Rússar vilja eigið lúxusbílamerki Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2013 09:15 Rússneska ríkið hyggst styðja við þann bílaframleiðanda sem hefur framleiðslu á lúxusbílum. Fleiri en einn rússneskur bílaframleiðandi íhugar framleiðslu á lúxusbílum sem keppa myndi við BMW, Mercedes Benz og Audi, en þýsku bílarnir seljast eins og heitar lummur í Rússlandi nú. Vilji rússneskra yfirvalda eru einnig á þennan veg og myndu stjórnvöld styðja þann framleiðanda með fjármunum sem út í það færi. Líklegustu fyrirtækin til að taka slaginn eru ZiL, sem smíðað hefur brynvarna lúxusbíla fyrir háttsetta ráðamenn í Rússlandi í nokkurn tíma og GAZ Group sem þekktast er fyrir smíði Volga. BMW seldi 37.515 bíla í Rússlandi og jók söluna um 33% í fyrra. Mercedes Benz seldi 37.436 og var með 29% vöxt og Audi seldi 33.512 og jók söluna þeirra mest, eða um 44%. Athyglivert verður að sjá hvort rússneskum bílaframleiðendum tekst að smíða lúxusbíl sem keppt getur við þá þýsku. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Rússneska ríkið hyggst styðja við þann bílaframleiðanda sem hefur framleiðslu á lúxusbílum. Fleiri en einn rússneskur bílaframleiðandi íhugar framleiðslu á lúxusbílum sem keppa myndi við BMW, Mercedes Benz og Audi, en þýsku bílarnir seljast eins og heitar lummur í Rússlandi nú. Vilji rússneskra yfirvalda eru einnig á þennan veg og myndu stjórnvöld styðja þann framleiðanda með fjármunum sem út í það færi. Líklegustu fyrirtækin til að taka slaginn eru ZiL, sem smíðað hefur brynvarna lúxusbíla fyrir háttsetta ráðamenn í Rússlandi í nokkurn tíma og GAZ Group sem þekktast er fyrir smíði Volga. BMW seldi 37.515 bíla í Rússlandi og jók söluna um 33% í fyrra. Mercedes Benz seldi 37.436 og var með 29% vöxt og Audi seldi 33.512 og jók söluna þeirra mest, eða um 44%. Athyglivert verður að sjá hvort rússneskum bílaframleiðendum tekst að smíða lúxusbíl sem keppt getur við þá þýsku.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent