Svona vinna rallýpör! Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2013 10:30 Unnu í keppni sögufrægra rallbíla, en Sebastien Ogier vann aðalkeppnina í Svíþjóð. Á myndinni sést hvar hinn goðsagnarkenndi rallökumaður Petter Solberg lyftir bíl sínum á meðan eiginkona hans Pernilla gerir við. Þessi mynd náðist um síðustu helgi í heimsbikarkeppninni í rallakstri í Svíþjóð, þ.e. þeim hluta hennar þar sem keppt er á sögufrægum rallbílum og oft af eldri ökuþórum. Þar höfðu hinn norski Petter Solberg og hin sænska kona hans sigur. Þessi frumlega aðferð þeirra virðist því hafa dugað þeim vel og spurning hvort þetta er ekki margæft heimafyrir. Petter ók gömlum Ford Escort MK2 í keppninni en eiginkonan var í hlutverki leiðsögumanns og vélvirkja af myndinni að dæma. Í aðalkeppninn sænska rallsins, sem að mestu fór fram í snjó, vann Sebastien Ogier á Volkswagen Polo bíl og vann sér í leiðinni inn vænan skammt stiga í heimsmeistarakeppninni í rallakstri (WRC). Annar varð nafni hans Sebastien Loeb á Citroën. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent
Unnu í keppni sögufrægra rallbíla, en Sebastien Ogier vann aðalkeppnina í Svíþjóð. Á myndinni sést hvar hinn goðsagnarkenndi rallökumaður Petter Solberg lyftir bíl sínum á meðan eiginkona hans Pernilla gerir við. Þessi mynd náðist um síðustu helgi í heimsbikarkeppninni í rallakstri í Svíþjóð, þ.e. þeim hluta hennar þar sem keppt er á sögufrægum rallbílum og oft af eldri ökuþórum. Þar höfðu hinn norski Petter Solberg og hin sænska kona hans sigur. Þessi frumlega aðferð þeirra virðist því hafa dugað þeim vel og spurning hvort þetta er ekki margæft heimafyrir. Petter ók gömlum Ford Escort MK2 í keppninni en eiginkonan var í hlutverki leiðsögumanns og vélvirkja af myndinni að dæma. Í aðalkeppninn sænska rallsins, sem að mestu fór fram í snjó, vann Sebastien Ogier á Volkswagen Polo bíl og vann sér í leiðinni inn vænan skammt stiga í heimsmeistarakeppninni í rallakstri (WRC). Annar varð nafni hans Sebastien Loeb á Citroën.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent