Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2013 11:19 Ola Borten Moe í Ráðherrabústaðnum í gær. Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson. Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að „elefant" sé á Drekasvæðinu. Hugtakið „elefant", eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið „flóðhestur" er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. Blaðamaður Aftenbladet úr olíuborginni Stavanger, sem var í hópi þeirra sem fylgdu olíumálaráðherranum til Íslands, sá ástæðu til að spyrja hvort hann vonaðist eftir „elefant" á Drekanum, en lengi hefur verið orðrómur um að rannsóknargögn gefi sterkar vísbendingar um að þar megi finna slíkar auðlindir. Svar ráðherrans er að það yrði ánægjulegt fyrir Ísland, og einnig ánægjulegt fyrir Noreg. Frétt Stavanger Aftenblad birtist undir fyrirsögninni „Hér er skálað fyrir stórum olíufundi". Svar jarðfræðingsins Terje Hagevangs, leitarstjóra Valiant, sem talinn er manna fróðastur um Drekasvæðið, gefur einnig til að kynna að hann telji líkur á „elefant". Hagevang segir í frétt blaðsins að svæðið lofi mjög góðu. „Hér sjáum við möguleika á stórfundi." Blaðið hefur eftir honum að bergmálsmælingar sýni skýr merki um mikið af kolvetnum undir hafsbotninum. Dæmið af 6,7% hlut Norsk Hydro í Ekofisk-svæðinu er stundum notað um þann gríðarlega hagnað sem risaolíulindir gefa af sér. Þessi litli hlutur er mesta gróðalind í sögu Norsk Hydro. Það er því ekki endilega greiðasemi við Íslendinga sem skýrir þá ákvörðun norskra stjórnvalda og ríkisolíufélagsins Petoro að nýta sér 25% þátttökurétt í vinnsluleyfum á Drekasvæðinu. Fjórðungshlutur í „elefant" er einfaldlega ávísun á mikil auðævi, og fílarnir gætu reynst fleiri en einn og fleiri en tveir. Enda sagði Ola Borten Moe í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: „Þetta lofar góður og felur í sér ágóðavon. Þetta gæti einnig orðið jákvæð verðmætasköpun fyrir Noreg." Tengdar fréttir Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að „elefant" sé á Drekasvæðinu. Hugtakið „elefant", eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið „flóðhestur" er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. Blaðamaður Aftenbladet úr olíuborginni Stavanger, sem var í hópi þeirra sem fylgdu olíumálaráðherranum til Íslands, sá ástæðu til að spyrja hvort hann vonaðist eftir „elefant" á Drekanum, en lengi hefur verið orðrómur um að rannsóknargögn gefi sterkar vísbendingar um að þar megi finna slíkar auðlindir. Svar ráðherrans er að það yrði ánægjulegt fyrir Ísland, og einnig ánægjulegt fyrir Noreg. Frétt Stavanger Aftenblad birtist undir fyrirsögninni „Hér er skálað fyrir stórum olíufundi". Svar jarðfræðingsins Terje Hagevangs, leitarstjóra Valiant, sem talinn er manna fróðastur um Drekasvæðið, gefur einnig til að kynna að hann telji líkur á „elefant". Hagevang segir í frétt blaðsins að svæðið lofi mjög góðu. „Hér sjáum við möguleika á stórfundi." Blaðið hefur eftir honum að bergmálsmælingar sýni skýr merki um mikið af kolvetnum undir hafsbotninum. Dæmið af 6,7% hlut Norsk Hydro í Ekofisk-svæðinu er stundum notað um þann gríðarlega hagnað sem risaolíulindir gefa af sér. Þessi litli hlutur er mesta gróðalind í sögu Norsk Hydro. Það er því ekki endilega greiðasemi við Íslendinga sem skýrir þá ákvörðun norskra stjórnvalda og ríkisolíufélagsins Petoro að nýta sér 25% þátttökurétt í vinnsluleyfum á Drekasvæðinu. Fjórðungshlutur í „elefant" er einfaldlega ávísun á mikil auðævi, og fílarnir gætu reynst fleiri en einn og fleiri en tveir. Enda sagði Ola Borten Moe í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: „Þetta lofar góður og felur í sér ágóðavon. Þetta gæti einnig orðið jákvæð verðmætasköpun fyrir Noreg."
Tengdar fréttir Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. 4. janúar 2013 18:37