Lífið

Margrét Gnarr vann Íslandsmótið í Taekwondo

Ellý Ármanns skrifar
Margrét Edda Gnarr, 24 ára, varð sigurvegari á Íslandsmótinu í Taekwondo í gær. Hún keppti á móti Norðurlandameistara Íslands, Ingibjörgu Erlu, sem varð í 2. sæti. Þá var Margrét einnig valin besti keppandi mótsins í kvennaflokki.

Fáir bjuggust við sigrinum

"Mér líður ótrúlega vel. Ég var varla að trúa því að ég hafi unnið. Það voru líka mjög margir sem bjuggust ekki við því að ég myndi standa mig svona vel og það gerir sigurinn bara ennþá sætari," segir Margrét Edda þegar við spyrjum hana um sigurinn.

Æfir með þeim bestu

"Ég æfi í klúbbi Einherja í Grafarholti þar sem margir bestu keppendur Íslands æfa og þjálfararnir mínir eru Björn Þorleifsson og Sigursteinn Snorrason sem eru með bestu þjálfurum landsins," bætir Margrét við.

Bikarinn og verðlaunapeningurinn sem Margrét fékk í gær. Hún gaf okkur leyfi til að birta þessa Instagram mynd.
Á öllum Íslandsmótum í Taekwondo hefur Margrét unnið gull eða silfur. Margrét vann gull síðast árið 2006 en hún er nýkomin úr fjögra ára pásu frá íþróttinni. Hún hóf æfingar að nýju í byrun þessa árs.

Margrét hefur náð góðum árangri í fitness íþróttinni að sama skapi en hún varð í 3. sæti IFBB Bikarmótinu árið 2011, 4. sæti á Arnold Classic USA 2012, 2. sæti á IFBB Íslandsmótinu 2012, hún komst í topp 15 á Arnold Classic europe 2012 og svo landaði hún 1. og 2. sætunum í "over all" flokki á IFBB Bikarmótinu.

Margrét Gnarr Íslandsmeistari í Taekwondo.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×