Fiat eykur enn hlut sinn í Chrysler 5. janúar 2013 13:15 Fiat 500 Abarth Hlutur Fiat hefur aukist úr 20% í 65% á tveimur og hálfu áriEnn frekari hlutafjáraukning Fiat í Chrysler hefur verið samþykkt. Eign Fiat eykst um 3,3% og á Fiat eftir hana 65% hlut í Chrysler. Fyrir þennan 3,3% hlut greiðir Fiat 25,5 milljarð króna. Aðeins eru liðin tvö og hálft ár síðan Fiat eignaðist 20% í Chrysler en þá var bandaríski bílasmiðurinn kominn á hnén og gjaldþrot blasti við. Fiat eignaðist þennan hlut með því skilyrði að fyrirtækið útvegaði sparneytnar vélar í Chrysler bíla, efldi sölu Chrysler bíla utan heimalandsins og kæmi að smíði nýs Chrysler bíls sem ekki eyddi meira eldsneyti en 6 lítrum á hundraðið. Allt þetta uppfyllti Fiat og hefur í kjölfarið aukið stórlega við hlut sinn. Óvíst er þó hvort Fiat muni auka af sama krafti við hlut sinn í Chrysler á næstunni . Ástæða þess er ástandið í Erópu og dræm sala á Fiat bílum í álfunni, sem eðlilega hefur mikil áhrif á fjárhagsstöðu Fiat. Líklegt er að hægjast muni á "samrunaferlinu", eins og Sergio Marchionne forstjóri Fiat orðar yfirtöku fyrirtækisins á Chrysler. Engu að síður er búist við því að Fiat eignist Chrysler að fullu innan nokkurra ára. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent
Hlutur Fiat hefur aukist úr 20% í 65% á tveimur og hálfu áriEnn frekari hlutafjáraukning Fiat í Chrysler hefur verið samþykkt. Eign Fiat eykst um 3,3% og á Fiat eftir hana 65% hlut í Chrysler. Fyrir þennan 3,3% hlut greiðir Fiat 25,5 milljarð króna. Aðeins eru liðin tvö og hálft ár síðan Fiat eignaðist 20% í Chrysler en þá var bandaríski bílasmiðurinn kominn á hnén og gjaldþrot blasti við. Fiat eignaðist þennan hlut með því skilyrði að fyrirtækið útvegaði sparneytnar vélar í Chrysler bíla, efldi sölu Chrysler bíla utan heimalandsins og kæmi að smíði nýs Chrysler bíls sem ekki eyddi meira eldsneyti en 6 lítrum á hundraðið. Allt þetta uppfyllti Fiat og hefur í kjölfarið aukið stórlega við hlut sinn. Óvíst er þó hvort Fiat muni auka af sama krafti við hlut sinn í Chrysler á næstunni . Ástæða þess er ástandið í Erópu og dræm sala á Fiat bílum í álfunni, sem eðlilega hefur mikil áhrif á fjárhagsstöðu Fiat. Líklegt er að hægjast muni á "samrunaferlinu", eins og Sergio Marchionne forstjóri Fiat orðar yfirtöku fyrirtækisins á Chrysler. Engu að síður er búist við því að Fiat eignist Chrysler að fullu innan nokkurra ára.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent