Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Akureyri 24-20 | Taphrina Hauka á enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2013 14:22 Mynd/Craney Haukar enduðu þriggja leikja taphrinu sína með sannfærandi fjögurra marka sigri á Akureyri, 24-20, í leik liðanna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld í 16. umferð N1 deildar karla í handbolta. Sigur Hauka var öruggur þótt að liðið hafi aðeins misst niður gott forskot sitt í lokin. Aron Rafn Eðvarðsson í marki Hauka var besti maður vallarsins en hann varði 21 skot og yfir 50 prósent skota sem komu á hann. Gylfi Gylfason skoraði sex mörk fyrir Hauka eins og Sigurbergur Sveinsson. Bergvin Þór Gíslason var yfirburðarmaður hjá Akureyrarliðunu. Haukarnir náðu sex marka forskoti fyrir hálfleik, 14-8, og voru með leikinn í öruggum höndum eftir það. Þeir gerðu síðan nánast út um leikinn með því að skora tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og komast átta mörkum yfir. Akureyringar náðu að minnka muninn í fjögur mörk þegar tæpar tvær mínútur voru eftir að leiknum eftir smá hik og hikst í sóknarleik Hauka. Aron Kristjánsson tókk leikhlé á hárrréttum tíma og Haukum tókst að landa langþráðum sigri. Akureyringar léku enn einu sinn án Bjarna Fritsonar og þá gat Heimir Örn Árnason lítið sem ekkert beitt sér í sókninni. Meiðslin hafa leikið Akureyringa grátt og eiga mikinn þátt í slæmu gengi liðsins undanfarið. Liðið átti nokkra góða spretti en norðanmenn fóru illa með mörg dauðafæri gegn Aroni Rafni Eðvarðssyni í marki Hauka og það vóg þungt í lokin. Akureyringar voru skrefinu á undan í upphafi leiks en svo tóku Haukarnir frumkvæðið eftir að þeir komust fyrst yfir í 4-3. Haukarnir náði fyrst þriggja marka forystu eftir 17 mínútna leik, 8-5 en Sigurbergur Sveinsson var allt í öllu í fyrri hluta hálfleiksins og skoraði meðal annars fjögur af fyrstu fimm mörkum Hauka í leiknum. Haukarnir lögðu síðan grunninn að frábærri stöðu í hálfeik með því að breyta stöðunni úr 9-7 í 13-7 eftir að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, "rændi" leikhléi Akureyringa. Akureyri tók leikhlé en Aron notaði tækifærið til að breyta í framliggjandi vörn sem Akureyringar áttu í miklum vandræðum með út hálfleikinn. Haukar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og voru komnir með átta marka forskot, 16-8. Akureyringar náðu muninum fljótt niður í fimm mörk aftur en komust ekki lengra fyrr en þegar lítið var eftir af leiknum og þá var það bara of seint. Gylfi: Þetta voru engir krísufundirGylfi Gylfason skoraði sex mörk fyrir Hauka í kvöld og átti fínan leik. Honum var augljóslega létt í leikslok eins og öðrum leikmönnum Haukaliðsins enda langþráður Haukasigur í höfn. „Þetta var mjög ljúft og mjög gott að koma með einn sigur núna. Við vorum búnir að tapa þremur leikjum í röð þannig að þetta var kærkomið," sagði Gylfi. „Það var aðeins búið að ræða málin en þetta voru engir krísufundir. Okkar gengi í síðustu þremur leikjum var ekki ásættanlegt að okkar mati. Við erum að reyna að vinna í okkar málum og erum engan veginn komnir á endastöð. Þetta var allavega skref í rétta átt," sagði Gylfi. „Þetta var í rauninni aldrei í hættu en við þurftum að hafa fyrir þessu og gerðum þetta ekki með vinstri. Það var bara mjög gott að fá svona leik og ná að spila það sem við höfum verið að gera á æfingum undanfarnar vikur. Menn sáu að það virkar og þá fá menn trú á þessu aftur," sagði Gylfi. „Við erum aðeins að nýta breiddina betur í sókninni, vörnin stendur betur og þá fáum við hraðaupphlaup. Þegar eitt kemur þá fáum við hitt líka. Það er alltaf best að halda lélegu tímabilunum sem styðstum og nú verðum við bara að kýla á þetta.," sagði Gylfi. Heimir Örn: Guðmundur var fárveikur í dag„Þetta voru bara aragrúi af dauðafærum þar sem landsliðsmarkvörðurinn tók okkur. Hann tók örugglega einhver fimm hraðaupphlaup og annað eins af dauðafærum. Það má enginn við því," sagði Heimir Örn Árnason, annar þjálfara Akureyrar og sá eini sem spilaði í kvöld. „Ég var ágætlega sáttur við varnarleikinn. Guðmundur var fárveikur í dag en spilaði samt mjög vel varnarlega. Það vantaði skiljanlega kraft í hann sóknarlega," sagði Heimir Örn. „Ég veit ekki hvernig ástandið væri á liðinu ef að við hefðum ekki unnið þennan bikarleik. Nú er bara hver leikur hér eftir úrslitaleikur fyrir okkur í botnbaráttunni. Það er reyndar stutt í fjórða sætið þannig að það er stutt á milli. Þetta er mjög spennandi deild og það er gaman af þessu," sagði Heimir. „Ef að Valur vinnur á eftir þá er þetta fjögurra liða pakki og jafnvel fimm liða pakki í fallbaráttunni. Þetta hefur aldrei verið svona spennandi og það er bara gaman af því enda flott fyrir deildina," sagði Heimir. Aron Rafn: Ég hefði viljað vinna þetta stærraAron Rafn Eðvarðsson átti flottan leik í marki Hauka í kvöld en hann varði 51 prósent þeirra skota sem á hann komu og mörg þeirra úr dauðafærum. Aron Rafn var líka kátur í leikslok. „Það er rosalega gott að ná loksins sigrinum því þetta var orðið ansi þreytt," sagði Aron Rafn léttur í leikslok en Haukar voru búnir að tapa þremur leikjum í röð. „Það voru alls engir krísufundir. Við tökum okkur saman í andlitinu sjálfir því þetta var svolítið persónulegt. Við vorum farnir að hugsa um að tapa ekki í stað þess að reyna að vinna leikina. Við sýndum það í dag að við erum ekki dauðir úr öllum æðum og erum tilbúnir í lokaumferðirnar," sagði Aron Rafn. „Ég var mjög góður og mjög ánægður með sjálfan mig. Ég er búinn að ná tveimur leikjum í röð með yfir fimmtíu prósent markvörslu og það er mjög gott. Ég ætla að reyna að halda því áfram," sagði Aron. „Ég hefði persónulega viljað vinna þetta stærra því við vorum komnir sjö og átta mörkum yfir. Þá kom smá hikst í stað þess að við héldum áfram og bættum við. Maður fær ekki allt sem maður vill og þetta var frábær sigur hjá okkur í dag," sagði Aron Rafn. „Núna er vonandi þessi slæmi kafli búinn. Við hugsum bara um einn leik í einu og ætlum að reyna að taka þennan deildarmeistaratitil sem er mjög erfiður. Það var því mjög gott að vinna þennan leik," sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira
Haukar enduðu þriggja leikja taphrinu sína með sannfærandi fjögurra marka sigri á Akureyri, 24-20, í leik liðanna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld í 16. umferð N1 deildar karla í handbolta. Sigur Hauka var öruggur þótt að liðið hafi aðeins misst niður gott forskot sitt í lokin. Aron Rafn Eðvarðsson í marki Hauka var besti maður vallarsins en hann varði 21 skot og yfir 50 prósent skota sem komu á hann. Gylfi Gylfason skoraði sex mörk fyrir Hauka eins og Sigurbergur Sveinsson. Bergvin Þór Gíslason var yfirburðarmaður hjá Akureyrarliðunu. Haukarnir náðu sex marka forskoti fyrir hálfleik, 14-8, og voru með leikinn í öruggum höndum eftir það. Þeir gerðu síðan nánast út um leikinn með því að skora tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og komast átta mörkum yfir. Akureyringar náðu að minnka muninn í fjögur mörk þegar tæpar tvær mínútur voru eftir að leiknum eftir smá hik og hikst í sóknarleik Hauka. Aron Kristjánsson tókk leikhlé á hárrréttum tíma og Haukum tókst að landa langþráðum sigri. Akureyringar léku enn einu sinn án Bjarna Fritsonar og þá gat Heimir Örn Árnason lítið sem ekkert beitt sér í sókninni. Meiðslin hafa leikið Akureyringa grátt og eiga mikinn þátt í slæmu gengi liðsins undanfarið. Liðið átti nokkra góða spretti en norðanmenn fóru illa með mörg dauðafæri gegn Aroni Rafni Eðvarðssyni í marki Hauka og það vóg þungt í lokin. Akureyringar voru skrefinu á undan í upphafi leiks en svo tóku Haukarnir frumkvæðið eftir að þeir komust fyrst yfir í 4-3. Haukarnir náði fyrst þriggja marka forystu eftir 17 mínútna leik, 8-5 en Sigurbergur Sveinsson var allt í öllu í fyrri hluta hálfleiksins og skoraði meðal annars fjögur af fyrstu fimm mörkum Hauka í leiknum. Haukarnir lögðu síðan grunninn að frábærri stöðu í hálfeik með því að breyta stöðunni úr 9-7 í 13-7 eftir að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, "rændi" leikhléi Akureyringa. Akureyri tók leikhlé en Aron notaði tækifærið til að breyta í framliggjandi vörn sem Akureyringar áttu í miklum vandræðum með út hálfleikinn. Haukar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og voru komnir með átta marka forskot, 16-8. Akureyringar náðu muninum fljótt niður í fimm mörk aftur en komust ekki lengra fyrr en þegar lítið var eftir af leiknum og þá var það bara of seint. Gylfi: Þetta voru engir krísufundirGylfi Gylfason skoraði sex mörk fyrir Hauka í kvöld og átti fínan leik. Honum var augljóslega létt í leikslok eins og öðrum leikmönnum Haukaliðsins enda langþráður Haukasigur í höfn. „Þetta var mjög ljúft og mjög gott að koma með einn sigur núna. Við vorum búnir að tapa þremur leikjum í röð þannig að þetta var kærkomið," sagði Gylfi. „Það var aðeins búið að ræða málin en þetta voru engir krísufundir. Okkar gengi í síðustu þremur leikjum var ekki ásættanlegt að okkar mati. Við erum að reyna að vinna í okkar málum og erum engan veginn komnir á endastöð. Þetta var allavega skref í rétta átt," sagði Gylfi. „Þetta var í rauninni aldrei í hættu en við þurftum að hafa fyrir þessu og gerðum þetta ekki með vinstri. Það var bara mjög gott að fá svona leik og ná að spila það sem við höfum verið að gera á æfingum undanfarnar vikur. Menn sáu að það virkar og þá fá menn trú á þessu aftur," sagði Gylfi. „Við erum aðeins að nýta breiddina betur í sókninni, vörnin stendur betur og þá fáum við hraðaupphlaup. Þegar eitt kemur þá fáum við hitt líka. Það er alltaf best að halda lélegu tímabilunum sem styðstum og nú verðum við bara að kýla á þetta.," sagði Gylfi. Heimir Örn: Guðmundur var fárveikur í dag„Þetta voru bara aragrúi af dauðafærum þar sem landsliðsmarkvörðurinn tók okkur. Hann tók örugglega einhver fimm hraðaupphlaup og annað eins af dauðafærum. Það má enginn við því," sagði Heimir Örn Árnason, annar þjálfara Akureyrar og sá eini sem spilaði í kvöld. „Ég var ágætlega sáttur við varnarleikinn. Guðmundur var fárveikur í dag en spilaði samt mjög vel varnarlega. Það vantaði skiljanlega kraft í hann sóknarlega," sagði Heimir Örn. „Ég veit ekki hvernig ástandið væri á liðinu ef að við hefðum ekki unnið þennan bikarleik. Nú er bara hver leikur hér eftir úrslitaleikur fyrir okkur í botnbaráttunni. Það er reyndar stutt í fjórða sætið þannig að það er stutt á milli. Þetta er mjög spennandi deild og það er gaman af þessu," sagði Heimir. „Ef að Valur vinnur á eftir þá er þetta fjögurra liða pakki og jafnvel fimm liða pakki í fallbaráttunni. Þetta hefur aldrei verið svona spennandi og það er bara gaman af því enda flott fyrir deildina," sagði Heimir. Aron Rafn: Ég hefði viljað vinna þetta stærraAron Rafn Eðvarðsson átti flottan leik í marki Hauka í kvöld en hann varði 51 prósent þeirra skota sem á hann komu og mörg þeirra úr dauðafærum. Aron Rafn var líka kátur í leikslok. „Það er rosalega gott að ná loksins sigrinum því þetta var orðið ansi þreytt," sagði Aron Rafn léttur í leikslok en Haukar voru búnir að tapa þremur leikjum í röð. „Það voru alls engir krísufundir. Við tökum okkur saman í andlitinu sjálfir því þetta var svolítið persónulegt. Við vorum farnir að hugsa um að tapa ekki í stað þess að reyna að vinna leikina. Við sýndum það í dag að við erum ekki dauðir úr öllum æðum og erum tilbúnir í lokaumferðirnar," sagði Aron Rafn. „Ég var mjög góður og mjög ánægður með sjálfan mig. Ég er búinn að ná tveimur leikjum í röð með yfir fimmtíu prósent markvörslu og það er mjög gott. Ég ætla að reyna að halda því áfram," sagði Aron. „Ég hefði persónulega viljað vinna þetta stærra því við vorum komnir sjö og átta mörkum yfir. Þá kom smá hikst í stað þess að við héldum áfram og bættum við. Maður fær ekki allt sem maður vill og þetta var frábær sigur hjá okkur í dag," sagði Aron Rafn. „Núna er vonandi þessi slæmi kafli búinn. Við hugsum bara um einn leik í einu og ætlum að reyna að taka þennan deildarmeistaratitil sem er mjög erfiður. Það var því mjög gott að vinna þennan leik," sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira