Frábær á réttum tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2013 06:00 "Ef við lokum vörninni getum við unnið hvaða lið sem er,“ segir Guðmundur. Mynd/Vilhelm Óhætt er að segja að Guðmundur Jónsson hafi stigið fram þegar lið hans þurfti á því að halda. Þegar ljóst var að Baldur Þór Ragnarsson og Darri Hilmarsson yrðu frá keppni út tímabilið reiknuðu margir með því að Þórsarar myndu gefa eftir í baráttunni um annað sæti Dominos-deildarinnar. Tap gegn Keflavík í næsta leik renndi stoðum undir vangavelturnar en þá sagði Guðmundur hingað og ekki lengra. „Þegar meiðslin þeirra koma aftan að manni hugsar maður að tími sé kominn til að axla ábyrgð og gera eitthvað af viti," segir Guðmundur. Bakvörðurinn fór fyrir liði sínu í síðustu tveimur leikjunum sem unnust og tryggðu liðinu annað sætið. Frammistaða hans seinni hluta móts tryggði honum sæti í úrvalsliði seinni hlutans sem tilkynnt var í gær. „Ég var ekki alveg nógu sáttur við spilamennskuna fyrri hluta tímabilsins en hún hefur verið fín undanfarið," segir Njarðvíkingurinn uppaldi og vonast eftir því að framhald verði á. Annað sætið gefur Þórsurum heimaleikjarétt út keppnina gegn öllum liðum nema toppliði og ríkjandi Íslandsmeisturum Grindavíkur. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara, segir meiðsli fyrrnefndra lykilmanna hafa gert mönnum ljóst að þeir þyrftu að axla meiri ábyrgð. „Það verður ekki annað sagt en að Guðmundur Jónsson hafi gert það allhressilega. Hann hefur spilað frábærlega undanfarið. Ég hef trú á því að við fáum fleiri í þennan toppgír og þá getur allt gerst," segir Benedikt. Þórsarar mæta KR-ingum í fyrsta leik liðanna í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöld. KR-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum og hefur frammistaða liðsins valdið vonbrigðum. Sjöunda sæti varð hlutskipti liðsins sem hefur þó á reynslumeira liði að skipa en Þórsarar. „Við erum ekki með reynslumesta liðið í úrslitakeppninni. Þorlákshöfn komst þangað í fyrsta skipti í fyrra. Þetta eru ungir strákar og verða bara að stíga fram," segir Guðmundur. Hann minnir á að deildin hafi verið sérstaklega jöfn og liðin hafi skipst á að vinna í vetur. „Ef maður mætir ekki tilbúinn getur þetta farið á alla vegu. Menn þurfa að mæta klárir í slagsmál," segir Guðmundur. Þór kom flestum á óvart og komst í úrslitin gegn Grindavík í fyrra en mátti játa sig sigraðan í fjórum leikjum gegn Grindavík. Getur liðið farið alla leið í ár? „Já, engin spurning. Ég hef trú á því," segir Guðmundur.Guðmundur Jónsson í 21. og 22. umferð(Tölfræði hans í fyrstu 20 umferðunum)Stig í leik 28,5 (12,7)3ja stiga skotnýting 58 prósent (32 prósent)Skotnýting 60 prósent (37 prósent)Fráköst í leik 6,5 (4,1)Stoðsendingar í leik 4,0 (2,7)Framlag í leik 31,0 (10,8) Dominos-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Sjá meira
Óhætt er að segja að Guðmundur Jónsson hafi stigið fram þegar lið hans þurfti á því að halda. Þegar ljóst var að Baldur Þór Ragnarsson og Darri Hilmarsson yrðu frá keppni út tímabilið reiknuðu margir með því að Þórsarar myndu gefa eftir í baráttunni um annað sæti Dominos-deildarinnar. Tap gegn Keflavík í næsta leik renndi stoðum undir vangavelturnar en þá sagði Guðmundur hingað og ekki lengra. „Þegar meiðslin þeirra koma aftan að manni hugsar maður að tími sé kominn til að axla ábyrgð og gera eitthvað af viti," segir Guðmundur. Bakvörðurinn fór fyrir liði sínu í síðustu tveimur leikjunum sem unnust og tryggðu liðinu annað sætið. Frammistaða hans seinni hluta móts tryggði honum sæti í úrvalsliði seinni hlutans sem tilkynnt var í gær. „Ég var ekki alveg nógu sáttur við spilamennskuna fyrri hluta tímabilsins en hún hefur verið fín undanfarið," segir Njarðvíkingurinn uppaldi og vonast eftir því að framhald verði á. Annað sætið gefur Þórsurum heimaleikjarétt út keppnina gegn öllum liðum nema toppliði og ríkjandi Íslandsmeisturum Grindavíkur. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara, segir meiðsli fyrrnefndra lykilmanna hafa gert mönnum ljóst að þeir þyrftu að axla meiri ábyrgð. „Það verður ekki annað sagt en að Guðmundur Jónsson hafi gert það allhressilega. Hann hefur spilað frábærlega undanfarið. Ég hef trú á því að við fáum fleiri í þennan toppgír og þá getur allt gerst," segir Benedikt. Þórsarar mæta KR-ingum í fyrsta leik liðanna í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöld. KR-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum og hefur frammistaða liðsins valdið vonbrigðum. Sjöunda sæti varð hlutskipti liðsins sem hefur þó á reynslumeira liði að skipa en Þórsarar. „Við erum ekki með reynslumesta liðið í úrslitakeppninni. Þorlákshöfn komst þangað í fyrsta skipti í fyrra. Þetta eru ungir strákar og verða bara að stíga fram," segir Guðmundur. Hann minnir á að deildin hafi verið sérstaklega jöfn og liðin hafi skipst á að vinna í vetur. „Ef maður mætir ekki tilbúinn getur þetta farið á alla vegu. Menn þurfa að mæta klárir í slagsmál," segir Guðmundur. Þór kom flestum á óvart og komst í úrslitin gegn Grindavík í fyrra en mátti játa sig sigraðan í fjórum leikjum gegn Grindavík. Getur liðið farið alla leið í ár? „Já, engin spurning. Ég hef trú á því," segir Guðmundur.Guðmundur Jónsson í 21. og 22. umferð(Tölfræði hans í fyrstu 20 umferðunum)Stig í leik 28,5 (12,7)3ja stiga skotnýting 58 prósent (32 prósent)Skotnýting 60 prósent (37 prósent)Fráköst í leik 6,5 (4,1)Stoðsendingar í leik 4,0 (2,7)Framlag í leik 31,0 (10,8)
Dominos-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Sjá meira