Besta gjöfin á mæðradaginn Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2013 08:45 Gleður móður sína með hring á kappakstursbraut á Corvettu. Mæðradagurinn nálgast og mæður heimsins geta hlakkað til 12. maí, þ.e. annan sunnudag. Þá munu vonandi sem flestir synir gleðja mæður sínar með fallegum gjöfum. Því er upplagt að stinga upp einhverjum hugmyndum um góðar og eftirminnilegar gjafir. Ein þeirra er að bjóða mömmu sinni í ökutúr á sportbílnum sínum á kappakstursbraut, en það gerði einmitt þessi hugmyndaríki maður sem hér sést í myndskeiðinu ásamt móður sinni. Eitthvað virðist hún þó eiga í erfiðleikum með að njóta gjafarinnar, ef marka má myndina. Bíll sonarins er af gerðinni C6 Corvette Z06 og brautin er Sonoma Raceway og að hans sögn fór hann brautina aðeins á 60% getu. Rétt er að geta þess að fjörið byrjar ekki fyrir alvöru fyrr en eftir 1 mínútu og 40 sekúndur. Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent
Gleður móður sína með hring á kappakstursbraut á Corvettu. Mæðradagurinn nálgast og mæður heimsins geta hlakkað til 12. maí, þ.e. annan sunnudag. Þá munu vonandi sem flestir synir gleðja mæður sínar með fallegum gjöfum. Því er upplagt að stinga upp einhverjum hugmyndum um góðar og eftirminnilegar gjafir. Ein þeirra er að bjóða mömmu sinni í ökutúr á sportbílnum sínum á kappakstursbraut, en það gerði einmitt þessi hugmyndaríki maður sem hér sést í myndskeiðinu ásamt móður sinni. Eitthvað virðist hún þó eiga í erfiðleikum með að njóta gjafarinnar, ef marka má myndina. Bíll sonarins er af gerðinni C6 Corvette Z06 og brautin er Sonoma Raceway og að hans sögn fór hann brautina aðeins á 60% getu. Rétt er að geta þess að fjörið byrjar ekki fyrir alvöru fyrr en eftir 1 mínútu og 40 sekúndur.
Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent