Handbolti

Fékk gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi hjá félaginu

Guðjón Guðmundsson skrifar
Ingvar Guðjónsson í hópi þeirra sem fengu gullmerki Fram á 105 ára afmæli félagsins 1. maí síðastliðinn.
Ingvar Guðjónsson í hópi þeirra sem fengu gullmerki Fram á 105 ára afmæli félagsins 1. maí síðastliðinn. Mynd/Heimasíða Fram
Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram.

Mikið hefur mætt á Sigurði Eggertssyni í liði Fram , en hann hefur ásamt markverðinum Magnúsi Erlendssyni borið liðið á herðum sér. Leikurinn á Ásvöllum hefst klukkan þrjú.

Það gekk mikið á í annarri viðureign liðanna í íþróttahúsi Fram þar sem dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, komu mikið við sögu en annar dómari leiksins var sæmdur gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi viðureign Fram og Hauka í úrslitum á Íslandsmótinu.

Sigurjón Bjarnason formaður handknattleiksdeildar Hauka sagði í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi að vinnubrögðin væru forkastanleg og í raun væri það óafsakanlegt að dómararnir hafi verið settir í þessa stöðu.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×