Arnóri afar vel. Arnór fékk að gista í hofi sem munkurinn hafði afnot af og síðar höfðust þeir við í helli. Samband þeirra tveggja var sérstakt því munkurinn talaði enga ensku. „Við vorum farnir að skilja hvor annan með bendingum og handamáli einhvers konar. En við eyddum líka svo miklum tíma saman.“ Arnór kynntist fleiri merkilegum einstaklingum á för sinni. „Ég stundaði jóga með 45 ára gamalli konu sem einnig bjó í bænum Pai. Við ferðuðumst yfir Taíland endilangt og ég elti hana til Indlands. Við tókum upp ástarsamband. Þetta var æðisleg upplifun.“ Í bland við þessi óvæntu ævintýri Arnórs lauk hann fjölda námskeiða í Taílandi og á Indlandi. Hann var því staðráðinn í því að gerast jógakennari við heimkomuna. „Ég komst í samband við góða kennara hérna heima og lærði líka af þeim.“ Í kjölfar þessa andlega ferðalags hefur Arnór gjörbreytt lífsstíl sínum. „Ég byrjaði á því að losa mig við sófann minn og setti upp tvö hengirúm í stofuna. Ég er líka búinn að taka mataræðið í gegn, horfi mjög lítið á sjónvarpið og eyði nokkrum tímum á dag í líkamlega og andlega uppbyggingu. Ég starfa á frístundaheimili og fæ að láta gott af mér leiða þar. Jógakennslan er að komast á fullt og það er allt að ganga upp,“ segir Arnór. Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Líf Arnórs Sveinssonar tók stakkaskiptum þegar hann var staddur í borginni Ríga í Lettlandi ásamt vinnufélögum sínum á frystitogaranum Venusi árið 2010. Frændi hans, sem einnig var áhafnarmeðlimur, lést í vinnuslysi. Arnór, sem hafði verið á sjó í áratug, ákvað þá að leita á önnur mið. Hann hafði alltaf haft áhuga á andlegum málefnum; hugleiðslu og jóga. Hann ákvað að helga sig áhugamálum sínum. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa ákvörðun mína. Þarna rann upp fyrir mér hvað lífið er stutt. Mér fannst ekki hægt að gera neitt annað en það sem maður elskar,“ segir Arnór. Í leit að hugljómun setti Arnór stefnuna á Taíland. „Ég setti mig í samband við mann í gegnum netið. Hann var að byggja upp heilsusetur og ég fór út til að aðstoða hann. Þegar ég kom á staðinn fann ég að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Síðan birtist nýlátinn frændi minn mér í draumi og fleiri fjölskyldumeðlimir. Ég yfirgaf svæðið eftir ráðleggingar þeirra.“ Upphófst þá atburðarás sem er ævintýri líkust. „Ég var staddur á kaffihúsi í bænum Pai. Afgreiðsludaman gaf sig á tal við mig og eftir stutt spjall kom hún mér í samband við munk sem bjó í fjöllunum þarna skammt hjá.“ Þessi munkur reyndist Arnóri afar vel. Arnór fékk að gista í hofi sem munkurinn hafði afnot af og síðar höfðust þeir við í helli. Samband þeirra tveggja var sérstakt því munkurinn talaði enga ensku. „Við vorum farnir að skilja hvor annan með bendingum og handamáli einhvers konar. En við eyddum líka svo miklum tíma saman.“ Arnór kynntist fleiri merkilegum einstaklingum á för sinni. „Ég stundaði jóga með 45 ára gamalli konu sem einnig bjó í bænum Pai. Við ferðuðumst yfir Taíland endilangt og ég elti hana til Indlands. Við tókum upp ástarsamband. Þetta var æðisleg upplifun.“ Í bland við þessi óvæntu ævintýri Arnórs lauk hann fjölda námskeiða í Taílandi og á Indlandi. Hann var því staðráðinn í því að gerast jógakennari við heimkomuna. „Ég komst í samband við góða kennara hérna heima og lærði líka af þeim.“ Í kjölfar þessa andlega ferðalags hefur Arnór gjörbreytt lífsstíl sínum. „Ég byrjaði á því að losa mig við sófann minn og setti upp tvö hengirúm í stofuna. Ég er líka búinn að taka mataræðið í gegn, horfi mjög lítið á sjónvarpið og eyði nokkrum tímum á dag í líkamlega og andlega uppbyggingu. Ég starfa á frístundaheimili og fæ að láta gott af mér leiða þar. Jógakennslan er að komast á fullt og það er allt að ganga upp,“ segir Arnór.
Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira