Tíu ódýrustu 400 hestöflin 18. janúar 2013 11:30 Ford Mustang GT, 412 hestöfl og sá ódýrasti Ford Mustang GT kostar 4.070.000 kr. í Bandaríkjunum en 10.660.000 kr. á Íslandi. Um marga kosti er að ræða fyrir bílkaupendur þegar kemur að mjög öflugum bílum í Bandaríkjunum. Ef kröfurnar eru settar við 400 hestöfl eru þeir samt margir og nokkrir þeirra ekki óviðráðanlegir fyrir venjuleg veski. Hér er listi sem bílatímaritið Automobile tók saman um ódýrustu kostina er kemur að bílum yfir 400 hestöfl.1. Ford Mustang GT: 412 hestöfl Mustang GT er ódýrasti bíllinn sem nær þessari hestaflatölu, er á 31.545 dollara eða 4.070.000 kr. Hann er með 5,0 lítra V8 vél og er afturhjóladrifinn. Sex gíra beinskipting eða sex gíra sjálfskipting er í boði. Það fást ekki ýkja merkilegir né öflugir bílar á Íslandi fyrir 4 milljónir og eru Bandaríkjamenn öfundsverðir að þurfa ekki að leggja út meira fé fyrir svo öflugan og flottan bíl. 2. Chevrolet Camaro: 426 hestöflChevrolet Camaro Mustang er ódýrasti kosturinn ef kaupa á yfir 400 hestöfl, en sá vinsælasti vestanhafs er þessi því Camaro seldist í 84.391 eintaki í fyrra en Mustang í 82.995 eintökum. Camaroinn er með 6,2 lítra V8 vél sem er 426 hestöfl með beinskiptingu, en ef hann er valinn með 6 gíra sjáfskiptingunni er hann 400 hestöfl. Verðið er 33.535 dollarar eða 4.330.000 kr. 3. Dodge Charger SRT8 Super Bee: 470 hestöflDodge Charger Dodge Charger er öflugur bíll en ekki er eins mikið lagt í aðra hluti bílsins en vélina, svo sem innréttingu. Fyrir vikið er hann á lágu verði þrátt fyrir ótrúlegt aflið. Vélin er 6,4 lítra V8 sem finna má í tveimur öðrum bílum á listanum. Dodge Charger SRT8 kostar 42.320 dollara eða 5.460.000 kr. 4. Dodge Challenger SRT8 392: 470 hestöflDodge Challenger Challenger er þónokkuð dýrari en þeir tveir ódýrustu, eða á 44.820 dollara eða 5.780.000 kr. Hann er með 6,4 lítra V8 vél og talan 392 í nafni bílsins skýrist út með 392 rúmtommu sprengirými vélarinnar risastóru sem í honum er. 5. Hyundai Genesis 5,0 R-Spec: 429 hestöflHyundai Genesis 5,0 R-Spec Fyrsti bíllinn sem nær á listann sem ekki er Amerískur er þessi S-kóreski spretthlaupari. Það hefur alltaf verið markmið Hyundai að bjóða bíla sem eru langt undir verði jafn öflugra bíla frá öðrum framleiðendum, sérstaklega evrópskum. Hann kostar 47.695 dollara eða 6.150.000 kr. en svipað öflugur BMW 550i kostar 63.595 dollara. Genesis er með 5,0 lítra V8 vél og enga túrbínu. 6. Chrysler 300 SRT8: 470 hestöflChrysler 300 SRT8 Bæði Challenger og Charger bílar Chrysler (sem framleiðir líka Dodge) eru nokkuð hráir spyrnubílar, en þessi 300 SRT er mun fágaðri bíll, betur búinn og með vandaðri innréttingu. Vélin er 6,4 lítra V8, sú sama og er í Challenger. Chrysler 300 SRT8 kostar 48.395 dollara eða 6.240.000 kr. 7. Chevrolet Corvette 1LT: 430 hestöflChevrolet Corvette 1LT Að kaupa Corvettu hefur ávallt verið ódýr leið til að tryggja sér mikið afl fyrir ekki svo mikið fé. Í bílnum er 6,2 lítra V8 vél og drifið að sjálfsögðu að aftan. Hann kostar 50.595 dollara eða 6.530.000 kr. Fá má mun öflugari útgáfur af Corvette, t.d. ZO6 sem er 505 hestöfl, eða ZR1 sem er 638 hestöfl en þessar útgáfur kosta talsvert meira. 8. Hyundai Equus: 429 hestöflHyundai Equus Aftur er komið að Hyundai bíl og hann er með sömu vél og Hyundai Genesis sem er í fjórða sæti listans. Hún er 5,0 lítra V8 og tengd við 8 gíra sjálfskiptingu. Þessi bíll á að keppa við Audi A8L en kostar talsvert miklu minna. Audi A8L kostar 88.095 dollara en Equus 60.170 dollara, eða 27.925 minna. Fyrir þann mun mætti kaupa Hyundai Sonata Limited og eiga samt fyrir nokkrum kampavínsflöskum til að halda uppá kaupin. Verð Equus í íslenskum krónum er 7.760.000 kr. 9. Mercedes Benz E550: 402 hestöflMercedes Benz E550 Loks er komið að þýskum bíl en hestöfl þeirra eru dýrari en þau amerísku og S-kóresku. Vélin í Bensanum er 4,6 lítra V8 með tveimur túrbínum. Þessi ve´l finnst einnig í GL550, ML550 og S550 bílum Benz. Þessi E550 bíll er fullur af lúxus og klæddur að innan með leðri og viði eins og sönnum eðalbíl sæmir. Hér fær kaupandinn bæði lúxus og afl og borgar 61.305 dollara fyrir, eða 7.910.000 kr. 10. Infiniti M56: 420 hestöfl Eini japanski bíllinn sem nær inná listann er þessi Infiniti M56, en Infiniti er lúxusarmur Nissan. Bíllinn er með 5,6 lítra V8 vél og drifi á afturhjólum en borga þarf 2.500 dollara meira fyrir fjórhjóladrifsútgáfu hans. Þessi bíll er hlaðinn af lúxus og aukabúnaðurinn sem er í honum umfram Benz bílinn í 9. sætinu myndi kosta aukalega 5.100 dollara ef honum væri bætt í Benz bílinn. Infiniti M56 kostar 62.105 dollara eða 8.010.000 kr. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Ford Mustang GT kostar 4.070.000 kr. í Bandaríkjunum en 10.660.000 kr. á Íslandi. Um marga kosti er að ræða fyrir bílkaupendur þegar kemur að mjög öflugum bílum í Bandaríkjunum. Ef kröfurnar eru settar við 400 hestöfl eru þeir samt margir og nokkrir þeirra ekki óviðráðanlegir fyrir venjuleg veski. Hér er listi sem bílatímaritið Automobile tók saman um ódýrustu kostina er kemur að bílum yfir 400 hestöfl.1. Ford Mustang GT: 412 hestöfl Mustang GT er ódýrasti bíllinn sem nær þessari hestaflatölu, er á 31.545 dollara eða 4.070.000 kr. Hann er með 5,0 lítra V8 vél og er afturhjóladrifinn. Sex gíra beinskipting eða sex gíra sjálfskipting er í boði. Það fást ekki ýkja merkilegir né öflugir bílar á Íslandi fyrir 4 milljónir og eru Bandaríkjamenn öfundsverðir að þurfa ekki að leggja út meira fé fyrir svo öflugan og flottan bíl. 2. Chevrolet Camaro: 426 hestöflChevrolet Camaro Mustang er ódýrasti kosturinn ef kaupa á yfir 400 hestöfl, en sá vinsælasti vestanhafs er þessi því Camaro seldist í 84.391 eintaki í fyrra en Mustang í 82.995 eintökum. Camaroinn er með 6,2 lítra V8 vél sem er 426 hestöfl með beinskiptingu, en ef hann er valinn með 6 gíra sjáfskiptingunni er hann 400 hestöfl. Verðið er 33.535 dollarar eða 4.330.000 kr. 3. Dodge Charger SRT8 Super Bee: 470 hestöflDodge Charger Dodge Charger er öflugur bíll en ekki er eins mikið lagt í aðra hluti bílsins en vélina, svo sem innréttingu. Fyrir vikið er hann á lágu verði þrátt fyrir ótrúlegt aflið. Vélin er 6,4 lítra V8 sem finna má í tveimur öðrum bílum á listanum. Dodge Charger SRT8 kostar 42.320 dollara eða 5.460.000 kr. 4. Dodge Challenger SRT8 392: 470 hestöflDodge Challenger Challenger er þónokkuð dýrari en þeir tveir ódýrustu, eða á 44.820 dollara eða 5.780.000 kr. Hann er með 6,4 lítra V8 vél og talan 392 í nafni bílsins skýrist út með 392 rúmtommu sprengirými vélarinnar risastóru sem í honum er. 5. Hyundai Genesis 5,0 R-Spec: 429 hestöflHyundai Genesis 5,0 R-Spec Fyrsti bíllinn sem nær á listann sem ekki er Amerískur er þessi S-kóreski spretthlaupari. Það hefur alltaf verið markmið Hyundai að bjóða bíla sem eru langt undir verði jafn öflugra bíla frá öðrum framleiðendum, sérstaklega evrópskum. Hann kostar 47.695 dollara eða 6.150.000 kr. en svipað öflugur BMW 550i kostar 63.595 dollara. Genesis er með 5,0 lítra V8 vél og enga túrbínu. 6. Chrysler 300 SRT8: 470 hestöflChrysler 300 SRT8 Bæði Challenger og Charger bílar Chrysler (sem framleiðir líka Dodge) eru nokkuð hráir spyrnubílar, en þessi 300 SRT er mun fágaðri bíll, betur búinn og með vandaðri innréttingu. Vélin er 6,4 lítra V8, sú sama og er í Challenger. Chrysler 300 SRT8 kostar 48.395 dollara eða 6.240.000 kr. 7. Chevrolet Corvette 1LT: 430 hestöflChevrolet Corvette 1LT Að kaupa Corvettu hefur ávallt verið ódýr leið til að tryggja sér mikið afl fyrir ekki svo mikið fé. Í bílnum er 6,2 lítra V8 vél og drifið að sjálfsögðu að aftan. Hann kostar 50.595 dollara eða 6.530.000 kr. Fá má mun öflugari útgáfur af Corvette, t.d. ZO6 sem er 505 hestöfl, eða ZR1 sem er 638 hestöfl en þessar útgáfur kosta talsvert meira. 8. Hyundai Equus: 429 hestöflHyundai Equus Aftur er komið að Hyundai bíl og hann er með sömu vél og Hyundai Genesis sem er í fjórða sæti listans. Hún er 5,0 lítra V8 og tengd við 8 gíra sjálfskiptingu. Þessi bíll á að keppa við Audi A8L en kostar talsvert miklu minna. Audi A8L kostar 88.095 dollara en Equus 60.170 dollara, eða 27.925 minna. Fyrir þann mun mætti kaupa Hyundai Sonata Limited og eiga samt fyrir nokkrum kampavínsflöskum til að halda uppá kaupin. Verð Equus í íslenskum krónum er 7.760.000 kr. 9. Mercedes Benz E550: 402 hestöflMercedes Benz E550 Loks er komið að þýskum bíl en hestöfl þeirra eru dýrari en þau amerísku og S-kóresku. Vélin í Bensanum er 4,6 lítra V8 með tveimur túrbínum. Þessi ve´l finnst einnig í GL550, ML550 og S550 bílum Benz. Þessi E550 bíll er fullur af lúxus og klæddur að innan með leðri og viði eins og sönnum eðalbíl sæmir. Hér fær kaupandinn bæði lúxus og afl og borgar 61.305 dollara fyrir, eða 7.910.000 kr. 10. Infiniti M56: 420 hestöfl Eini japanski bíllinn sem nær inná listann er þessi Infiniti M56, en Infiniti er lúxusarmur Nissan. Bíllinn er með 5,6 lítra V8 vél og drifi á afturhjólum en borga þarf 2.500 dollara meira fyrir fjórhjóladrifsútgáfu hans. Þessi bíll er hlaðinn af lúxus og aukabúnaðurinn sem er í honum umfram Benz bílinn í 9. sætinu myndi kosta aukalega 5.100 dollara ef honum væri bætt í Benz bílinn. Infiniti M56 kostar 62.105 dollara eða 8.010.000 kr.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent