Samstarf

Viðhald loftræstikerfa nauðsynlegt

“Við fjárfestum í myndavél og hreinsibúnaði frá Danduct Clean og getum  því auðveldlega kannað ástandið á lofræstikerfum með myndavélinni,” segir Sævar, eigandi Blikksmiðju Guðmundar.
“Við fjárfestum í myndavél og hreinsibúnaði frá Danduct Clean og getum því auðveldlega kannað ástandið á lofræstikerfum með myndavélinni,” segir Sævar, eigandi Blikksmiðju Guðmundar.
Blikksmiðja Guðmundar er eitt fárra fyrirtækja sem eiga sérstaka myndavél til eftirlits á loftræstikerfum ásamt fullkomnum hreinsitækjum. Eigandinn Sævar Jónsson segir of algengt að viðhaldi loftræstikerfa sé frestað, sem leiði til aukins álags og hærri rekstrarkostnaðar.

Blikksmiðja Guð­mundar er vel tækjum búin og þjónustar fjölda fyrirtækja við hreinsun og smíði á loftræstikerfum auk almennrar blikksmíði. „Við smíðum loftræstikerfi og sinnum viðhaldi á þeim. Þá smíðum við einnig allt frá jötum fyrir húsdýr upp í áhöld fyrir skurðstofur á sjúkra­húsum og allt þar á milli," segir ­eigandinn Sævar Jónsson.

Sævar hóf störf við blikk­smíðar árið 1985 og keypti Blikksmiðju Guðmundar árið 2007 eftir að hafa starfað þar í tíu ár. Hann býr því að mikilli reynslu. „Það er of algengt að mínu mati að viðhaldi loftræstikerfa sé slegið á frest í sparnaðarskyni. Þegar slíkt er gert safnast ryk fyrir inni í stokkum og síum. Þá eykst allt viðnám og álag á kerfið sem gerir það að verkum að kostnaður verður meiri. Auk þess hættir kerfið að afkasta því sem það á að gera."

Tækjabúnaður Blikksmiðju Guðmundar til hreinsunar loftræstinga er einn sá besti í bransanum. „Við fjárfestum í myndavél og hreinsibúnaði frá Danduct Clean og getum því auðveldlega kannað ástandið á loftræsti­kerfum með myndavélinni. Ef enginn skítur er til staðar sjáum við það fljótlega. Þannig sparast bæði tími og óþarfa þrif og ­rekstur kerfisins verður öruggari."

Mikilvægt er að skipta um loftsíur en Sævar segir það ­einnig oft sitja á hakanum. „Við flytjum sjálf inn loftsíur frá Luftfilterbau í Þýskalandi og eigum flestar stærðir og gerðir sía á lager. Síurnar eru fram­leiddar samkvæmt ISO-stöðlum og ­standast því ýtrustu kröfur."

Blikksmiðja Guðmundar þjónustar fjölmörg fyrirtæki af öllum stærðargráðum. „Norðurál á Íslandi er stór viðskiptavinur ásamt Elkem Íslandi, HB Granda, Akraneskaupstað, Sjúkrahúsi Akraness og Akraborg ehf."

Nánari upplýsingar um starfssemi Blikksmiðju Guðmundar er að finna á heimasíðu fyrirtækisins blikkgh.is og á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×