Audi quattro sýning á Akureyri Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2013 08:45 Norðlendingum gefst færi á að berja myndarlegustu fjórhjóladrifnu bíla Audi augum á laugardaginn kemur, um sjómannadagshelgina. Miðað við snjóþunga vetrarins er það ef til vill mjög viðeigandi. Höldur á Akureyri mun sýna bílana en Höldur hefur veg og vanda af sölu og þjónustu Audi bíla á norðurlandi. Sýndir verða Audi A6 Allroad, A4 Allroad, A7 quattro, Q3 quattro og Q5 quattro. Fara þar jeppi, tveir jepplingar og tveir upphækkaðir fólksbílar, en allir eiga það sameiginlegt að vera með fullkomið fjórhjóladrif Audi sem prýtt hefur bíla Audi frá 1980. Audi ruddi þá braut að bjóða fjórhjóladrif í fólksbíla, sem margir aðrir bílaframleiðendur hafa síðan tekið upp. Opið verður milli 12 og 16 og verður gestum boðið uppá veitingar hjá Höldi. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent
Norðlendingum gefst færi á að berja myndarlegustu fjórhjóladrifnu bíla Audi augum á laugardaginn kemur, um sjómannadagshelgina. Miðað við snjóþunga vetrarins er það ef til vill mjög viðeigandi. Höldur á Akureyri mun sýna bílana en Höldur hefur veg og vanda af sölu og þjónustu Audi bíla á norðurlandi. Sýndir verða Audi A6 Allroad, A4 Allroad, A7 quattro, Q3 quattro og Q5 quattro. Fara þar jeppi, tveir jepplingar og tveir upphækkaðir fólksbílar, en allir eiga það sameiginlegt að vera með fullkomið fjórhjóladrif Audi sem prýtt hefur bíla Audi frá 1980. Audi ruddi þá braut að bjóða fjórhjóladrif í fólksbíla, sem margir aðrir bílaframleiðendur hafa síðan tekið upp. Opið verður milli 12 og 16 og verður gestum boðið uppá veitingar hjá Höldi.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent